Námslán og ný ríkisstjórn Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 6. desember 2024 11:33 Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? Ný ríkisstjórn endurskoði kerfið með BHM og LÍS BHM og LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta, hafa undanfarið bent stjórnvöldum á ýmsa alvarlega ágalla á námslánakerfinu, eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna var lagður niður og ný lög um Menntasjóð námsmanna voru sett. Alvarlegustu gallarnir varða mun hærri vaxtabyrði en í gamla kerfinu og önnur óaðgengileg lánaskilyrði. Afleiðingarnar hafa þegar komið í ljós; mun færri stúdentar nýta sér námslánakerfið eftir breytinguna og íslenskir námsmenn halda áfram að setja heimsmet í atvinnuþátttöku. Niðurfellingin á hluta höfuðstóls lána, sem átti að vega á móti hærri vöxtum í nýju kerfi, hefur ekki hraðað námsframvindu eins og til stóð. Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að ljúka endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. BHM og LÍS þurfa að vera virkir þátttakendur í þeirri vinnu. Ein mánaðarlaun í afborganir og sum greiða til dauðadags Háskólamenntað fólk á vinnumarkaði, sem tók sín námslán í gamla kerfinu, er langþreytt á skeytingarleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslubyrði námslána. Algengt er að árlega greiði lántaki sem nemur einum mánaðarlaunum í afborganir og vexti. Dæmi eru um enn hærra greiðsluhlutfall lána af árslaunum og þá sérstaklega hjá langskólagengnum í heilbrigðiskerfi og háskólum. Mörg greiða af námslánum langt fram á eftirlaunaaldur og allt til dauðadags. Orsök þessarar þungu greiðslubyrði er ekki hvað síst sú að námslán frá LÍN fengu ekki þá „leiðréttingu“ sem önnur verðtryggð lán fengu í kjölfar bankahrunsins 2007.Í aðdraganda kjaraviðræðna sl. vor viðurkenndu stjórnvöld mikilvægi þess að takast á við að leiðrétta þessa þungu greiðslubyrði og undirrituðu yfirlýsingu um að stofna starfshóp með BHM. Honum er ætlað að finna lausn á því ójafnræði sem ríkir í kerfinu. Enn hefur þessum starfshópi ekki verið komið á, þrátt fyrir þrýsting frá BHM. Nú er að efna loforðin Í samtölum BHM við frambjóðendur til Alþingis var spurt um sýn flokkanna varðandi vanda námslánakerfisins, um seinaganginn við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna og hvernig flokkarnir hyggðust koma til móts við kröfur um léttari greiðslubyrði. Það er gagnlegt að skoða svör þeirra þriggja flokka sem nú ræða möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Inntak þeirra er eftirfarandi: Flokkur fólksins telur að vextir námslána þurfi að lækka og styður endurskoðun greiðslufyrirkomulags LÍN-lánanna, auk þess sem flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Samfylkingin telur háa breytilega vexti og þunga greiðslubyrði námslána vera ágalla á kerfinu og viðurkennir að endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna sé íþyngjandi. Þá vill flokkurinn að námslánakerfið gegni félagslegu framfærsluhlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Viðreisn vill efla styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Flokkurinn vill draga úr vægi lána og auka hlut styrkja, ásamt því að endurskoða grunnframfæslu námsmanna og greiðslukjör lánanna, með áherslu á jöfn tækifæri til háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Það er ánægjulegt að sjá þennan einhug hjá flokkunum um mikilvægi þess að breyta þurfi núverandi námslánakerfi. Og þó svörin varðandi ósanngjarna endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna séu ekki jafn afdráttarlaus, sýndu frambjóðendurnir sem mættu til samtalsins skilning á mikilvægi þess að þau mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Skýr skilaboð til stjórnvalda Grunnstoðir velferðarsamfélaga byggja á menntun, háskólamenntun og iðn- og tæknimenntun. Það er verkefni stjórnvalda að tryggja gæði menntunar og jafnt aðgengi óháð efnahag. BHM treystir því að fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja við stjórnarmyndunarborðið standi við gefin fyrirheit, og takist ætlunarverk þeirra, að mynda ríkisstjórn, þá verði í stjórnarsáttmála kveðið skýrt á um breytingar á núverandi námslánakerfi, greiðslubyrði verði sanngjarnari, horft verði til blöndu af vaxtaniðurgreiðslu og styrkjafyrirkomulags og að ungu fólki verði sannarlega tryggt jafnt aðgengi að æðri menntun óháð efnahag. Höfundur er formaður BHM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Námslán Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna Alþingiskosninga sendi BHM fjórar spurningar til stjórnmálaflokka um málefni námslánakerfisins. Svör bárust frá átta flokkum, meðal þeirra voru þeir þrír flokkar sem hyggjast nú láta reyna á myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú er spurningin; mun ný ríkisstjórn taka á vanda námslánakerfisins? Ný ríkisstjórn endurskoði kerfið með BHM og LÍS BHM og LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta, hafa undanfarið bent stjórnvöldum á ýmsa alvarlega ágalla á námslánakerfinu, eftir að Lánasjóður íslenskra námsmanna var lagður niður og ný lög um Menntasjóð námsmanna voru sett. Alvarlegustu gallarnir varða mun hærri vaxtabyrði en í gamla kerfinu og önnur óaðgengileg lánaskilyrði. Afleiðingarnar hafa þegar komið í ljós; mun færri stúdentar nýta sér námslánakerfið eftir breytinguna og íslenskir námsmenn halda áfram að setja heimsmet í atvinnuþátttöku. Niðurfellingin á hluta höfuðstóls lána, sem átti að vega á móti hærri vöxtum í nýju kerfi, hefur ekki hraðað námsframvindu eins og til stóð. Eitt af þeim mikilvægu verkefnum sem bíður nýrrar ríkisstjórnar er að ljúka endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna. BHM og LÍS þurfa að vera virkir þátttakendur í þeirri vinnu. Ein mánaðarlaun í afborganir og sum greiða til dauðadags Háskólamenntað fólk á vinnumarkaði, sem tók sín námslán í gamla kerfinu, er langþreytt á skeytingarleysi stjórnvalda hvað varðar greiðslubyrði námslána. Algengt er að árlega greiði lántaki sem nemur einum mánaðarlaunum í afborganir og vexti. Dæmi eru um enn hærra greiðsluhlutfall lána af árslaunum og þá sérstaklega hjá langskólagengnum í heilbrigðiskerfi og háskólum. Mörg greiða af námslánum langt fram á eftirlaunaaldur og allt til dauðadags. Orsök þessarar þungu greiðslubyrði er ekki hvað síst sú að námslán frá LÍN fengu ekki þá „leiðréttingu“ sem önnur verðtryggð lán fengu í kjölfar bankahrunsins 2007.Í aðdraganda kjaraviðræðna sl. vor viðurkenndu stjórnvöld mikilvægi þess að takast á við að leiðrétta þessa þungu greiðslubyrði og undirrituðu yfirlýsingu um að stofna starfshóp með BHM. Honum er ætlað að finna lausn á því ójafnræði sem ríkir í kerfinu. Enn hefur þessum starfshópi ekki verið komið á, þrátt fyrir þrýsting frá BHM. Nú er að efna loforðin Í samtölum BHM við frambjóðendur til Alþingis var spurt um sýn flokkanna varðandi vanda námslánakerfisins, um seinaganginn við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna og hvernig flokkarnir hyggðust koma til móts við kröfur um léttari greiðslubyrði. Það er gagnlegt að skoða svör þeirra þriggja flokka sem nú ræða möguleikann á myndun nýrrar ríkisstjórnar, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Inntak þeirra er eftirfarandi: Flokkur fólksins telur að vextir námslána þurfi að lækka og styður endurskoðun greiðslufyrirkomulags LÍN-lánanna, auk þess sem flokkurinn vill afnema verðtryggingu námslána. Samfylkingin telur háa breytilega vexti og þunga greiðslubyrði námslána vera ágalla á kerfinu og viðurkennir að endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna sé íþyngjandi. Þá vill flokkurinn að námslánakerfið gegni félagslegu framfærsluhlutverki sínu með fullnægjandi hætti. Viðreisn vill efla styrkja- og lágvaxtalánakerfi námslána. Flokkurinn vill draga úr vægi lána og auka hlut styrkja, ásamt því að endurskoða grunnframfæslu námsmanna og greiðslukjör lánanna, með áherslu á jöfn tækifæri til háskólanáms, óháð efnahag og búsetu. Það er ánægjulegt að sjá þennan einhug hjá flokkunum um mikilvægi þess að breyta þurfi núverandi námslánakerfi. Og þó svörin varðandi ósanngjarna endurgreiðslubyrði LÍN-lánanna séu ekki jafn afdráttarlaus, sýndu frambjóðendurnir sem mættu til samtalsins skilning á mikilvægi þess að þau mál þyrfti að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Skýr skilaboð til stjórnvalda Grunnstoðir velferðarsamfélaga byggja á menntun, háskólamenntun og iðn- og tæknimenntun. Það er verkefni stjórnvalda að tryggja gæði menntunar og jafnt aðgengi óháð efnahag. BHM treystir því að fulltrúar þeirra þriggja flokka sem nú sitja við stjórnarmyndunarborðið standi við gefin fyrirheit, og takist ætlunarverk þeirra, að mynda ríkisstjórn, þá verði í stjórnarsáttmála kveðið skýrt á um breytingar á núverandi námslánakerfi, greiðslubyrði verði sanngjarnari, horft verði til blöndu af vaxtaniðurgreiðslu og styrkjafyrirkomulags og að ungu fólki verði sannarlega tryggt jafnt aðgengi að æðri menntun óháð efnahag. Höfundur er formaður BHM
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun