Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 07:30 Rio Ferdinand vann ófáa titlana á glæsilegum ferli sinum með Manchester United. Getty/Matthew Peters Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. United keypti Dan Ashworth frá Newcastle í sumar en hann náði bara að klára fimm mánuði á Old Trafford. Það er talað um að Sir Jim Ratcliffe hafi ekki verið ánægður með fjölda kaupa Ashworth á þessu hálfa ári og hafi hreinlega misst trúna á Ashworth. Ferdinand er goðsögn hjá Manchester United og menn hlusta þegar hann tala enda um tíma einn besti miðvörður heims. Ferdinand er furðu lostinn yfir óreiðunni sem virðist vera í gangi á bak við tjöldin á Old Trafford. Þessi þróun mála hjá hans gamla félagi fer líka augljóslega í taugarnar á Rio. „Glundroði er það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Ferdinand í hlaðvarpsþætti sínum Rio Presents. Hann segist vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart fjölmörgum leikmönnum sem hann telur að séu ekki nógu góðir til að spila með Manchester United. „Ég vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart skítaleikmönnunum sínum og þeir hafa verið gagnvart starfsfólkinu sem hefur misst vinnuna að undanförnu eftir að hafa verið þar til fjölda ára,“ sagði Ferdinand. „Ef að það eru enn þarna skítaleikmenn eða leikmenn sem eru ekki nógu góðir. Verið eins vægðarlausir gagnvart þeim. Losið ykkur við þá leikmenn strax,“ sagði Ferdinand. Hann nefnir einstaka leikmenn ekki á mark en það er búist við að nokkrir leikmenn yfirgefi félaigð í janúar eða í sumar. „Þeir tóku alla vega blóðuga ákvörðun í þetta skiptið,“ sagði Ferdinand eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Hann vill því hreinsa út á Old Trafford og er ekki sá eini. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
United keypti Dan Ashworth frá Newcastle í sumar en hann náði bara að klára fimm mánuði á Old Trafford. Það er talað um að Sir Jim Ratcliffe hafi ekki verið ánægður með fjölda kaupa Ashworth á þessu hálfa ári og hafi hreinlega misst trúna á Ashworth. Ferdinand er goðsögn hjá Manchester United og menn hlusta þegar hann tala enda um tíma einn besti miðvörður heims. Ferdinand er furðu lostinn yfir óreiðunni sem virðist vera í gangi á bak við tjöldin á Old Trafford. Þessi þróun mála hjá hans gamla félagi fer líka augljóslega í taugarnar á Rio. „Glundroði er það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Ferdinand í hlaðvarpsþætti sínum Rio Presents. Hann segist vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart fjölmörgum leikmönnum sem hann telur að séu ekki nógu góðir til að spila með Manchester United. „Ég vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart skítaleikmönnunum sínum og þeir hafa verið gagnvart starfsfólkinu sem hefur misst vinnuna að undanförnu eftir að hafa verið þar til fjölda ára,“ sagði Ferdinand. „Ef að það eru enn þarna skítaleikmenn eða leikmenn sem eru ekki nógu góðir. Verið eins vægðarlausir gagnvart þeim. Losið ykkur við þá leikmenn strax,“ sagði Ferdinand. Hann nefnir einstaka leikmenn ekki á mark en það er búist við að nokkrir leikmenn yfirgefi félaigð í janúar eða í sumar. „Þeir tóku alla vega blóðuga ákvörðun í þetta skiptið,“ sagði Ferdinand eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Hann vill því hreinsa út á Old Trafford og er ekki sá eini. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira