Launmorð á götum New York Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2024 17:50 Morðinginn skaut Thompson ítrekað, eftir að hafa beðið eftir honum í nokkurn tíma, samkvæmt lögreglunni. Hann flúði svo á hlaupum en fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. AP/Lögreglan í New York Umfangsmikil leit stendur yfir í New York í Bandaríkjunum að manni sem skaut mann til bana fyrir utan hótel á Manhattan. Brian Thompson, forstjóri UnitedHealthcare, eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, var skotinn ítrekað þar sem hann var að halda fjárfestaráðstefnu. Lögreglan segir líklegt að morðinginn hafi setið fyrir Thompson. Eftir að hann skaut Thompson flúði hann á hlaupum og fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. Hvert hann fór þaðan veit lögreglan ekki. Thomspon var fluttur á sjúkrahús en hann var lýstu látinn þar. AP fréttaveitan segir að þó rannsakendur telji að um launmorð hafi verið að ræða, liggi tilefni morðsins ekki fyrir. Myndband af morðinu hefur verið í dreifingu á netinu. Vert er að vara lesendur við því að það getur vakið óhug. BREAKING: Chilling surveillance footage shows assassin executing UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in NYC pic.twitter.com/sbip37kDlh— Breaking911 (@Breaking911) December 4, 2024 New York Times hefur þó eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar lögreglu að Thompson hafi borist nokkrar hótanir að undanförnu. Enn sé verið að rannsaka hvaðan þær komu og eðli þeirra en hann ku hafa fengið hótanir reglulega vegna starfs hans. Svo virðist sem Thompson hafi ekki talið sjálfur að hann væri í hættu og var hann ekki með neins konar öryggisgæslu. Hér að neðan má sjá blaðamannafund frá því fyrr í dag þegar Jessica Tisch, yfirmaður lögreglunnar í New York, fór yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Meðal þess sem rannsakendur eru að skoða eru upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Eru þeir að reyna að fylgja morðingjanum aftur í tímann með því markmiði að reyna að finna frekari upplýsingar um hann, eins og til dæmis hvernig hann ferðaðist til hótelsins og hvort andlit hans hafi náðst á mynd einhversstaðar. Farsími fannst á vettvangi en ekki er ljóst hvort morðinginn hafi misst hann eða einhver annar, samkvæmt NYT. AP fréttaveitan er einnig með beina útsendingu frá morðstaðnum, sem sjá má hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Lögreglan segir líklegt að morðinginn hafi setið fyrir Thompson. Eftir að hann skaut Thompson flúði hann á hlaupum og fór svo á rafmagnshjóli í Central Park. Hvert hann fór þaðan veit lögreglan ekki. Thomspon var fluttur á sjúkrahús en hann var lýstu látinn þar. AP fréttaveitan segir að þó rannsakendur telji að um launmorð hafi verið að ræða, liggi tilefni morðsins ekki fyrir. Myndband af morðinu hefur verið í dreifingu á netinu. Vert er að vara lesendur við því að það getur vakið óhug. BREAKING: Chilling surveillance footage shows assassin executing UnitedHealthcare CEO Brian Thompson in NYC pic.twitter.com/sbip37kDlh— Breaking911 (@Breaking911) December 4, 2024 New York Times hefur þó eftir heimildarmanni sem þekkir til rannsóknar lögreglu að Thompson hafi borist nokkrar hótanir að undanförnu. Enn sé verið að rannsaka hvaðan þær komu og eðli þeirra en hann ku hafa fengið hótanir reglulega vegna starfs hans. Svo virðist sem Thompson hafi ekki talið sjálfur að hann væri í hættu og var hann ekki með neins konar öryggisgæslu. Hér að neðan má sjá blaðamannafund frá því fyrr í dag þegar Jessica Tisch, yfirmaður lögreglunnar í New York, fór yfir málið og þær upplýsingar sem liggja fyrir. Meðal þess sem rannsakendur eru að skoða eru upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Eru þeir að reyna að fylgja morðingjanum aftur í tímann með því markmiði að reyna að finna frekari upplýsingar um hann, eins og til dæmis hvernig hann ferðaðist til hótelsins og hvort andlit hans hafi náðst á mynd einhversstaðar. Farsími fannst á vettvangi en ekki er ljóst hvort morðinginn hafi misst hann eða einhver annar, samkvæmt NYT. AP fréttaveitan er einnig með beina útsendingu frá morðstaðnum, sem sjá má hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira