Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. desember 2024 21:20 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að Assad hafi hrökklast frá völdum. EPA/RON SACHS Bandaríkjaher gerði meira en 75 loftárásir á skotmörk Íslamska ríkisins í Sýrlandi í dag. Markmið árásanna hafi verið að þurrka út herbúðir ISIS í miðhluta Sýrlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu en þar kemur fram að almennir borgarar hafi ekki fallið í árásunum. 𝐔.𝐒. 𝐂𝐞𝐧𝐭𝐫𝐚𝐥 𝐂𝐨𝐦𝐦𝐚𝐧𝐝 𝐂𝐨𝐧𝐝𝐮𝐜𝐭𝐬 𝐃𝐨𝐳𝐞𝐧𝐬 𝐨𝐟 𝐀𝐢𝐫𝐬𝐭𝐫𝐢𝐤𝐞𝐬 𝐭𝐨 𝐄𝐥𝐢𝐦𝐢𝐧𝐚𝐭𝐞 𝐈𝐒𝐈𝐒 𝐂𝐚𝐦𝐩𝐬 𝐢𝐧 𝐂𝐞𝐧𝐭𝐫𝐚𝐥 𝐒𝐲𝐫𝐢𝐚U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted dozens of precision airstrikes targeting known ISIS camps and… pic.twitter.com/E7CUPuPehf— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 8, 2024 Eins og greint hefur verið frá steyptu uppreisnarmenn í Sýrlandi Assad-stjórninni af stóli í morgun. Sýrlendingar víða um heim hafa fagnað falli stjórnarinnar en Assad Sýrlandsforseti hefur hlotið hæli í Rússlandi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í ávarpi sínu fyrr í kvöld að Bashar al-Assad, fyrrverandi forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, ætti að sæta ábyrgð eftir ár sín í valdastól í ríkinu. Fréttastofa BBC greinir frá. Biden varaði Íslamska ríkið við því að reyna grípa völd í landinu nú þegar að mikið umrót væri í pólitísku landslagi í Sýrlandi. Íslamska ríkið ætti ekki að misnota aðstæður og nýta valdalegt tómarúm til að byggja sig upp að nýju. Biden fangaði því að Assad væri ekki lengur við völd í Sýrlandi og sagði sýrlensku þjóðina hafa einstakt tækifæri til að mynda betri framtíð fyrir ríkið. Bandaríkjastjórn ætli að funda með uppreisnarmönnum um næstu skref. Sameinuðu þjóðirnar muni koma að því. Bandaríkin Sýrland Hernaður Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá yfirstjórn Bandaríska hersins á svæðinu en þar kemur fram að almennir borgarar hafi ekki fallið í árásunum. 𝐔.𝐒. 𝐂𝐞𝐧𝐭𝐫𝐚𝐥 𝐂𝐨𝐦𝐦𝐚𝐧𝐝 𝐂𝐨𝐧𝐝𝐮𝐜𝐭𝐬 𝐃𝐨𝐳𝐞𝐧𝐬 𝐨𝐟 𝐀𝐢𝐫𝐬𝐭𝐫𝐢𝐤𝐞𝐬 𝐭𝐨 𝐄𝐥𝐢𝐦𝐢𝐧𝐚𝐭𝐞 𝐈𝐒𝐈𝐒 𝐂𝐚𝐦𝐩𝐬 𝐢𝐧 𝐂𝐞𝐧𝐭𝐫𝐚𝐥 𝐒𝐲𝐫𝐢𝐚U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted dozens of precision airstrikes targeting known ISIS camps and… pic.twitter.com/E7CUPuPehf— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 8, 2024 Eins og greint hefur verið frá steyptu uppreisnarmenn í Sýrlandi Assad-stjórninni af stóli í morgun. Sýrlendingar víða um heim hafa fagnað falli stjórnarinnar en Assad Sýrlandsforseti hefur hlotið hæli í Rússlandi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í ávarpi sínu fyrr í kvöld að Bashar al-Assad, fyrrverandi forseti Sýrlands sem var steypt af stóli í nótt, ætti að sæta ábyrgð eftir ár sín í valdastól í ríkinu. Fréttastofa BBC greinir frá. Biden varaði Íslamska ríkið við því að reyna grípa völd í landinu nú þegar að mikið umrót væri í pólitísku landslagi í Sýrlandi. Íslamska ríkið ætti ekki að misnota aðstæður og nýta valdalegt tómarúm til að byggja sig upp að nýju. Biden fangaði því að Assad væri ekki lengur við völd í Sýrlandi og sagði sýrlensku þjóðina hafa einstakt tækifæri til að mynda betri framtíð fyrir ríkið. Bandaríkjastjórn ætli að funda með uppreisnarmönnum um næstu skref. Sameinuðu þjóðirnar muni koma að því.
Bandaríkin Sýrland Hernaður Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fleiri fréttir Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Sjá meira