Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2024 23:11 Þóra mælir með því að fólk tileinki sér hæglæti í lífinu. Þóra Jónsdóttir formaður Hæglætishreyfingarinnar segir hæglæti hafa breytt lífi sínu. Hún lifir nú skuldlausu lífi ásamt eiginmanni sínum úti í sveit og segir alla hafa val um það hvernig þeir takast á við lífið. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Þóra Hæglætishreyfinguna vera félagsskap fólks sem hafi tileinkað sér það að hægja aðeins á lífinu. Þetta sé fólk sem langi til að lifa á meðvitaðan hátt, velja hvernig það ver tíma sínum, hvernig það skapar samskipti sín, hvernig það annast sig sjálft og fólkið sitt. Snýst allt um val „Það getur allskonar komið upp og við förum öll í gegnum allskonar reynslu í lífinu en hvernig þú tæklar það, hvernig þú andar inn í mallann eða ekki ræður úrslitum um það hvernig þú kemst í gegnum það. Við höfum mjög mikið val og miklu meira val heldur en við höldum í upphafi.“ Þóra segir einstaklinga vera forritaða til að hegða sér á ákveðinn hátt. Fólk sé samt fyrst og fremst áhrifavaldar yfir eigin lífi og hafi alltaf val um hvaða afstöðu það taki til lífsins. Þannig sé hægt að horfa öðruvísi á hlutina heldur en að vera alltaf í viðbragðsstöðu, það sé hægt ða skipuleggja sig og draga úr spennu. Sjálf segist hún hafa breytt gríðarlega mörgum hlutum í sínu eigin lífi. „Ég hef í gegnum mitt líf svona smám saman farið dýpra og dýpra inn í þessa hugmyndafræði. Fyrir sjö árum síðan þá ákváðum við maðurinn minn að flytja úr borginni í sveitina. Það er þáttur í þessari meðvituðu ákvörðun um að lifa hægara lífi, þannig við búum aðeins utan við höfuðborgarsvæðið.“ Hún segir þau hafa fest kaup á frístundarhúsi. Þau hafi losað sig við allan þann pakka sem hafi fylgt fyrra húsnæði í borginni. „Við vorum eins og öll í að skulda rosa mikið og við losuðum okkur við það. Nú erum við allt að því skuldlaus og lifum tiltölulega þægilegu lífi að því leyti að við erum hætt að gera áætlanir um hvernig við eigum að greiða niður heldur hvenær verðum við komin með nóg til að kaupa. Fattiði. Þetta er grundvallarbreyting í mínu lífi, algjör grundvallarbreyting.“ Talar öðruvísi við manninn sinn Sjálf segist Þóra í Bítinu vera stjórnunarfíkill í bata. Annað fólk hafi ekki lengur áhrif á hana með sinni hegðun auk þess sem Þóra segist með þessu læra hvernig hennar hegðun hafi áhrif á aðra. „Ef ég er að reyna sífellt að hafa áhrif á annað fólk þá er ég alltaf að valda öðru fólki streitu. Með því að tileinka mér það að sjá að ég ætla ekki að láta annað fólk snúa mér á hvolf þá þarf ég líka að bera ábyrgð á því að vera ekki að snúa öðru fólki á hvolf.“ Hún segir þetta hafa skapað vellíðan í hennar nánasta umhverfi. Þóra nefnir sem dæmi að hún og eiginmaður hennar hafi tekið ákvörðun um að breyta sínum samskiptum. Það sé hægara gert en sagt að láta annað fólk ekki hafa áhrif á hana en það komi með æfingu. „Við maðurinn minn ákváðum það fyrir nokkrum árum síðan að hætta að breyta hvort öðru. Það er bara ákvörðun. Nú elskum við allt í fari hvors annars, auðvitað ég segi það ekki við eigum alveg misjafna daga en þetta er ákvörðun. Og allt í sambandi við það hvernig þú lætur annað fólk hafa áhrif á þig er fyrst þitt. Fyrst og fremst.“ Á laugardaginn næsta stendur Hæglætishreyfingin fyrir viðburði þar sem höfundur bókarinnar Lifum lífinu hægar, Carl Honoré, heldur fyrirlestur um ávinning hæglætis. Skráning fer fram á www.haeglaeti.is. Bítið Ástin og lífið Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Þóra Hæglætishreyfinguna vera félagsskap fólks sem hafi tileinkað sér það að hægja aðeins á lífinu. Þetta sé fólk sem langi til að lifa á meðvitaðan hátt, velja hvernig það ver tíma sínum, hvernig það skapar samskipti sín, hvernig það annast sig sjálft og fólkið sitt. Snýst allt um val „Það getur allskonar komið upp og við förum öll í gegnum allskonar reynslu í lífinu en hvernig þú tæklar það, hvernig þú andar inn í mallann eða ekki ræður úrslitum um það hvernig þú kemst í gegnum það. Við höfum mjög mikið val og miklu meira val heldur en við höldum í upphafi.“ Þóra segir einstaklinga vera forritaða til að hegða sér á ákveðinn hátt. Fólk sé samt fyrst og fremst áhrifavaldar yfir eigin lífi og hafi alltaf val um hvaða afstöðu það taki til lífsins. Þannig sé hægt að horfa öðruvísi á hlutina heldur en að vera alltaf í viðbragðsstöðu, það sé hægt ða skipuleggja sig og draga úr spennu. Sjálf segist hún hafa breytt gríðarlega mörgum hlutum í sínu eigin lífi. „Ég hef í gegnum mitt líf svona smám saman farið dýpra og dýpra inn í þessa hugmyndafræði. Fyrir sjö árum síðan þá ákváðum við maðurinn minn að flytja úr borginni í sveitina. Það er þáttur í þessari meðvituðu ákvörðun um að lifa hægara lífi, þannig við búum aðeins utan við höfuðborgarsvæðið.“ Hún segir þau hafa fest kaup á frístundarhúsi. Þau hafi losað sig við allan þann pakka sem hafi fylgt fyrra húsnæði í borginni. „Við vorum eins og öll í að skulda rosa mikið og við losuðum okkur við það. Nú erum við allt að því skuldlaus og lifum tiltölulega þægilegu lífi að því leyti að við erum hætt að gera áætlanir um hvernig við eigum að greiða niður heldur hvenær verðum við komin með nóg til að kaupa. Fattiði. Þetta er grundvallarbreyting í mínu lífi, algjör grundvallarbreyting.“ Talar öðruvísi við manninn sinn Sjálf segist Þóra í Bítinu vera stjórnunarfíkill í bata. Annað fólk hafi ekki lengur áhrif á hana með sinni hegðun auk þess sem Þóra segist með þessu læra hvernig hennar hegðun hafi áhrif á aðra. „Ef ég er að reyna sífellt að hafa áhrif á annað fólk þá er ég alltaf að valda öðru fólki streitu. Með því að tileinka mér það að sjá að ég ætla ekki að láta annað fólk snúa mér á hvolf þá þarf ég líka að bera ábyrgð á því að vera ekki að snúa öðru fólki á hvolf.“ Hún segir þetta hafa skapað vellíðan í hennar nánasta umhverfi. Þóra nefnir sem dæmi að hún og eiginmaður hennar hafi tekið ákvörðun um að breyta sínum samskiptum. Það sé hægara gert en sagt að láta annað fólk ekki hafa áhrif á hana en það komi með æfingu. „Við maðurinn minn ákváðum það fyrir nokkrum árum síðan að hætta að breyta hvort öðru. Það er bara ákvörðun. Nú elskum við allt í fari hvors annars, auðvitað ég segi það ekki við eigum alveg misjafna daga en þetta er ákvörðun. Og allt í sambandi við það hvernig þú lætur annað fólk hafa áhrif á þig er fyrst þitt. Fyrst og fremst.“ Á laugardaginn næsta stendur Hæglætishreyfingin fyrir viðburði þar sem höfundur bókarinnar Lifum lífinu hægar, Carl Honoré, heldur fyrirlestur um ávinning hæglætis. Skráning fer fram á www.haeglaeti.is.
Bítið Ástin og lífið Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Sjá meira