Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. desember 2024 19:08 Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi. Vísir/Bjarni Margmenni kom saman á Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa til að mótmæla yfirvofandi brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Systurnar verða aðskildar frá fjölskyldu sinni og segir eldri systirin það blendnar tilfinningar að hafa fengið viðurkenningu frá forsetanum á dögunum áður en henni verður vísað úr landi. Systurnar Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi fengu þær fréttir fyrir rúmlega mánuði síðan að senda ætti þær úr landi. Þær verða þó ekki sendar til Sýrlands heldur til Venesúela. Systurnar hafa átt heima hér í um eitt ár og átta mánuði en fjölskylda þeirra hefur búið hér í um fimm ár. Ríma segir að um mikið áfall sé að ræða. Heimildin greindi fyrst frá. „Þegar ég fékk fréttirnar fyrst, að það ætti að vísa mér úr landi. Ég fann ég ekki fyrir neinu. Þú veist, þegar þú er í það miklu áfalli þá grípur heilinn inn í til að verja þig. Hann byrjar að segja: Já, þetta er allt í lagi, það er bara verið að flytja mig úr landi. Núna er ég að vakna upp við vondan draum, ég er að fara. Við erum báðar að fara og hvað gerum við nú?“ Óttast það að flytja til Venesúela Ríma fæddist í Venesúela en hefur búið allt sitt líf í Sýrlandi og óttast það að vera flutt til Venesúela þar sem hún hafi engin tengsl og sé ekki örugg. Erfitt sé að þurfa kveðja fjölskylduna sem verði áfram á Íslandi. „Faðir minn, móðir mín, eldri systir mín og eiginmaður hennar. Litli frændi minn sem er minn ára og bróðir minn.“ Systir Rímu og Nouru til vinstri og Móðir þeirra til hægri. Vísir/BJarni Noura tekur undir orð Rímu og segir að í fyrsta sinn á ævi sinni hafi henni liðið eins og hún væri örugg á Íslandi. „Það eina sem ég vil er að vera hér og búa með fjölskyldunni minni. Ég er búin að vera reyna að gera það í fjögur ár. Að koma hingað og vera með fjölskyldunni.“ „Lét eitthvað gott af mér leiða“ Ríma hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af mest framúrskarandi ungu Íslendingunum á þessu ári. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir sjálfboðastarf sitt í þágu Rauða krossins og félagasamtakanna Læti!/Stelpur rokka! og var viðurkenningin afhent af Höllu Tómasdóttur forseta. Verðlaunin eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Vísir/BJarni „Ég fann fyrir smá frið innra með mér, jafnvel ef ég fer, þá að minnsta kosti líður mér eins og ég lét eitthvað gott af mér leiða. Ég gerði vel.“ Missir ómissandi starfsmann Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka! og skipuleggjandi mótmælanna, segir mikinn missi að þeim systrum. Ríma sé í raun ómissandi starfskraftur. „Þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Ég skil ekkert í þessu, við skiljum ekkert í þessu. Ég veit ekkert hvað ég á að gera ef hún fer. Ég leitaði og leitaði og leitaði og síðan kom hún inn í líf mitt og náði að fylla þessa stöðu og það eru ekki margir sem geta gert það.“ Læti!/Stelpur rokka hefur sett af stað fjáröflun fyrir systurnar og er að hægt að leggja þeim lið með því að millifæra á reikningsnúmerið: 301-26-700112 og kennitölu: 700112-0710. Esther segir fjáröflunina mikilvæga til að tryggja öryggi þeirra þegar út til Venesúela er komið. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka!Vísir/Bjarni Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sýrland Venesúela Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Systurnar Ríma Charaf Eddine Nasr og Noura Nasr frá Sýrlandi fengu þær fréttir fyrir rúmlega mánuði síðan að senda ætti þær úr landi. Þær verða þó ekki sendar til Sýrlands heldur til Venesúela. Systurnar hafa átt heima hér í um eitt ár og átta mánuði en fjölskylda þeirra hefur búið hér í um fimm ár. Ríma segir að um mikið áfall sé að ræða. Heimildin greindi fyrst frá. „Þegar ég fékk fréttirnar fyrst, að það ætti að vísa mér úr landi. Ég fann ég ekki fyrir neinu. Þú veist, þegar þú er í það miklu áfalli þá grípur heilinn inn í til að verja þig. Hann byrjar að segja: Já, þetta er allt í lagi, það er bara verið að flytja mig úr landi. Núna er ég að vakna upp við vondan draum, ég er að fara. Við erum báðar að fara og hvað gerum við nú?“ Óttast það að flytja til Venesúela Ríma fæddist í Venesúela en hefur búið allt sitt líf í Sýrlandi og óttast það að vera flutt til Venesúela þar sem hún hafi engin tengsl og sé ekki örugg. Erfitt sé að þurfa kveðja fjölskylduna sem verði áfram á Íslandi. „Faðir minn, móðir mín, eldri systir mín og eiginmaður hennar. Litli frændi minn sem er minn ára og bróðir minn.“ Systir Rímu og Nouru til vinstri og Móðir þeirra til hægri. Vísir/BJarni Noura tekur undir orð Rímu og segir að í fyrsta sinn á ævi sinni hafi henni liðið eins og hún væri örugg á Íslandi. „Það eina sem ég vil er að vera hér og búa með fjölskyldunni minni. Ég er búin að vera reyna að gera það í fjögur ár. Að koma hingað og vera með fjölskyldunni.“ „Lét eitthvað gott af mér leiða“ Ríma hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af mest framúrskarandi ungu Íslendingunum á þessu ári. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir sjálfboðastarf sitt í þágu Rauða krossins og félagasamtakanna Læti!/Stelpur rokka! og var viðurkenningin afhent af Höllu Tómasdóttur forseta. Verðlaunin eru á vegum Íslandsdeildar alþjóðlegu ungmennahreyfingarinnar JCI. Vísir/BJarni „Ég fann fyrir smá frið innra með mér, jafnvel ef ég fer, þá að minnsta kosti líður mér eins og ég lét eitthvað gott af mér leiða. Ég gerði vel.“ Missir ómissandi starfsmann Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka! og skipuleggjandi mótmælanna, segir mikinn missi að þeim systrum. Ríma sé í raun ómissandi starfskraftur. „Þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Ég skil ekkert í þessu, við skiljum ekkert í þessu. Ég veit ekkert hvað ég á að gera ef hún fer. Ég leitaði og leitaði og leitaði og síðan kom hún inn í líf mitt og náði að fylla þessa stöðu og það eru ekki margir sem geta gert það.“ Læti!/Stelpur rokka hefur sett af stað fjáröflun fyrir systurnar og er að hægt að leggja þeim lið með því að millifæra á reikningsnúmerið: 301-26-700112 og kennitölu: 700112-0710. Esther segir fjáröflunina mikilvæga til að tryggja öryggi þeirra þegar út til Venesúela er komið. Esther Ýr Þorvaldsdóttir, framkvæmdastýra Læti/Stelpur rokka!Vísir/Bjarni
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Sýrland Venesúela Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira