Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 09:02 Pavel Ermolinskij fagnar því að ÍR-ingar séu komnir inn í deildina af krafti eftir erfiða byrjun. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij er kominn aftur á stjá eftir landsleikjahlé en hann ætlar áfram að taka einn leik fyrir í hverri umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í vetur. Nú er komið að leik í KR og ÍR í níundu umferð Bónus deildarinnar en ÍR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir eftir erfiða byrjun. Þeir Pavel og Helgi Már Magnússon hituðu upp fyrir Reykjavíkurslaginn. Pavel mun svo lýsa leiknum ásamt Helga á Bónus deildar rásinni í kvöld. „Við erum komnir til baka eftir landsleikjahlé. Við erum komnir aftur,“ sagði Pavel. „Ég vil að áhorfendur taki eftir því hvað þú ert rámur eftir að þú þurftir að taka síðasta Gaz-leik einn. Hvað þetta eru mikil átök fyrir raddböndin,“ sagði Helgi Már í léttum tón. „Ég er meiddur en ég harka í gegnum það,“ sagði Pavel. Klippa: Gaz-leikur vikunnar er leikur KR og ÍR „Rétt fyrir hlé þá tókum við leik KR og Vals og byggðum hann upp sem stóra Reykjavíkurslaginn. Baráttuna um borgina og allt þetta. ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast yfir þessu. Að það sé verið að gleyma þeim, að það sé verið að tala þá niður og að þeir séu ekki einu sinni með í jöfnunni,“ sagði Pavel. „Síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. Reyndar bara tveir leikir en fyrir þá sex tapleikir á undan því. Tveir sigurleikir í röð núna og þeir eru komnir aftur inn í jöfnuna,“ sagði Pavel. „Þú heldur að þetta sé upp á töflu einhvers staðar í klefanum,“ sagði Helgi. „Það er örugglega mynd af okkur: Þessir menn trúðu ekki á okkur,“ sagði Pavel. „Í fyllstu alvöru þá er þetta frábært fyrir okkur og frábært fyrir deildina að ÍR-ingar séu búnir að vinna. Þeir eru orðnir þátttakendur í þessari deild. Búnir að vinna Njarðvík, Val og núna eru það KR-ingar. KR-ingar eru búnir að spila þrjá leiki á heimavelli en hafa aðeins unnið einn,“ sagði Pavel. „Borce Ilievski er kominn aftur,“ sagði Pavel og Helgi tók við orðinu. „Borce er mikill stemningsmaður og ÍR-maður. Eins og þú komst réttilega inn á í Körfuboltakvöldi þá tengja ÍR-ingar einhverja jákvæðni við hann. Hann fór með þá í úrslit síðast sem ‚underdogs'. Ég held að hann sé mjög góður í að búa til þessa stemningu: Það trúir enginn á okkur en við erum miklu betri en taflan sýnir,“ sagði Helgi. Pavel og Helgi fóru nánar yfir liðin tvö sem mætast í Frostaskjólinu í kvöld en upphitunarþáttinn má sjá hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10. Bónus-deild karla KR ÍR Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Nú er komið að leik í KR og ÍR í níundu umferð Bónus deildarinnar en ÍR-ingar hafa nú unnið tvo leiki í röð og eru til alls líklegir eftir erfiða byrjun. Þeir Pavel og Helgi Már Magnússon hituðu upp fyrir Reykjavíkurslaginn. Pavel mun svo lýsa leiknum ásamt Helga á Bónus deildar rásinni í kvöld. „Við erum komnir til baka eftir landsleikjahlé. Við erum komnir aftur,“ sagði Pavel. „Ég vil að áhorfendur taki eftir því hvað þú ert rámur eftir að þú þurftir að taka síðasta Gaz-leik einn. Hvað þetta eru mikil átök fyrir raddböndin,“ sagði Helgi Már í léttum tón. „Ég er meiddur en ég harka í gegnum það,“ sagði Pavel. Klippa: Gaz-leikur vikunnar er leikur KR og ÍR „Rétt fyrir hlé þá tókum við leik KR og Vals og byggðum hann upp sem stóra Reykjavíkurslaginn. Baráttuna um borgina og allt þetta. ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast yfir þessu. Að það sé verið að gleyma þeim, að það sé verið að tala þá niður og að þeir séu ekki einu sinni með í jöfnunni,“ sagði Pavel. „Síðan þá hafa þeir ekki tapað leik. Reyndar bara tveir leikir en fyrir þá sex tapleikir á undan því. Tveir sigurleikir í röð núna og þeir eru komnir aftur inn í jöfnuna,“ sagði Pavel. „Þú heldur að þetta sé upp á töflu einhvers staðar í klefanum,“ sagði Helgi. „Það er örugglega mynd af okkur: Þessir menn trúðu ekki á okkur,“ sagði Pavel. „Í fyllstu alvöru þá er þetta frábært fyrir okkur og frábært fyrir deildina að ÍR-ingar séu búnir að vinna. Þeir eru orðnir þátttakendur í þessari deild. Búnir að vinna Njarðvík, Val og núna eru það KR-ingar. KR-ingar eru búnir að spila þrjá leiki á heimavelli en hafa aðeins unnið einn,“ sagði Pavel. „Borce Ilievski er kominn aftur,“ sagði Pavel og Helgi tók við orðinu. „Borce er mikill stemningsmaður og ÍR-maður. Eins og þú komst réttilega inn á í Körfuboltakvöldi þá tengja ÍR-ingar einhverja jákvæðni við hann. Hann fór með þá í úrslit síðast sem ‚underdogs'. Ég held að hann sé mjög góður í að búa til þessa stemningu: Það trúir enginn á okkur en við erum miklu betri en taflan sýnir,“ sagði Helgi. Pavel og Helgi fóru nánar yfir liðin tvö sem mætast í Frostaskjólinu í kvöld en upphitunarþáttinn má sjá hér fyrir ofan. Bein útsending frá GAZ-leik Pavels hefst á Stöð 2 BD klukkan 19:05 í kvöld. Hægt verður að horfa á alla leiki umferðarinnar á Sportrásum Stöðvar 2 og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport klukkan 19:10.
Bónus-deild karla KR ÍR Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira