Launmorð á götum New York Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 17:50 Morðinginn skaut Thompson ítrekað, eftir að hafa beðið eftir honum í nokkurn tíma, samkvæmt lögreglunni. Hann flúði svo á hlaupum en fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. AP/Lögreglan í New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Lögreglan segir líklegt að morðinginn hafi setið fyrir Thompson. Eftir að hann skaut Thompson flúði hann á hlaupum og fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. Hvert hann fór þaðan veit lögreglan ekki. Thomspon var fluttur á sjúkrahús en hann var lýstu látinn þar. AP fréttaveitan segir að þó rannsakendur telji að um launmorð hafi verið að ræða, liggi tilefni morðsins ekki fyrir. Myndband af morðinu hefur verið í dreifingu á netinu. Vert er að vara lesendur við því að það getur vakið óhug. BREAKING: Chilling surveillance footage shows assassin executing UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in NYC pic.twitter.com/sbip37kDlh— Breaking911 (@Breaking911) December 4, 2024 New York Times hefur þó eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar lögreglu að Thompson hafi borist nokkrar hótanir að undanförnu. Enn sé verið að rannsaka hvaðan þær komu og eðli þeirra en hann ku hafa fengið hótanir reglulega vegna starfs hans. Svo virðist sem Thompson hafi ekki talið sjálfur að hann væri í hættu og var hann ekki með neins konar öryggisgæslu. Hér að neðan má sjá blaðamannafund frá því fyrr í dag þegar Jessica Tisch, yfirmaður lögreglunnar í New York, fór yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Meðal þess sem rannsakendur eru að skoða eru upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Eru þeir að reyna að fylgja morðingjanum aftur í tímann með því markmiði að reyna að finna frekari upplýsingar um hann, eins og til dæmis hvernig hann ferðaðist til hótelsins og hvort andlit hans hafi náðst á mynd einhversstaðar. Farsími fannst á vettvangi en ekki er ljóst hvort morðinginn hafi misst hann eða einhver annar, samkvæmt NYT. AP fréttaveitan er einnig með beina útsendingu frá morðstaðnum, sem sjá má hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Lögreglan segir líklegt að morðinginn hafi setið fyrir Thompson. Eftir að hann skaut Thompson flúði hann á hlaupum og fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. Hvert hann fór þaðan veit lögreglan ekki. Thomspon var fluttur á sjúkrahús en hann var lýstu látinn þar. AP fréttaveitan segir að þó rannsakendur telji að um launmorð hafi verið að ræða, liggi tilefni morðsins ekki fyrir. Myndband af morðinu hefur verið í dreifingu á netinu. Vert er að vara lesendur við því að það getur vakið óhug. BREAKING: Chilling surveillance footage shows assassin executing UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in NYC pic.twitter.com/sbip37kDlh— Breaking911 (@Breaking911) December 4, 2024 New York Times hefur þó eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar lögreglu að Thompson hafi borist nokkrar hótanir að undanförnu. Enn sé verið að rannsaka hvaðan þær komu og eðli þeirra en hann ku hafa fengið hótanir reglulega vegna starfs hans. Svo virðist sem Thompson hafi ekki talið sjálfur að hann væri í hættu og var hann ekki með neins konar öryggisgæslu. Hér að neðan má sjá blaðamannafund frá því fyrr í dag þegar Jessica Tisch, yfirmaður lögreglunnar í New York, fór yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Meðal þess sem rannsakendur eru að skoða eru upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Eru þeir að reyna að fylgja morðingjanum aftur í tímann með því markmiði að reyna að finna frekari upplýsingar um hann, eins og til dæmis hvernig hann ferðaðist til hótelsins og hvort andlit hans hafi náðst á mynd einhversstaðar. Farsími fannst á vettvangi en ekki er ljóst hvort morðinginn hafi misst hann eða einhver annar, samkvæmt NYT. AP fréttaveitan er einnig með beina útsendingu frá morðstaðnum, sem sjá má hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira