Hvað getum við lært af sögunni um litlu gulu hænuna? Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifa 13. desember 2024 08:32 Samfélag og samhengi eru lykilatriði í allri sköpunarvinnu og hönnun. Fyrir hvað erum við að hanna, við hverja ætlum við að tala og hvaða skilaboð viljum við senda. Þetta á við hvort sem við erum starfandi listamenn eða stjórnendur að skapa listaverk eða skipulagsheildir. Í heimi stöðugrar þróunar er ólíklegt að við getum til eilífðarnóns haldið áfram með sömu verkfæratöskuna, sömu skilaboðin, sömu kerfin, sömu þekkinguna og sömu færnina. Við einfaldlega verðum að uppfæra og endurræsa. Sköpun í síbreytilegu umhverfi Í sögunni um litlu gulu hænuna leitar hún liðsinnis hjá öðrum dýrum við að planta fræi, en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Eins fer þegar hún biður um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur. En þegar kemur að því að borða brauðið bregður svo við að öll dýrin vilja hjálpa henni. En þá er það um seinan, og hún ákveður að neyta brauðsins sjálf. Þó að við höfum skýra sýn og trúum á árangur erfiðis og ríklega uppskeru getur sannarlega verið erfitt að vinna aðra á sitt band og knýja fram breytingar. En öðruvísi verður engin framþróun. Breytingar eru ekki átaksverkefni, þær ættu að vera eðlilegur hluti af okkar daglegu störfum, eðlilegt viðbragð við stöðugri þróun samfélagsins í kringum okkur. Í því felst hvorki tap eða uppgjöf. Breytingar fela það eitt í sér að við áttum okkur á því að landslagið er annað fyrir framan okkur en í baksýnisspeglinum. Og er ekki óhætt að ganga út frá því að við ætlum okkur áfram en ekki aftur á bak? Það er stórt verkefni að skapa menningu sem fagnar breytingum og framþróun og enn stærra verkefni að leiða breytingar með þeim hætti að tilætlaður árangur náist. Markmið breytinga er oft auðfundið en framkvæmdin flóknari, enda getur útfærslan verið tímafrek, fjölþætt og flókin. Breytingaverkefni krefjast hugrekkis allra sem að málum koma, krefjast þess að við hugsum út fyrir rammann og séum skapandi en þau krefjast þess líka að við höfum þekkingu og skilning á áhrifaþáttum og leiðum sem eru í boði. Að takast á við óöryggiÓöryggi kallar fram varnarviðbrögð og er í raun erkióvinur breytinga. Til að takast á við óöryggi er mikilvægt að veita upplýsingar, stöðuga þjálfun og stuðning. Það þarf að skapa traust og öruggara umhverfi, sem er nauðsynlegt til að sköpunargleðin nái að brjótast fram.Þó að litla gula hænan hafi sennilega ekki skilgreint brauðbaksturinn sem stórt breytingaverkefni þá endurspeglaðist í hennar vegferð afstaða sem oft birtist í slíkum verkefnum. Fæstir vilja breyta hjá sér en flestir vilja njóta afrakstursins. Er ekki hugmyndin um breytingar oftast góð þangað til kemur að okkur sjálfum?Íslenskt samfélag og hönnunÍslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum sem krefjast nýrra nálgunar í stjórnun. Til þess að mæta þeim er mikilvægt að styðjast við hugmyndafræði breytingastjórnunar – að fyrirtæki og stofnanir séu ekki aðeins viðbragðsmiðaðar heldur horfi fram á við, einungis þannig skynja þau þróunina í tíma og eru fær um að bregðast við. Til að ná árangri í breytingum, er mikilvægt að skilgreina og fylkja liði um sameiginleg markmið og gildi. Það skapar einingu og samstöðu innan skipulagsheilda og er lykilatriði í því að leiða fram nýjar hugmyndir og innleiða breytingar á árangursríkan hátt. Að gróðursetja „hveitifræin“ í formi hugmynda og nýsköpunar er næsta skref í að tryggja sjálfbærni og þróun í samfélaginu.Höfundar eru eigendur ráðgjafafyrirtækjanna Attentus og Expectus. