Enski boltinn

Liverpool búið að bjóða Salah nýjan samning

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Það er nú undir Mohamed Salah komið að samþykkja samninginn sem félagið hefur boðið honum, eða gera gagntilboð. 
Það er nú undir Mohamed Salah komið að samþykkja samninginn sem félagið hefur boðið honum, eða gera gagntilboð.  Visionhaus/Getty Images

Liverpool hefur boðið Mohamed Salah að framlengja samning sinn við félagið. Núgildandi samningur hans rennur út eftir tímabilið.

David Ornstein hjá The Athletic greinir frá. Ekki kemur fram hverjir skilmálar samningsins eru, hvað varðar tímalengd og peningaupphæðir. Samkomulag er heldur ekki enn í höfn milli leikmannsins og félagsins, en formlegar viðræður hafnar.

Greint var frá því fyrr í vikunni að fyrirliðunum tveimur Virgil Van Dijk og Trent Alexander-Arnold hefðu einnig fengið boð um framlengingu. Hvorugur þeirra hefur enn skrifað undir.

Salah veitti viðtal eftir sigur Liverpool gegn Southampton í síðasta mánuði og greindi frá því að félagið hafði þá ekki boðið honum samning, sem hann væri svekktur með.

Salah hefur verið algjör lykilmaður hjá Liverpool undanfarin ár og sett ófá mörkin fyrir félagið. Á þessu tímabili hefur hann verið mikilvægasti sóknarmaður liðsins, skorað 15 mörk og gefið 12 stoðsendingar í öllum keppnum.

Mikilvægt er fyrir Liverpool að reyna að ganga frá samningum fyrir 1. janúar, en þá mega leikmennirnir fara að ræða við önnur félög og jafnvel skrifa undir samkomulag um félagaskipti eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×