Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. desember 2024 11:31 Logi Pedro var að gefa út hönnunarlínuna Lopedro. Kjartan Hreinsson „Þetta er mjög berskjaldandi því þetta er stressandi, þetta er dýrt og maður þarf að færa miklar fórnir til þess að koma svona verkefni af stað,“ segir vöruhönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Pedro sem var að fara af stað með heimilis hönnunarvörumerkið Lopedro. Blaðamaður tók púlsinn á Loga og ræddi við hann um þessi nýju ævintýri. Sterk hönnunartaug í áraraðir „Nýja vörumerkið hefur verið í vinnslu síðastliðið árið,“ segir Logi fullur tilhlökkunar. Hann skráði sig í hönnunarnám við Listaháskóla Íslands árið 2020 en áhuginn fyrir hönnun var þá löngu kviknaður. „Ég er búinn að vera í alls konar verkefnum þar sem hönnunartaugin var sterk. Til dæmis verkefnið með Sturla Atlas. Þar vorum við að vinna náið með Sigga Odds hönnuði í raun við allt sem var sjónrænt. Eitt árið gáfum við kannski út tvær til þrjár plötur og vorum i miklu samtali við Sigga í kringum allt sjónræna, plötuumslag og lógó, við tókum þátt í hönnunarmars tvisvar með honum þar sem við gerðum Sturla Aqua sem var vatnsflaska og við gerðum ilmvatn eitt árið. Út frá því hafði maður dottið meira og meira inn í þetta í samtali við Sigga.“ Logi útskrifaðist úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands 2023 og hefur lengi haft sterka hönnunartaug.Kjartan Hreinsson Fann sig í að vinna með höndunum Árið 2016 smíðaði Logi stúdíó í fyrsta skipti og fattaði þá að þetta væri eitthvað fyrir hann. „Svo smíðum við Stúdíó 101 og erum aftur þar að vinna með Sigga og ég fatta að mér finnst gaman að vinna að skapandi hlutum sem einskorðast ekki bara við músík. Þannig að ég ákveð að fara í hönnunarnám og útskrifast 2023. Það stækkaði mig mjög mikið fannst mér, í náminu var ég að gera alls konar skemmtileg verkefni, fór að vinna sem starfsmaður hjá hönnunarfyrirtækinu Plastplan og lærði ótrúlega mikið þar. Svo eftir útskrift fer að vinna hjá tískufyrirtækinu Rannra og hef verið á hliðarlínunni þar síðustu tvö árin. Og núna er komið að því að gefa út mitt eigið merki.“ View this post on Instagram A post shared by Lopedro (@lopedrolopedro) Lopedro býður upp á nokkrar einstakar hönnunar og heimilisvörur sem eru annað hvort framleiddar á Íslandi eða úti í Portúgal, í bænum þar sem Logi fæddist. Línan var frumsýnd í gær og verður til sölu bæði í Epal og Húrra, sömuleiðis í vefverslun. „Það er mjög langt ferli að finna verkstæði sem getur framleitt þessar vörur með mér og það var líka smá hausverkur að finna framleiðendur úti í Portúgal en þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og hefur gerst hægt og rólega. Í fyrra var ég að teikna skó fyrir Rannra sem áttu að fara í sölusýningu í París í byrjun árs 2024. Ég þurfti að skila af mér teikningum í nóvember í fyrra og ég eyddi restinni af árinu í að teikna og hanna lampa. Ég bjó til prótótýpu af lampa, setti inn frá ferlinu á Tiktok og Instagram og það varð svolítil eftirspurn þannig að ég seldi tvöfalt upplag af lömpum. Það var mikið fjör og hugmyndin að Lopedro kviknar svolítið þar, líka við að sjá að fólk hafði áhuga.“ @logipedro nýjahús lampinn. viltu fá stykki? #fyrirþig #islenskt #postadumyndbandinu ♬ original sound - Logi Pedro Ástfanginn af því að setja fram sögu í listsköpuninni Hann segir mjög gaman að setja saman vörumerki og finna rauðan þráð sem einkennir hana. „Það er allt annað að setja saman heildstæða línu en að teikna einn lampa. Eftir útskrift úr LHÍ fór ég að hugsa mikið um tísku og nálgast tísku á annan hátt. Ég varð ástfanginn af því hvernig tískufyrirtæki geta sett fram sögu með vörunum sínum. Sömuleiðis varð ég hugsi yfir því afhverju það væru ekki fleiri fyrirtæki innan vöruhönnunar að gera þetta, að vinna út frá sögu og fagurfræði, á sambærilegan hátt og tískusyning eða tískufatalína getur gert. Fyrir mér koma allar vörurnar mínar frá sameiginlegum grunni. Ég held að það sjáist alveg og skiljist, að það sé einhver heildstæð heild í þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Lopedro (@lopedrolopedro) Stafrænir róbotar og sterk arfleifð Nýja línan er unnin út frá staðbundnum efnum. „Þetta er íslenskur efniviður og svo keramik úr portúgölskum leir. Ég held að það sé grunnurinn í þessu, að vinna út frá lókal efnum og búa til vörurnar út frá efniviðinum, þar verður til samtal.“ Sömuleiðis hefur Logi reynt að nýta framsækna framleiðsluaðferð og tækni til að setja hlutina saman. „Ég setti saman litla verksmiðju heima þar sem ég er að nota stafræna róbota til að búa til vörurnar, allar nema textílvörurnar sem eru framleiddar af ullarframleiðanda hér á Íslandi og svo er keramikið framleitt í Portúgal í fæðingarbænum mínum þar, Aveiro.“ Í listsköpun sinni hefur Logi mikið unnið með stef og þemu þar sem hann skoðar uppruna og arfleifð. Þar fór hann sömuleiðis að rannsaka persónulegar frásagnir út frá efninu. „Í þessari línu er ég að reyna að tengja saman hugmyndir og stemningu frá Reykjavík, Aveiro og líka frá Lúanda þar sem mamma fæðist. Þetta eru allt hafnar-eða strandbæir sem liggja upp að Atlantshafi. Fyrir mér er endalaust af menningarlegum og fagurfræði tengingum á milli þessa heima þó þeir séu mjög ólíkir. Íslenskur saltfiskur er sem dæmi borðaður á öllum stöðum, í teppinu úr línunni nota ég mynstur sem ég gríp frá gömlum verbúðum í bænum Aveiro og það er ýmislegt sem fléttist saman. Ég er mikil afurð Atlantshafsins. Ég fæðist úti í Portúgal, pabbi vinnur við að flytja íslenskan saltfisk til Portúgal og er með saltfiskverkun þar. Hann kynnist mömmu þar á níunda áratugnum. Mamma er fædd í Angóla en elst upp í Portúgal og Angóla er Portúgölsk nýlenda. Fyrir mér eru endalausar tengingar við Atlantshafið sem ná út um allan heim. Það er áhugavert að fara inn í þessar sögur, skoða og detta inn í þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Mallar ekki í erfiðleikum eða sársauka gamalla sagna Útskrifarverkefni Loga við LHÍ rannsakaði meðal annars sögu Hans Jónatans sem var svartur þræll sem flúði til Íslands á nítjándu öld og var frjáls maður hér. „Hann settist að í Djúpavogi snemma á nítjándu öld. Þetta er gaur sem fæðist í Karíbahafinu, endar í Kaupmannahöfn sem þræll og flýr til Íslands. Það var mjög áhugavert að læra um þessa sögu og ég vissi ekki að það hefðu verið svartir þrælar á Norðurlöndunum. Sömuleiðis var áhugavert að sjá hvernig þessu var gerð skil í listasögunni og annað. Svartir þrælar voru gjarnan á fallegum málverkum af dönskum fjölskyldum en svo var stundum málað yfir þrælana eða verkin falin í geymslu. Listin er svo mikil heimild um tíðarandann og það er svo margt sem við lærum ekki. Á sama tíma passa ég mig að malla ekki í erfiðleikum eða sársauka í þessum sögum. Ég er líka að reyna að horfa á þetta hlutlaust. Þetta eru þungar sögur en þetta er líka liðin tíð.