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hjá Expectus og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Samfélag og samhengi eru lykilatriði í allri sköpunarvinnu og hönnun. Fyrir hvað erum við að hanna, við hverja ætlum við að tala og hvaða skilaboð viljum við senda. Þetta á við hvort sem við erum starfandi listamenn eða stjórnendur að skapa listaverk eða skipulagsheildir. Í heimi stöðugrar þróunar er ólíklegt að við getum til eilífðarnóns haldið áfram með sömu verkfæratöskuna, sömu skilaboðin, sömu kerfin, sömu þekkinguna og sömu færnina. Við einfaldlega verðum að uppfæra og endurræsa. Sköpun í síbreytilegu umhverfi Í sögunni um litlu gulu hænuna leitar hún liðsinnis hjá öðrum dýrum við að planta fræi, en ekkert dýranna verður við þeirri ósk. Eins fer þegar hún biður um hjálp við uppskeruna, þreskingu, mölun og bakstur. En þegar kemur að því að borða brauðið bregður svo við að öll dýrin vilja hjálpa henni. En þá er það um seinan, og hún ákveður að neyta brauðsins sjálf. Þó að við höfum skýra sýn og trúum á árangur erfiðis og ríklega uppskeru getur sannarlega verið erfitt að vinna aðra á sitt band og knýja fram breytingar. En öðruvísi verður engin framþróun. Breytingar eru ekki átaksverkefni, þær ættu að vera eðlilegur hluti af okkar daglegu störfum, eðlilegt viðbragð við stöðugri þróun samfélagsins í kringum okkur. Í því felst hvorki tap eða uppgjöf. Breytingar fela það eitt í sér að við áttum okkur á því að landslagið er annað fyrir framan okkur en í baksýnisspeglinum. Og er ekki óhætt að ganga út frá því að við ætlum okkur áfram en ekki aftur á bak? Það er stórt verkefni að skapa menningu sem fagnar breytingum og framþróun og enn stærra verkefni að leiða breytingar með þeim hætti að tilætlaður árangur náist. Markmið breytinga er oft auðfundið en framkvæmdin flóknari, enda getur útfærslan verið tímafrek, fjölþætt og flókin. Breytingaverkefni krefjast hugrekkis allra sem að málum koma, krefjast þess að við hugsum út fyrir rammann og séum skapandi en þau krefjast þess líka að við höfum þekkingu og skilning á áhrifaþáttum og leiðum sem eru í boði. Að takast á við óöryggiÓöryggi kallar fram varnarviðbrögð og er í raun erkióvinur breytinga. Til að takast á við óöryggi er mikilvægt að veita upplýsingar, stöðuga þjálfun og stuðning. Það þarf að skapa traust og öruggara umhverfi, sem er nauðsynlegt til að sköpunargleðin nái að brjótast fram.Þó að litla gula hænan hafi sennilega ekki skilgreint brauðbaksturinn sem stórt breytingaverkefni þá endurspeglaðist í hennar vegferð afstaða sem oft birtist í slíkum verkefnum. Fæstir vilja breyta hjá sér en flestir vilja njóta afrakstursins. Er ekki hugmyndin um breytingar oftast góð þangað til kemur að okkur sjálfum?Íslenskt samfélag og hönnunÍslenskt samfélag stendur frammi fyrir mörgum áskorunum sem krefjast nýrra nálgunar í stjórnun. Til þess að mæta þeim er mikilvægt að styðjast við hugmyndafræði breytingastjórnunar – að fyrirtæki og stofnanir séu ekki aðeins viðbragðsmiðaðar heldur horfi fram á við, einungis þannig skynja þau þróunina í tíma og eru fær um að bregðast við. Til að ná árangri í breytingum, er mikilvægt að skilgreina og fylkja liði um sameiginleg markmið og gildi. Það skapar einingu og samstöðu innan skipulagsheilda og er lykilatriði í því að leiða fram nýjar hugmyndir og innleiða breytingar á árangursríkan hátt. Að gróðursetja „hveitifræin“ í formi hugmynda og nýsköpunar er næsta skref í að tryggja sjálfbærni og þróun í samfélaginu.Höfundar eru eigendur ráðgjafafyrirtækjanna Attentus og Expectus. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hjá Expectus og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir hjá Attentus.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun