Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 07:30 Rio Ferdinand vann ófáa titlana á glæsilegum ferli sinum með Manchester United. Getty/Matthew Peters Rio Ferdinand var eins og fleiri mjög hissa á ákvörðuninni hjá eigendum Manchester United að reka yfirmann fótboltamála eftir aðeins nokkra mánaða í starfi. United keypti Dan Ashworth frá Newcastle í sumar en hann náði bara að klára fimm mánuði á Old Trafford. Það er talað um að Sir Jim Ratcliffe hafi ekki verið ánægður með fjölda kaupa Ashworth á þessu hálfa ári og hafi hreinlega misst trúna á Ashworth. Ferdinand er goðsögn hjá Manchester United og menn hlusta þegar hann tala enda um tíma einn besti miðvörður heims. Ferdinand er furðu lostinn yfir óreiðunni sem virðist vera í gangi á bak við tjöldin á Old Trafford. Þessi þróun mála hjá hans gamla félagi fer líka augljóslega í taugarnar á Rio. „Glundroði er það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Ferdinand í hlaðvarpsþætti sínum Rio Presents. Hann segist vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart fjölmörgum leikmönnum sem hann telur að séu ekki nógu góðir til að spila með Manchester United. „Ég vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart skítaleikmönnunum sínum og þeir hafa verið gagnvart starfsfólkinu sem hefur misst vinnuna að undanförnu eftir að hafa verið þar til fjölda ára,“ sagði Ferdinand. „Ef að það eru enn þarna skítaleikmenn eða leikmenn sem eru ekki nógu góðir. Verið eins vægðarlausir gagnvart þeim. Losið ykkur við þá leikmenn strax,“ sagði Ferdinand. Hann nefnir einstaka leikmenn ekki á mark en það er búist við að nokkrir leikmenn yfirgefi félaigð í janúar eða í sumar. „Þeir tóku alla vega blóðuga ákvörðun í þetta skiptið,“ sagði Ferdinand eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Hann vill því hreinsa út á Old Trafford og er ekki sá eini. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira
United keypti Dan Ashworth frá Newcastle í sumar en hann náði bara að klára fimm mánuði á Old Trafford. Það er talað um að Sir Jim Ratcliffe hafi ekki verið ánægður með fjölda kaupa Ashworth á þessu hálfa ári og hafi hreinlega misst trúna á Ashworth. Ferdinand er goðsögn hjá Manchester United og menn hlusta þegar hann tala enda um tíma einn besti miðvörður heims. Ferdinand er furðu lostinn yfir óreiðunni sem virðist vera í gangi á bak við tjöldin á Old Trafford. Þessi þróun mála hjá hans gamla félagi fer líka augljóslega í taugarnar á Rio. „Glundroði er það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Ferdinand í hlaðvarpsþætti sínum Rio Presents. Hann segist vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart fjölmörgum leikmönnum sem hann telur að séu ekki nógu góðir til að spila með Manchester United. „Ég vona að þeir séu jafn vægðarlausir gagnvart skítaleikmönnunum sínum og þeir hafa verið gagnvart starfsfólkinu sem hefur misst vinnuna að undanförnu eftir að hafa verið þar til fjölda ára,“ sagði Ferdinand. „Ef að það eru enn þarna skítaleikmenn eða leikmenn sem eru ekki nógu góðir. Verið eins vægðarlausir gagnvart þeim. Losið ykkur við þá leikmenn strax,“ sagði Ferdinand. Hann nefnir einstaka leikmenn ekki á mark en það er búist við að nokkrir leikmenn yfirgefi félaigð í janúar eða í sumar. „Þeir tóku alla vega blóðuga ákvörðun í þetta skiptið,“ sagði Ferdinand eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. Hann vill því hreinsa út á Old Trafford og er ekki sá eini. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Sjá meira