Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2024 09:26 Per-Mathias Högmo virðist koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Íslands. Getty/Hiroki Watanabe Norski þjálfarinn Per-Mathias Högmo gæti orðið næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta og þar með fjórði erlendi Norðurlandabúinn á síðasta áratug til að stýra liðinu. Frá þessu greinir sænski miðillinn Fotbollskanalen og segist hafa heimildir fyrir því að Högmo sé á lista Knattspyrnusambands Íslands, yfir mögulega arftaka hins norska Åge Hareide sem er hættur með landsliðið. Hingað til hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið nefndir sem mögulegir arftakar, og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur sagt að hann kjósi frekar að ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Högmo er 65 ára gamall og þjálfaði nú síðast japanska liðið Urawa Red Diamonds en var rekinn þaðan í ágúst, eftir hálft ár í starfi. Áður hefur hann hins vegar þjálfað til að mynda karlalandslið Noregs á árunum 2013-16, og áður kvennalandslið Noregs og yngir landslið, en einnig félagslið í Svíþjóð og Noregi. Hann stýrði Fredrikstad 2017-18, eftir að hann hætti með norska landsliðið, og svo Häcken á árunum 2021-23. Aðstoðarmaðurinn orðaður við Norrköping Fotbollskanalen segir að Högmo komi einnig til greina sem næsti þjálfari Häcken. Miðillinn bendir einnig á að Morten Kalvenes hafi verið aðstoðarþjálfari Högmo í Japan og að ekki sé útilokað að Kalvenes, sem var áður orðaður við laust starf hjá Norrköping, myndi fylgja með til Íslands. Lítið hefur frést af þjálfaraleit KSÍ en Þorvaldur Örlygsson var spurður að því í síðasta mánuði hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan. „Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ sagði Þorvaldur þá við Vísi. Þrír erlendir þjálfarar frá 2011 Ísland hafði ekki haft erlendan þjálfara í tvo áratugi þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari í lok árs 2011. Þeir Heimir Hallgrímsson stýrðu liðinu svo saman fram yfir EM 2016 en þá hætti Lagerbäck. Svíinn Erik Hamrén tók svo við af Heimi eftir HM 2018 og stýrði liðinu í tvö ár, áður en Arnar Þór Viðarsson tók við. Hareide var svo ráðinn í hans stað eftir brottrekstur Arnars vorið 2023. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Frá þessu greinir sænski miðillinn Fotbollskanalen og segist hafa heimildir fyrir því að Högmo sé á lista Knattspyrnusambands Íslands, yfir mögulega arftaka hins norska Åge Hareide sem er hættur með landsliðið. Hingað til hafa þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson helst verið nefndir sem mögulegir arftakar, og Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur sagt að hann kjósi frekar að ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Högmo er 65 ára gamall og þjálfaði nú síðast japanska liðið Urawa Red Diamonds en var rekinn þaðan í ágúst, eftir hálft ár í starfi. Áður hefur hann hins vegar þjálfað til að mynda karlalandslið Noregs á árunum 2013-16, og áður kvennalandslið Noregs og yngir landslið, en einnig félagslið í Svíþjóð og Noregi. Hann stýrði Fredrikstad 2017-18, eftir að hann hætti með norska landsliðið, og svo Häcken á árunum 2021-23. Aðstoðarmaðurinn orðaður við Norrköping Fotbollskanalen segir að Högmo komi einnig til greina sem næsti þjálfari Häcken. Miðillinn bendir einnig á að Morten Kalvenes hafi verið aðstoðarþjálfari Högmo í Japan og að ekki sé útilokað að Kalvenes, sem var áður orðaður við laust starf hjá Norrköping, myndi fylgja með til Íslands. Lítið hefur frést af þjálfaraleit KSÍ en Þorvaldur Örlygsson var spurður að því í síðasta mánuði hvort honum litist betur á að fá innlendan kost eða erlendan. „Þetta er alltaf sígilda spurningin. Við eigum marga frambærilega íslenska þjálfara í dag og það er alltaf horft til þess, fyrst og fremst. En við verðum að horfa á heildarmyndina. Hvað er best og hvað hentar okkur best En í mínum huga er viljum við alltaf hafa Íslendinga í þessu en við skulum skoða það, heildarmyndina,“ sagði Þorvaldur þá við Vísi. Þrír erlendir þjálfarar frá 2011 Ísland hafði ekki haft erlendan þjálfara í tvo áratugi þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari í lok árs 2011. Þeir Heimir Hallgrímsson stýrðu liðinu svo saman fram yfir EM 2016 en þá hætti Lagerbäck. Svíinn Erik Hamrén tók svo við af Heimi eftir HM 2018 og stýrði liðinu í tvö ár, áður en Arnar Þór Viðarsson tók við. Hareide var svo ráðinn í hans stað eftir brottrekstur Arnars vorið 2023.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira