ADHD og jólin: Að finna jafnvægi á milli gleði og áskorana Steindór Þórarinsson skrifar 5. desember 2024 20:31 Þegar hátíðarnar nálgast finna margir með ADHD fyrir aukinni áskorun í að halda jafnvægi milli gleði, skipulags og lífsstíls. Hátíðin getur orðið óviðráðanleg; við höfum öll séð það gerast, en það er samt hægt að búa til yndislegar stundir án þess að láta ADHD yfirtaka upplifunina. Hér deili ég nokkrum hugleiðingum um hvernig bæði þeir sem lifa með ADHD og aðstandendur þeirra geta notið jólanna á meðvitaðri og skemmtilegri hátt. ADHD og jólin – hvað er það sem skapar streituna? Einstaklingar með ADHD glíma oft við einkenni eins og skort á athygli, skipulagsleysi, og hvatvísi. Öll þessi atriði verða sérstaklega áberandi á stressandi tímabilum eins og um jólin. Að halda utan um gjafakaup, jólaboð, og það að vilja skapa fullkomna upplifun getur orðið ótrúlega þrúgandi. Skynörvun er einnig mjög sterk um jólin; skær ljós, hátt hljóðstig og margir hittingar geta verið yfirþyrmandi fyrir okkur sem eigum erfitt með að halda einbeitingu. Jólin eru ekki keppni í fullkomnun Það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni er að jólin eru ekki keppni í fullkomnun. Þau eru tækifæri til að búa til fallegar minningar. Við þurfum ekki að mæta öllu og vera allt fyrir alla. Að setja sér einföld markmið, eins og að velja nokkra mikilvæga hittinga og njóta þeirra í stað þess að þreyta sig á að mæta í allt, getur skapað mun betri upplifun. Hugsaðu um hvað skiptir þig mestu máli – hvort sem það er að eyða tíma með fjölskyldu, fara í einn vel valinn hitting, eða einfaldlega hvíla þig. Aðstandendur – Hvernig getið þið stutt ástvini með ADHD? Fyrir aðstandendur er mikilvægt að sýna samkennd og vera til staðar. Að búa til stuðningsnet þar sem ekki er þrýstingur á „að vera fullkomin“ er gjöf sem hefur langvarandi áhrif. Það getur hjálpað að spyrja hagnýtra spurninga eins og: „Hvernig get ég aðstoðað við að létta undir?“ eða „Er eitthvað sem við getum skipulagt saman til að gera jólaundirbúninginn skemmtilegri og minna stressandi?“ Fyrirgefið sjálfum ykkur og gleymið ekki hvíldinni Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að gera ekki allt sem maður ætlar sér. Jólin eru fallegur tími en þau eru líka tímafrekar og þrúgandi. Að leyfa sér að hvíla sig á þessum tíma, að minnast á þörf fyrir hlé og að þekkja sín mörk eru mikilvægar aðferðir til að forðast kulnun. Hagnýt ráð til að nýta yfir jólin Skipulag er lykilatriði: Að setja upp dagatal með hittingum og gjafalista, forgangsraða og gera ekki of mikið. Byðja um hjálp: Að fá fjölskyldu og vini með í jólaundirbúninginn getur dregið úr álagi. Sveigjanleiki og sjálfsvitund: Að læra þekkja sín eigin mörk og hæfileikann til að breyta áætlunum ef streita fer yfir mörkin. Gefðu sjálfum þér góðvild: Fyrirgefið sjálfum ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis – þetta er ekki keppni. Jól fyrir alla Jólin eiga að vera tími gleði og friðar. Fyrir þá sem lifa með ADHD og fyrir þá sem elska þá er mikilvægt að muna að fullkomnun er aldrei markmiðið. Það sem skiptir máli er að taka eftir grænu flöggunum í lífinu og búa til minningar sem styrkja okkur. Með þessu vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þessar pælingar hjálpi einhverjum að sigla betur í gegnum hátíðirnar.Höfundur er ICE viðurkenndur markþjálfi, rithöfundur og markaðsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Jól Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar hátíðarnar nálgast finna margir með ADHD fyrir aukinni áskorun í að halda jafnvægi milli gleði, skipulags og lífsstíls. Hátíðin getur orðið óviðráðanleg; við höfum öll séð það gerast, en það er samt hægt að búa til yndislegar stundir án þess að láta ADHD yfirtaka upplifunina. Hér deili ég nokkrum hugleiðingum um hvernig bæði þeir sem lifa með ADHD og aðstandendur þeirra geta notið jólanna á meðvitaðri og skemmtilegri hátt. ADHD og jólin – hvað er það sem skapar streituna? Einstaklingar með ADHD glíma oft við einkenni eins og skort á athygli, skipulagsleysi, og hvatvísi. Öll þessi atriði verða sérstaklega áberandi á stressandi tímabilum eins og um jólin. Að halda utan um gjafakaup, jólaboð, og það að vilja skapa fullkomna upplifun getur orðið ótrúlega þrúgandi. Skynörvun er einnig mjög sterk um jólin; skær ljós, hátt hljóðstig og margir hittingar geta verið yfirþyrmandi fyrir okkur sem eigum erfitt með að halda einbeitingu. Jólin eru ekki keppni í fullkomnun Það mikilvægasta sem ég hef lært á leið minni er að jólin eru ekki keppni í fullkomnun. Þau eru tækifæri til að búa til fallegar minningar. Við þurfum ekki að mæta öllu og vera allt fyrir alla. Að setja sér einföld markmið, eins og að velja nokkra mikilvæga hittinga og njóta þeirra í stað þess að þreyta sig á að mæta í allt, getur skapað mun betri upplifun. Hugsaðu um hvað skiptir þig mestu máli – hvort sem það er að eyða tíma með fjölskyldu, fara í einn vel valinn hitting, eða einfaldlega hvíla þig. Aðstandendur – Hvernig getið þið stutt ástvini með ADHD? Fyrir aðstandendur er mikilvægt að sýna samkennd og vera til staðar. Að búa til stuðningsnet þar sem ekki er þrýstingur á „að vera fullkomin“ er gjöf sem hefur langvarandi áhrif. Það getur hjálpað að spyrja hagnýtra spurninga eins og: „Hvernig get ég aðstoðað við að létta undir?“ eða „Er eitthvað sem við getum skipulagt saman til að gera jólaundirbúninginn skemmtilegri og minna stressandi?“ Fyrirgefið sjálfum ykkur og gleymið ekki hvíldinni Ég vil einnig leggja áherslu á mikilvægi þess að fyrirgefa sjálfum sér fyrir að gera ekki allt sem maður ætlar sér. Jólin eru fallegur tími en þau eru líka tímafrekar og þrúgandi. Að leyfa sér að hvíla sig á þessum tíma, að minnast á þörf fyrir hlé og að þekkja sín mörk eru mikilvægar aðferðir til að forðast kulnun. Hagnýt ráð til að nýta yfir jólin Skipulag er lykilatriði: Að setja upp dagatal með hittingum og gjafalista, forgangsraða og gera ekki of mikið. Byðja um hjálp: Að fá fjölskyldu og vini með í jólaundirbúninginn getur dregið úr álagi. Sveigjanleiki og sjálfsvitund: Að læra þekkja sín eigin mörk og hæfileikann til að breyta áætlunum ef streita fer yfir mörkin. Gefðu sjálfum þér góðvild: Fyrirgefið sjálfum ykkur ef eitthvað fer úrskeiðis – þetta er ekki keppni. Jól fyrir alla Jólin eiga að vera tími gleði og friðar. Fyrir þá sem lifa með ADHD og fyrir þá sem elska þá er mikilvægt að muna að fullkomnun er aldrei markmiðið. Það sem skiptir máli er að taka eftir grænu flöggunum í lífinu og búa til minningar sem styrkja okkur. Með þessu vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þessar pælingar hjálpi einhverjum að sigla betur í gegnum hátíðirnar.Höfundur er ICE viðurkenndur markþjálfi, rithöfundur og markaðsráðgjafi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun