Franska ríkisstjórnin fallin Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 20:20 Michel Barnier á þingi fyrr í kvöld. Þar ávarpaði hann þingmenn en vantrautstillaga gegn honum var samþykkt. AP/Michel Euler Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, er fallin. Vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni var samþykkt á þingi í kvöld, eins og stefnt hefur í á undanförnum dögum. Þingmenn kalla nú eftir afsögn Emmanuel Macron, forseta. Vinstri og hægri flokkar tóku höndum saman gegn Barnier eftir að hann þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. 331 þingmaður, af 574, greiddi atkvæði með tillögunni en 288 þingmenn þurfti til. Samkvæmt frétt France24 er þetta í fyrsta sinn frá 1962 sem vantrauststillaga gegn forsætisráðherra er samþykkt. Þá var Georges Pompidou forsætisráðherra og Charles de Gaulle forseti. Þó vantrauststillagan hafi verið samþykkt mun Barnier sitja áfram í embætti þar til Emmanuel Macron, forseti, finnur annan mann í embættið. Macron hefur heitið því að finna nýjan forsætisráðherra eins og hratt og auðið er. Þingmenn á vinstri vængnum í Frakklandi hafa í kvöld kallað eftir því að Macron fari með Barnier og boði til skyndikosninga. Það sé eina leiðin til að leysa pólitíska krísu Frakklands. Macron hefur áður sagt að það komi ekki til greina. Macron ætlar að ávarpa þjóðina í kvöld. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sem er stærsti flokkurinn á þingi, hefur ekki kallað eftir afsögn Macrons en ítrekaði í kvöld að hann væri undir miklum þrýstingi. Sjá einnig: Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Le Monde segir að þó Le Pen hafi ekki kallað eftir afsögn Macron, þá séu flokksmenn hennar og annarra flokka á hægri vængnum að gera það. Meðal annars hafa þessir þingmenn lýst Macron í embætti forseta sem liðnu líki og sagt að Barnier sé ekki vandamálið. Það sé Macron sjálfur. Hann sé einangraður forseti með minnihluta á þingi. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Vinstri og hægri flokkar tóku höndum saman gegn Barnier eftir að hann þvingaði óvinsælt fjárlagafrumvarp gegnum þingið án atkvæðagreiðslu þar. 331 þingmaður, af 574, greiddi atkvæði með tillögunni en 288 þingmenn þurfti til. Samkvæmt frétt France24 er þetta í fyrsta sinn frá 1962 sem vantrauststillaga gegn forsætisráðherra er samþykkt. Þá var Georges Pompidou forsætisráðherra og Charles de Gaulle forseti. Þó vantrauststillagan hafi verið samþykkt mun Barnier sitja áfram í embætti þar til Emmanuel Macron, forseti, finnur annan mann í embættið. Macron hefur heitið því að finna nýjan forsætisráðherra eins og hratt og auðið er. Þingmenn á vinstri vængnum í Frakklandi hafa í kvöld kallað eftir því að Macron fari með Barnier og boði til skyndikosninga. Það sé eina leiðin til að leysa pólitíska krísu Frakklands. Macron hefur áður sagt að það komi ekki til greina. Macron ætlar að ávarpa þjóðina í kvöld. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sem er stærsti flokkurinn á þingi, hefur ekki kallað eftir afsögn Macrons en ítrekaði í kvöld að hann væri undir miklum þrýstingi. Sjá einnig: Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Le Monde segir að þó Le Pen hafi ekki kallað eftir afsögn Macron, þá séu flokksmenn hennar og annarra flokka á hægri vængnum að gera það. Meðal annars hafa þessir þingmenn lýst Macron í embætti forseta sem liðnu líki og sagt að Barnier sé ekki vandamálið. Það sé Macron sjálfur. Hann sé einangraður forseti með minnihluta á þingi.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira