Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ Aron Guðmundsson skrifar 13. desember 2024 10:01 Borche Ilievski er mættur aftur í Breiðholtið og ÍR blómstrar undir hans stjórn Vísir/Anton Brink Í tilraun sinni til að hleypa fersku lífi í karlalið ÍR í körfubolta ákváðu forráðamenn félagsins að ráðast í þjálfarabreytingar og ráða inn gamlan vin, Borche Ilievski. Hann hefur aðeins eitt markmið í huga. Að koma ÍR aftur í úrslitaeinvígi efstu deildar. ÍR hefur nú unnið fjóra leiki í röð í Bónus deildinni gegn Njarðvík, Val, KR og nú síðast Hött. Með því hefur liðið lyft sér upp úr fallsæti og nær sæti í úrslitakeppni. Endurkoma Borche, sem stýrði ÍR við góðan orðstír yfir sjö ára tímabil sem stóð til ársins 2021 virðist hafa kveikt neista í Breiðholtinu. Liðið er að sækja úrslit og það á undan áætlun. „Tilfinningin sem fylgir því að koma aftur til ÍR, sem ég segi að sé mitt lið, er frábær,“ segir Borche í viðtali sem var tekið við hann á miðvikudaginn síðastliðinn og sýnt í Sportpakkanum í gær fyrir leik ÍR gegn Hetti á Egilsstöðum sem endaði með sigri ÍR. „Ég trúi því að við getum náð í góð úrslit. En ég bjóst ekki við því að þau myndu skila sér strax í upphafi okkar vegferðar saman. Núna tel ég okkur á réttri leið. Vonandi getum við haldið áfram á þeirri leið.“ „Auðvitað á þessi sjokkmeðferð sinn þátt í þessu. Þegar skipt er um þjálfara vakna leikmenn og stíga upp. Þeir hafa sýnt það. Við þurfum bara að halda áfram með sama orkustig. Við höfum bætt við nýjum leikmönnum á borð við Björgvin Hafþór og Dani og það er klárlega jákvæð orka í kringum liðið þessa stundina. Við þurfum að halda því þannig það sem eftir lifir tímabils.“ „Tel okkur geta valdið usla“ ÍR komst alla leið í oddaleik úrslitaeinvígis efstu deildar undir stjórn Borche árið 2019 og hann er ekki að snúa aftur í Breiðholtið eingöngu til að forða liðinu frá falli. „Ég hef trú á þessu liði. Ég kem aftur til ÍR með aðeins eitt markmið í huga. Að eiga tækifæri á því að fara með liðið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar. Það er mitt markmið. Sem þjálfari mun ég þrýsta á lið mitt að taka framfaraskref eins og ég get. Það er gott jafnvægi í hópnum þessa stundina. Ég tel okkur geta valdið usla það sem eftir lifir tímabils. Við höfum unnið nokkra leiki en erum samt langt frá okkar markmiði. Við þurfum því að halda áfram að leggja hart að okkur. Gefa allt okkar í þessa leiki sem eftir eru.“ Borche segir stuðningsmenn ÍR þá bestu. Eitt er víst. Þeir mæta með fjörið á leiki og hafa hátt.Vísir/Daníel Þór „Stuðningsmenn ÍR þeir bestu“ Það er rómantík fólgin í því fyrir bæði Borche og ÍR að endurnýja kynnin. Byrjunin frábær. „Ég man klárlega eftir þessum góðu stundum sem ég átti hjá félaginu yfir þessi sjö ár sem ég átti með félaginu á sínum tíma, sér í lagi man maður eftir úrslitaeinvíginu gegn KR. Það er mín tilfinning að stuðningsmenn liðsins séu að styðja fastar við bakið á okkur eftir því sem líður á. Þeir finna orkuna í kringum liðið. Lið sem ætlar sér að ná árangri verður að eiga að góða stuðningsmenn og ég tel stuðningsmenn ÍR þá bestu. Þeir ýta við okkur með sinni orku, leikmennirnir finna fyrir því og á sama tíma verða stuðningsmennirnir varir við það sem leikmennirnir eru að leggja að mörkum inn á vellinum.“ Úrslitaeinvígi ÍR og KR árið 2019 fór alla leið í oddaleik þar sem að KR stóð á endanum uppi sem Íslandsmeistari.Vísir/Vilhelm „Mun reyna allt mitt“ Hann segir efstu deild ekki hafa breyst það mikið síðan að hann stýrði liði þar síðast. „Sum lið eru að leggja meira í þetta, stundum of mikið. Ég tel deildina ekki hafa breyst of mikið frá því að ég var hér síðast. Valur hefur verið mjög sigursælt undanfarin ár. Keflavík hefur verið að koma til baka með fjárfestingu og teflir alltaf fram sterku liði líkt og Tindastóll. Svo ertu með lið eins og Þór Þorlákshöfn sem að sýnir alltaf metnað til að gera vel og sækja að toppnum. Bara eins og öll önnur lið. Það eru allir að reyna ná sem lengst, allir sem hafa það markmið að ná í úrslitakeppnina og sækja að titlinum. ÍR er klárlega eitt þeirra liða. Ég mun reyna allt mitt, sem þjálfari að hvetja minn hóp til að standa saman og berjast. Við höfum unnið nokkra leiki en erum samt langt frá okkar markmiði. Við þurfum því að halda áfram að leggja hart að okkur. Gefa allt okkar í þessa leiki sem eftir eru.“ Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira
