Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2024 15:38 Dómur yfir manningum, sem nálgaðist fórnarlömb sín helst í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok, var staðfestur í Eystri-Landsrétti, áfrýjunardómstól í Danmörku í dag. EPA/samsett Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til fjölda brota, hversu gróf þau voru, tímabilið sem þau voru framin og mats réttarlækna. Theoder Lund var þannig fundinn sekur fyrir að hafa margsinnis brotið gróflega gegn nokkrum konum og ungum stúlkum, nauðgað þeim og beitt þær líkamsárásum og öðru ofbeldi. Alls er hann sakfelldur fyrir fimm nauðganir, tvær nauðganir gegn ólögráða og eina tilraun til nauðgunar. Hann var einnig fundinn sekur um sérstaklega alvarlega nauðgun og grófa líkamsárás gegn ungmenni. Þar að auki var hann sakfelldur á grundvelli tveggja ákæra fyrir samræði við ólögráða barn. Bauð blaðamanni í dómsal í heimsókn Nokkrir brotaþola mannsins voru viðstaddir við dómsuppkvaðningu í Landsrétti í dag ásamt fjölskyldumeðlimum og öðrum sem tengjast málinu. Þegar ákvörðun dómstólsins lá fyrir brustu nokkrar þeirra í grát og féllust í faðma að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið en blaðamaður þeirra var viðstaddur réttarhöldin. Einhverjir höfðu tekið með sér kampavínsflöskur og fána til að geta fagnað því ef dómurinn yrði staðfestur sem og varð raunin. Fjölmiðlakonan Janni Pedersen hjá TV 2 var ein þeirra blaðamanna sem fylgdist með en Theodor Lund setti sig í samband við hana þegar stutt hlé var gert á réttarhöldum. Hann kvaðst vilja bjóða henni í heimsókn því hann vildi fá að „segja sína hlið málsins,“ líkt og það var orðað. Það sama mun hann hafa boðið öðrum blaðamönnum. Honum hafði þó gefist færi á að skýra mál sitt fyrir rétti sem hann þáði ekki. „Nei takk,“ var svarið þegar honum bauðst að segja lokaorðin í réttarsal að því er B.T. greinir frá. Nálgaðist fórnarlömbin á samfélagsmiðlum Mikkel Bentsen var handtekinn árið 2021 í Kaupmannahöfn en þá höfðu yfir 50 konur og stúlkur tilkynnt hann til lögreglunnar fyrir gróft ofbeldi, kynferðisofbeldi, hótanir og þvinganir. Brotaþolarnir höfðu margar sameinast í Facebook-hóp sem kenndur var við „Þolendur Mikkels“ en það var móðir einnar stúlkunnar sem stofnaði hópinn eftir að hann hafði haft samband við dóttur hennar í gegnum TikTok. Nokkrar kvennanna hafa einnig stigið fram og lýst reynslu sinni í heimildarmynd um málið. Mikkel Bentsen, sem síðar skipti um nafn, hlaut viðurnefnið TikTok-maðurinn þar sem hann setti sig í samband við fórnarlömb sín í gegnum samfélagsmiðla, einkum TikTok en einnig á Instagram og Snapchat, og gaf sig stundum út fyrir að starfa hjá umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur og væri í leit að fyrirsætum. Á þeim forsendum lokkaði hann stúlkurnar til að senda sér myndir sem hann síðar nýtti sér til að beita þær kúgunum til að ná sínu fram. Árið 2022 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í Bæjarrétti Helsingør og síðan hefur hann hlotið dóm í Kaupmannahöfn sem nú var staðfestur í Landsrétti. Í réttarhöldum yfir manninum hefur komið fram að það sé mat sérfræðinga og réttargeðlækna að hann sé sérlega hættulegur öðrum. Sömuleiðis er hann greindur með andfélagslegar raskanir og narsissisma. Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til fjölda brota, hversu gróf þau voru, tímabilið sem þau voru framin og mats réttarlækna. Theoder Lund var þannig fundinn sekur fyrir að hafa margsinnis brotið gróflega gegn nokkrum konum og ungum stúlkum, nauðgað þeim og beitt þær líkamsárásum og öðru ofbeldi. Alls er hann sakfelldur fyrir fimm nauðganir, tvær nauðganir gegn ólögráða og eina tilraun til nauðgunar. Hann var einnig fundinn sekur um sérstaklega alvarlega nauðgun og grófa líkamsárás gegn ungmenni. Þar að auki var hann sakfelldur á grundvelli tveggja ákæra fyrir samræði við ólögráða barn. Bauð blaðamanni í dómsal í heimsókn Nokkrir brotaþola mannsins voru viðstaddir við dómsuppkvaðningu í Landsrétti í dag ásamt fjölskyldumeðlimum og öðrum sem tengjast málinu. Þegar ákvörðun dómstólsins lá fyrir brustu nokkrar þeirra í grát og féllust í faðma að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið en blaðamaður þeirra var viðstaddur réttarhöldin. Einhverjir höfðu tekið með sér kampavínsflöskur og fána til að geta fagnað því ef dómurinn yrði staðfestur sem og varð raunin. Fjölmiðlakonan Janni Pedersen hjá TV 2 var ein þeirra blaðamanna sem fylgdist með en Theodor Lund setti sig í samband við hana þegar stutt hlé var gert á réttarhöldum. Hann kvaðst vilja bjóða henni í heimsókn því hann vildi fá að „segja sína hlið málsins,“ líkt og það var orðað. Það sama mun hann hafa boðið öðrum blaðamönnum. Honum hafði þó gefist færi á að skýra mál sitt fyrir rétti sem hann þáði ekki. „Nei takk,“ var svarið þegar honum bauðst að segja lokaorðin í réttarsal að því er B.T. greinir frá. Nálgaðist fórnarlömbin á samfélagsmiðlum Mikkel Bentsen var handtekinn árið 2021 í Kaupmannahöfn en þá höfðu yfir 50 konur og stúlkur tilkynnt hann til lögreglunnar fyrir gróft ofbeldi, kynferðisofbeldi, hótanir og þvinganir. Brotaþolarnir höfðu margar sameinast í Facebook-hóp sem kenndur var við „Þolendur Mikkels“ en það var móðir einnar stúlkunnar sem stofnaði hópinn eftir að hann hafði haft samband við dóttur hennar í gegnum TikTok. Nokkrar kvennanna hafa einnig stigið fram og lýst reynslu sinni í heimildarmynd um málið. Mikkel Bentsen, sem síðar skipti um nafn, hlaut viðurnefnið TikTok-maðurinn þar sem hann setti sig í samband við fórnarlömb sín í gegnum samfélagsmiðla, einkum TikTok en einnig á Instagram og Snapchat, og gaf sig stundum út fyrir að starfa hjá umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur og væri í leit að fyrirsætum. Á þeim forsendum lokkaði hann stúlkurnar til að senda sér myndir sem hann síðar nýtti sér til að beita þær kúgunum til að ná sínu fram. Árið 2022 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í Bæjarrétti Helsingør og síðan hefur hann hlotið dóm í Kaupmannahöfn sem nú var staðfestur í Landsrétti. Í réttarhöldum yfir manninum hefur komið fram að það sé mat sérfræðinga og réttargeðlækna að hann sé sérlega hættulegur öðrum. Sömuleiðis er hann greindur með andfélagslegar raskanir og narsissisma.
Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira