Það ku vera 106 milljarðar íslenskra króna. Soto er 26 ára og kemur frá Dóminíska Lýðveldinu. Hann kemur til Mets frá nágrönnunum í New York Yankees. Við undirskrift fær leikmaðurinn 75 milljónir dollara eða rúmlega tíu milljarða.
Fyrra metið átti hafnaboltaleikmaðurinn Shohei Ohtani sem skrifaði undir tíu ára samning við Los Angeles Dodgers á síðasta ári og er sá samningur metinn á 680 milljónir dollara.
Soto kemur til Mets á frjálsri sölu en hann komst í úrslitaseríuna um MLB titilinn gegn LA Dodgers fyrir ekki svo löngu en sú sería tapaðist 4-1.