ÍR hefur nú unnið fjóra leiki í röð í Bónus deildinni gegn Njarðvík, Val, KR og nú síðast Hött. Með því hefur liðið lyft sér upp úr fallsæti og nær sæti í úrslitakeppni. Endurkoma Borche, sem stýrði ÍR við góðan orðstír yfir sjö ára tímabil sem stóð til ársins 2021 virðist hafa kveikt neista í Breiðholtinu. Liðið er að sækja úrslit og það á undan áætlun. „Tilfinningin sem fylgir því að koma aftur til ÍR, sem ég segi að sé mitt lið, er frábær,“ segir Borche í viðtali sem var tekið við hann á miðvikudaginn síðastliðinn og sýnt í Sportpakkanum í gær fyrir leik ÍR gegn Hetti á Egilsstöðum sem endaði með sigri ÍR. „Ég trúi því að við getum náð í góð úrslit. En ég bjóst ekki við því að þau myndu skila sér strax í upphafi okkar vegferðar saman. Núna tel ég okkur á réttri leið. Vonandi getum við haldið áfram á þeirri leið.“ „Auðvitað á þessi sjokkmeðferð sinn þátt í þessu. Þegar skipt er um þjálfara vakna leikmenn og stíga upp. Þeir hafa sýnt það. Við þurfum bara að halda áfram með sama orkustig. Við höfum bætt við nýjum leikmönnum á borð við Björgvin Hafþór og Dani og það er klárlega jákvæð orka í kringum liðið þessa stundina. Við þurfum að halda því þannig það sem eftir lifir tímabils.“ „Tel okkur geta valdið usla“ ÍR komst alla leið í oddaleik úrslitaeinvígis efstu deildar undir stjórn Borche árið 2019 og hann er ekki að snúa aftur í Breiðholtið eingöngu til að forða liðinu frá falli. „Ég hef trú á þessu liði. Ég kem aftur til ÍR með aðeins eitt markmið í huga. Að eiga tækifæri á því að fara með liðið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar. Það er mitt markmið. Sem þjálfari mun ég þrýsta á lið mitt að taka framfaraskref eins og ég get. Það er gott jafnvægi í hópnum þessa stundina. Ég tel okkur geta valdið usla það sem eftir lifir tímabils. Við höfum unnið nokkra leiki en erum samt langt frá okkar markmiði. Við þurfum því að halda áfram að leggja hart að okkur. Gefa allt okkar í þessa leiki sem eftir eru.“ Borche segir stuðningsmenn ÍR þá bestu. Eitt er víst. Þeir mæta með fjörið á leiki og hafa hátt.Vísir/Daníel Þór „Stuðningsmenn ÍR þeir bestu“ Það er rómantík fólgin í því fyrir bæði Borche og ÍR að endurnýja kynnin. Byrjunin frábær. „Ég man klárlega eftir þessum góðu stundum sem ég átti hjá félaginu yfir þessi sjö ár sem ég átti með félaginu á sínum tíma, sér í lagi man maður eftir úrslitaeinvíginu gegn KR. Það er mín tilfinning að stuðningsmenn liðsins séu að styðja fastar við bakið á okkur eftir því sem líður á. Þeir finna orkuna í kringum liðið. Lið sem ætlar sér að ná árangri verður að eiga að góða stuðningsmenn og ég tel stuðningsmenn ÍR þá bestu. Þeir ýta við okkur með sinni orku, leikmennirnir finna fyrir því og á sama tíma verða stuðningsmennirnir varir við það sem leikmennirnir eru að leggja að mörkum inn á vellinum.“ Úrslitaeinvígi ÍR og KR árið 2019 fór alla leið í oddaleik þar sem að KR stóð á endanum uppi sem Íslandsmeistari.Vísir/Vilhelm „Mun reyna allt mitt“ Hann segir efstu deild ekki hafa breyst það mikið síðan að hann stýrði liði þar síðast. „Sum lið eru að leggja meira í þetta, stundum of mikið. Ég tel deildina ekki hafa breyst of mikið frá því að ég var hér síðast. Valur hefur verið mjög sigursælt undanfarin ár. Keflavík hefur verið að koma til baka með fjárfestingu og teflir alltaf fram sterku liði líkt og Tindastóll. Svo ertu með lið eins og Þór Þorlákshöfn sem að sýnir alltaf metnað til að gera vel og sækja að toppnum. Bara eins og öll önnur lið. Það eru allir að reyna ná sem lengst, allir sem hafa það markmið að ná í úrslitakeppnina og sækja að titlinum. ÍR er klárlega eitt þeirra liða. Ég mun reyna allt mitt, sem þjálfari að hvetja minn hóp til að standa saman og berjast. Við höfum unnið nokkra leiki en erum samt langt frá okkar markmiði. Við þurfum því að halda áfram að leggja hart að okkur. Gefa allt okkar í þessa leiki sem eftir eru.“
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Sjá meira