Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. desember 2024 09:15 Ástin svífur yfir vötnum. Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu birtu fyrstu myndirnar af sér og nýja kærastanum, Rob Holding varnarmanni Crystal Palace á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar má sjá þau njóta lífsins, meðal annars í göngutúr. Líkt og Vísir hefur greint frá hefur parið verið saman um nokkurt skeið. Þau hafa haldið sambandinu utan sviðsljóssins enda einbeitingin inni á vellinum. Nú birtir Sveindís mynd af þeim þar sem má sjá þau í göngutúr með hund knattspyrnumannsins svo fátt eitt sé nefnt. „Lífið undanfarið. Ást, Ást, Ást,“ skrifaði Sveindís og birti skemmtilega myndaröð úr daglegu lífi á miðlinum frá því í nóvember. Ljóst að lífið leikur við hana. Hinn 29 ára gamli Holding er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann spilaði um sjö ára skeið frá 2016 og þar til í fyrra. Hann er nú á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Crystal Palace en hefur ekki átt sjö dagana sæla þar nýverið og ekki spilað með aðalliði félagsins í lengri tíma. Sveindís Jane er á mála hjá Wolfsburg í Þýskalandi og er ein besta knattspyrnukona sem Ísland hefur alið af sér. Hún hefur haft í nógu að snúast en hún gaf nýverið út barnabók með Sæmundi Norðfjörð, bók sem ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði. Fram hefur komið að Sveindís vilji með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Bókin hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Sveindís hefur sagt það mikilvægt að efla sjálfsmynd ungmenna, hvetja þau áfram og stuðla að jákvæðum samskiptum í leik og sporti. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. Sveindís og Rob úti að ganga með hvutta við fallegt sólsetur. Ástin og lífið Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Líkt og Vísir hefur greint frá hefur parið verið saman um nokkurt skeið. Þau hafa haldið sambandinu utan sviðsljóssins enda einbeitingin inni á vellinum. Nú birtir Sveindís mynd af þeim þar sem má sjá þau í göngutúr með hund knattspyrnumannsins svo fátt eitt sé nefnt. „Lífið undanfarið. Ást, Ást, Ást,“ skrifaði Sveindís og birti skemmtilega myndaröð úr daglegu lífi á miðlinum frá því í nóvember. Ljóst að lífið leikur við hana. Hinn 29 ára gamli Holding er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann spilaði um sjö ára skeið frá 2016 og þar til í fyrra. Hann er nú á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Crystal Palace en hefur ekki átt sjö dagana sæla þar nýverið og ekki spilað með aðalliði félagsins í lengri tíma. Sveindís Jane er á mála hjá Wolfsburg í Þýskalandi og er ein besta knattspyrnukona sem Ísland hefur alið af sér. Hún hefur haft í nógu að snúast en hún gaf nýverið út barnabók með Sæmundi Norðfjörð, bók sem ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði. Fram hefur komið að Sveindís vilji með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Bókin hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Sveindís hefur sagt það mikilvægt að efla sjálfsmynd ungmenna, hvetja þau áfram og stuðla að jákvæðum samskiptum í leik og sporti. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. Sveindís og Rob úti að ganga með hvutta við fallegt sólsetur.
Ástin og lífið Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira