Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. desember 2024 09:15 Ástin svífur yfir vötnum. Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu birtu fyrstu myndirnar af sér og nýja kærastanum, Rob Holding varnarmanni Crystal Palace á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar má sjá þau njóta lífsins, meðal annars í göngutúr. Líkt og Vísir hefur greint frá hefur parið verið saman um nokkurt skeið. Þau hafa haldið sambandinu utan sviðsljóssins enda einbeitingin inni á vellinum. Nú birtir Sveindís mynd af þeim þar sem má sjá þau í göngutúr með hund knattspyrnumannsins svo fátt eitt sé nefnt. „Lífið undanfarið. Ást, Ást, Ást,“ skrifaði Sveindís og birti skemmtilega myndaröð úr daglegu lífi á miðlinum frá því í nóvember. Ljóst að lífið leikur við hana. Hinn 29 ára gamli Holding er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann spilaði um sjö ára skeið frá 2016 og þar til í fyrra. Hann er nú á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Crystal Palace en hefur ekki átt sjö dagana sæla þar nýverið og ekki spilað með aðalliði félagsins í lengri tíma. Sveindís Jane er á mála hjá Wolfsburg í Þýskalandi og er ein besta knattspyrnukona sem Ísland hefur alið af sér. Hún hefur haft í nógu að snúast en hún gaf nýverið út barnabók með Sæmundi Norðfjörð, bók sem ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði. Fram hefur komið að Sveindís vilji með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Bókin hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Sveindís hefur sagt það mikilvægt að efla sjálfsmynd ungmenna, hvetja þau áfram og stuðla að jákvæðum samskiptum í leik og sporti. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. Sveindís og Rob úti að ganga með hvutta við fallegt sólsetur. Ástin og lífið Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Líkt og Vísir hefur greint frá hefur parið verið saman um nokkurt skeið. Þau hafa haldið sambandinu utan sviðsljóssins enda einbeitingin inni á vellinum. Nú birtir Sveindís mynd af þeim þar sem má sjá þau í göngutúr með hund knattspyrnumannsins svo fátt eitt sé nefnt. „Lífið undanfarið. Ást, Ást, Ást,“ skrifaði Sveindís og birti skemmtilega myndaröð úr daglegu lífi á miðlinum frá því í nóvember. Ljóst að lífið leikur við hana. Hinn 29 ára gamli Holding er líklega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann spilaði um sjö ára skeið frá 2016 og þar til í fyrra. Hann er nú á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Crystal Palace en hefur ekki átt sjö dagana sæla þar nýverið og ekki spilað með aðalliði félagsins í lengri tíma. Sveindís Jane er á mála hjá Wolfsburg í Þýskalandi og er ein besta knattspyrnukona sem Ísland hefur alið af sér. Hún hefur haft í nógu að snúast en hún gaf nýverið út barnabók með Sæmundi Norðfjörð, bók sem ber heitið Sveindís Jane - saga af stelpu í landsliði. Fram hefur komið að Sveindís vilji með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Bókin hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Sveindís hefur sagt það mikilvægt að efla sjálfsmynd ungmenna, hvetja þau áfram og stuðla að jákvæðum samskiptum í leik og sporti. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk. Sveindís og Rob úti að ganga með hvutta við fallegt sólsetur.
Ástin og lífið Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira