Ganapamo er landsliðsmaður Mið-Afríkulýðveldisins en foreldrar hans eru þaðan. Hann er fæddur í Frakklandi og er með franskt vegabréf.
Síðast lék Ganapamo með Bangui Sporting Club í Mið-Afríkulýðveldinu. Hann hefur einnig leikið í Þýskalandi, Frakklandi, Suður-Afríku og Kanada. Þá lék hann með New Orleans háskólanum í Bandaríkjunum.
Njarðvíkingar hafa komið mörgum á óvart með frammistöðu sinni á tímabilinu en þeir sitja í 3. sæti Bónus deildarinnar.
Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Selfossi í sextán liða úrslitum VÍS-bikarsins á sunnudaginn.