Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. desember 2024 14:06 Jón Bjarnason, organisti í Skálholti, sem vonast til að söfnunin gangi vel þannig að það verði hægt að taka söfnunarflygilinn í notkun á Sumartónleikunum í Skálholti næsta sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Söfnun er nú hafin á flygli í Skálholtsdómkirkju en þar hefur aldrei verið til píanó, eingöngu orgeli, sem þykir mjög sérstakt í einu flottasta tónlistarhúsi landsins. Nýr flygill kostar um 20 milljónir króna. Skálholtsdómkirkja er mjög vinsæll tónlistarstaður enda haldnir fjölmargir tónleikar þar á hverju ári og ekki síst núna í jólamánuðinum þar sem fjölbreytt jólatónlist er í boði. Gott orgel er í kirkjunni en þar hefur aldrei verið píanó og því er hafin söfnun fyrir flygli í kirkjuna, Steinway flygil, sem kostar um 20 milljónir króna. Nú þegar hafa safnast um 6 milljónir. Jón Bjarnason er organisti í Skálholtskirkju en hann fer fyrir heilmiklum jólatónleikum í kirkjunni miðvikudagskvöldið 11. desember þar sem allir ágóði kvöldsins rennur í flygilsjóðinn. „Þetta verða alveg glæsilegir kórtónleikar þar sem við verðum með Vörðukórinn, Skálholtskórinn að sjálfsögðu, heimakórinn, Hruna- og hrepphólakórana og Stóra Núps og Ólafsvallakórinn. Þeir koma allir saman og syngja vegna þess að allir þessir vilja fá flygil í kirkjuna,” segir Jón. Aldrei hefur verið til píanó í Skálholtsdómkirkju en nú á að bæta úr því með að kaupa flygil í kirkjuna, sem mun kosta um 20 milljónir króna. Sérstök söfnun er í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón segir að vegna fjölbreytts tónleikahalds í Skálholtskirkju sé nauðsynlegt að fá flygil í kirkjuna, orgelið dugi ekki eitt og sér þó að það sé mjög gott. „Núna er bara svo mikið um tónleika hérna að það verður að fá meiri fjölbreytni þó að orgelið sé vissulega aðalhljóðfærið, þá er flygil nauðsynlegur þegar menn eru að flytja svona tónlist og svo eru líkar margir sálmar farnir að kalla á flygil,” segir Jón. En ef allt gengur upp, hvenær sérðu fyrir þér að þetta gæti orðið að veruleika að nýi flygilinn kæmi ef það safnast peningar? „Draumurinn er að þetta yrði að veruleika á næsta ári, sem er stórafmælisár Sumartónleikanna í Skálholti,” segir Jón organisti um leið og hann hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169. Heimasíða Skálholts Styrktartónleikar vegna flygilsins verða haldnir í Skálholti miðvikudagskvöldið 11. desember klukkan 20:00. Um jólatónleika er að ræða þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Skálholtsdómkirkja er mjög vinsæll tónlistarstaður enda haldnir fjölmargir tónleikar þar á hverju ári og ekki síst núna í jólamánuðinum þar sem fjölbreytt jólatónlist er í boði. Gott orgel er í kirkjunni en þar hefur aldrei verið píanó og því er hafin söfnun fyrir flygli í kirkjuna, Steinway flygil, sem kostar um 20 milljónir króna. Nú þegar hafa safnast um 6 milljónir. Jón Bjarnason er organisti í Skálholtskirkju en hann fer fyrir heilmiklum jólatónleikum í kirkjunni miðvikudagskvöldið 11. desember þar sem allir ágóði kvöldsins rennur í flygilsjóðinn. „Þetta verða alveg glæsilegir kórtónleikar þar sem við verðum með Vörðukórinn, Skálholtskórinn að sjálfsögðu, heimakórinn, Hruna- og hrepphólakórana og Stóra Núps og Ólafsvallakórinn. Þeir koma allir saman og syngja vegna þess að allir þessir vilja fá flygil í kirkjuna,” segir Jón. Aldrei hefur verið til píanó í Skálholtsdómkirkju en nú á að bæta úr því með að kaupa flygil í kirkjuna, sem mun kosta um 20 milljónir króna. Sérstök söfnun er í gangi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón segir að vegna fjölbreytts tónleikahalds í Skálholtskirkju sé nauðsynlegt að fá flygil í kirkjuna, orgelið dugi ekki eitt og sér þó að það sé mjög gott. „Núna er bara svo mikið um tónleika hérna að það verður að fá meiri fjölbreytni þó að orgelið sé vissulega aðalhljóðfærið, þá er flygil nauðsynlegur þegar menn eru að flytja svona tónlist og svo eru líkar margir sálmar farnir að kalla á flygil,” segir Jón. En ef allt gengur upp, hvenær sérðu fyrir þér að þetta gæti orðið að veruleika að nýi flygilinn kæmi ef það safnast peningar? „Draumurinn er að þetta yrði að veruleika á næsta ári, sem er stórafmælisár Sumartónleikanna í Skálholti,” segir Jón organisti um leið og hann hvetur fólk til að leggja söfnuninni lið. Hægt er að leggja verkefninu lið með því að gefa í flygilsjóð kirkjunnar; 0133-15-001647 á kennitölu 610172-0169. Heimasíða Skálholts Styrktartónleikar vegna flygilsins verða haldnir í Skálholti miðvikudagskvöldið 11. desember klukkan 20:00. Um jólatónleika er að ræða þar sem fjórir kórar úr uppsveitum Árnessýslu sameina krafta sína.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira