Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 13:44 Nýjar myndir af manninum voru birtar í gær. Lögreglan í New York Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn út á götu í New York í síðustu viku og myndband af árásinni, sem fangað var úr öryggismyndavél, bendir til þess að morðginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson. Auk þess að ekki sé búið að bera kennsl á manninn, liggur ekki heldur fyrir hvert tilefni morðsins er. Hann hafði þó skrifað á skotin sem hann notaði til morðsins. Sjá einnig: Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Launmorðinginn flúði af vettvangi og er talinn hafa yfirgefið New York um borð í rútu. Tvær myndir af manninum til viðbótar voru birtar í gær en önnur þeirra sýnir grímuklæddan morðingjann sitja í leigubíl. Lögreglan segir hann hafa tekið leigubílinn um fimmtán mínútum eftir að hann skaut Thompson og var honum keyrt á rútumiðstöð, samkvæmt frétt New York Times. Rannsakendur telja morðingjann hafa verið í New York í tíu daga og kom hann til borgarinnar með rútu frá Atlanta í Georgíu þann 24. nóvember. Samkvæmt AP fréttaveitunni notaði hann fölsk skilríki og greiddi fyrir vörur og þjónustu með reiðufé. Ferðir hans um New York hafa verið kortlagðar með upptökum úr öryggisvélum og var hann yfirleitt með grímu fyrir andliti sínu. Hann var með tveimur öðrum í herbergi á farfuglaheimili í borginni og sáu þeir aldrei framan í hann. Hann tók einu sinni af sér grímuna, svo vitað sé, þegar hann var að daðra við afgreiðslukonu á gistiheimilinu. Þær myndir af honum hafa verið í dreifingu. Rannsakendur telja sig einnig hafa náð fingrafari hans af kaffibolla sem hann keypti á Starbucks nærri staðnum þar sem hann skaut Thompson til bana og hafa lífsýni sem talin eru vera úr manninum verið send til rannsóknar. Ekki liggur fyrir hvort þetta hafi hjálpað lögreglu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, var skotinn út á götu í New York í síðustu viku og myndband af árásinni, sem fangað var úr öryggismyndavél, bendir til þess að morðginn hafi beðið sérstaklega eftir Thompson. Auk þess að ekki sé búið að bera kennsl á manninn, liggur ekki heldur fyrir hvert tilefni morðsins er. Hann hafði þó skrifað á skotin sem hann notaði til morðsins. Sjá einnig: Skrifaði á skothylki sem urðu eftir Launmorðinginn flúði af vettvangi og er talinn hafa yfirgefið New York um borð í rútu. Tvær myndir af manninum til viðbótar voru birtar í gær en önnur þeirra sýnir grímuklæddan morðingjann sitja í leigubíl. Lögreglan segir hann hafa tekið leigubílinn um fimmtán mínútum eftir að hann skaut Thompson og var honum keyrt á rútumiðstöð, samkvæmt frétt New York Times. Rannsakendur telja morðingjann hafa verið í New York í tíu daga og kom hann til borgarinnar með rútu frá Atlanta í Georgíu þann 24. nóvember. Samkvæmt AP fréttaveitunni notaði hann fölsk skilríki og greiddi fyrir vörur og þjónustu með reiðufé. Ferðir hans um New York hafa verið kortlagðar með upptökum úr öryggisvélum og var hann yfirleitt með grímu fyrir andliti sínu. Hann var með tveimur öðrum í herbergi á farfuglaheimili í borginni og sáu þeir aldrei framan í hann. Hann tók einu sinni af sér grímuna, svo vitað sé, þegar hann var að daðra við afgreiðslukonu á gistiheimilinu. Þær myndir af honum hafa verið í dreifingu. Rannsakendur telja sig einnig hafa náð fingrafari hans af kaffibolla sem hann keypti á Starbucks nærri staðnum þar sem hann skaut Thompson til bana og hafa lífsýni sem talin eru vera úr manninum verið send til rannsóknar. Ekki liggur fyrir hvort þetta hafi hjálpað lögreglu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Tengdar fréttir Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07 Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Launmorðið á forstjóra stærsta sjúkratryggingafélagi Bandaríkjanna hefur vakið alls kyns viðbrögð. Stjórmálamenn og fólk í atvinnulífinu votta fjölskyldu Brian Thompson samúð sína, á sama tíma og morðið afhjúpar reiði meðal borgaranna gagnvart kerfinu, sem hefur kraumað undir niðri um langt skeið. 7. desember 2024 15:07
Talin hafa yfirgefið borgina um borð í rútu Maður sem er grunaður um að hafa skotið forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana á götum New York á miðvikudaginn er nú talinn hafa yfirgefið borgina um borð í rútu á leið til Atlanta-borgar. 6. desember 2024 23:00