Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. desember 2024 23:47 Sigurður Þ. Ragnarsson eða Siggi stormur eins og margir þekkja hann. Meiri líkur eru á rauðum jólum á höfuðborgarsvæðinu í ár, miðað við það sem Sigurður Þ. Ragnarsson, þekktur sem Siggi Stormur, les út úr kortunum á þessari stundu. Siggi var til viðtals í Reykjavík síðdegis og spurði þáttastjórnendur hvort þeir myndu hvernig jólin hefðu verið á litinn í fyrra. Þar var fátt um svör. „Það var alhvítt í Reykjavík í fyrra, og á Akureyri. 2022 voru líka alhvít jól, árin 2021 og 2020 voru rauð jól,“ sagði Siggi til að svara eigin spurningu. Yfir 95 ára tímabil hafi hvít jól í Reykjavík verið í 43 skipti, en 52 skipti rauð. „Þannig líkurnar eru almennt meiri á rauðum jólum en hvítum. Ef við lítum í spárnar fyrir næstu daga, þá sjáum við að það er ekki útlit fyrir marga snjókomudaga fram að jólum. Kortin eru meira að sýna rigningu og slyddu, eða jafnvel enga úrkomu ofan á auða jörð. “ Líkurnar á rauðum jólum í ár séu því „býsna góðar“. „Fyrir þá sem vilja hafa rauð jól, sumir vilja nú bara fá hvít jól í svona klukkutíma, segir Siggi. „Svona sérpantað eins og í bíómyndunum.“ Það séu hins vegar fleiri snjókomudagar í kortunum á norðanverðu landinu. „Það gæti hins vegar verið flekkótt, auð jörð og snjór þess á milli.“ Hlusta má á viðtalið við Sigga storm í heild sinni hér að neðan: Jól Veður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Sjá meira
Siggi var til viðtals í Reykjavík síðdegis og spurði þáttastjórnendur hvort þeir myndu hvernig jólin hefðu verið á litinn í fyrra. Þar var fátt um svör. „Það var alhvítt í Reykjavík í fyrra, og á Akureyri. 2022 voru líka alhvít jól, árin 2021 og 2020 voru rauð jól,“ sagði Siggi til að svara eigin spurningu. Yfir 95 ára tímabil hafi hvít jól í Reykjavík verið í 43 skipti, en 52 skipti rauð. „Þannig líkurnar eru almennt meiri á rauðum jólum en hvítum. Ef við lítum í spárnar fyrir næstu daga, þá sjáum við að það er ekki útlit fyrir marga snjókomudaga fram að jólum. Kortin eru meira að sýna rigningu og slyddu, eða jafnvel enga úrkomu ofan á auða jörð. “ Líkurnar á rauðum jólum í ár séu því „býsna góðar“. „Fyrir þá sem vilja hafa rauð jól, sumir vilja nú bara fá hvít jól í svona klukkutíma, segir Siggi. „Svona sérpantað eins og í bíómyndunum.“ Það séu hins vegar fleiri snjókomudagar í kortunum á norðanverðu landinu. „Það gæti hins vegar verið flekkótt, auð jörð og snjór þess á milli.“ Hlusta má á viðtalið við Sigga storm í heild sinni hér að neðan:
Jól Veður Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Hægviðri, hafgola og hiti að átján stigum Skúrir á víð og dreif Rigning með köflum sunnan- og vestanlands Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Sjá meira