“ Logi hefur gríðarlegan áhuga á að rannsaka söguna og persónulegar frásagnir samhliða efniviðnum.Kjartan Hreinsson Varð að láta af þessu verða Eftir mikla rannsóknar- og undirbúningsvinnu er hönnunarlína Loga orðin að veruleika. Hann segir að mörgu leyti sé þetta svipuð tilfinning og að senda frá sér tónlist. „Skapandi ferlin eru auðvitað ólík að einhverju leyti en á sama tíma er þetta jafn krefjandi og alveg jafn persónulegt og manni líður eins og maður verði að gera eitthvað við þessar hugmyndir. Þetta er eitthvað sem maður vill fá tækifæri til að starfa við akkúrat núna í lífinu og ég er búinn að vinna að þessu lengi. Það var ótrúlega lærdómsríkt að vera í alvöru hönnunarstarfi hjá Rannra. En form og fastir hlutir er eitthvað sem virkilega talar til mín. Staðreyndin er sú að það eru mjög fá fyrirtæki á Íslandi að framleiða hönnunarvörur. Við erum auðvitað með fyrirtæki eins og 66 norður og Össur sem eru með mjög sterkar hönnunardeildar en ef mig langar til að vinna með akkúrat þetta þá verð ég að gera þetta sjálfur. Mín listræna stefna ræður núna. Þetta er mjög berskjaldandi því þetta er stressandi, þetta er dýrt og maður þarf að færa miklar fórnir til þess að koma svona verkefni af stað. Ef til dæmis Bjartur eldri strákurinn minn byggi ekki á tveimur heimilum þá væri ég í útlöndum að vinna að þessu. Það er bara ekki í boði fyrir mig þannig að ég varð að láta af þessu verða,“ segir Logi að lokum. Logi fagnar línunni með smá partýi í Húrra 16. desember og er viðburðurinn opinn öllum. Tíska og hönnun Menning Hús og heimili Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Sterk hönnunartaug í áraraðir „Nýja vörumerkið hefur verið í vinnslu síðastliðið árið,“ segir Logi fullur tilhlökkunar. Hann skráði sig í hönnunarnám við Listaháskóla Íslands árið 2020 en áhuginn fyrir hönnun var þá löngu kviknaður. „Ég er búinn að vera í alls konar verkefnum þar sem hönnunartaugin var sterk. Til dæmis verkefnið með Sturla Atlas. Þar vorum við að vinna náið með Sigga Odds hönnuði í raun við allt sem var sjónrænt. Eitt árið gáfum við kannski út tvær til þrjár plötur og vorum i miklu samtali við Sigga í kringum allt sjónræna, plötuumslag og lógó, við tókum þátt í hönnunarmars tvisvar með honum þar sem við gerðum Sturla Aqua sem var vatnsflaska og við gerðum ilmvatn eitt árið. Út frá því hafði maður dottið meira og meira inn í þetta í samtali við Sigga.“ Logi útskrifaðist úr vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands 2023 og hefur lengi haft sterka hönnunartaug.Kjartan Hreinsson Fann sig í að vinna með höndunum Árið 2016 smíðaði Logi stúdíó í fyrsta skipti og fattaði þá að þetta væri eitthvað fyrir hann. „Svo smíðum við Stúdíó 101 og erum aftur þar að vinna með Sigga og ég fatta að mér finnst gaman að vinna að skapandi hlutum sem einskorðast ekki bara við músík. Þannig að ég ákveð að fara í hönnunarnám og útskrifast 2023. Það stækkaði mig mjög mikið fannst mér, í náminu var ég að gera alls konar skemmtileg verkefni, fór að vinna sem starfsmaður hjá hönnunarfyrirtækinu Plastplan og lærði ótrúlega mikið þar. Svo eftir útskrift fer að vinna hjá tískufyrirtækinu Rannra og hef verið á hliðarlínunni þar síðustu tvö árin. Og núna er komið að því að gefa út mitt eigið merki.“ View this post on Instagram A post shared by Lopedro (@lopedrolopedro) Lopedro býður upp á nokkrar einstakar hönnunar og heimilisvörur sem eru annað hvort framleiddar á Íslandi eða úti í Portúgal, í bænum þar sem Logi fæddist. Línan var frumsýnd í gær og verður til sölu bæði í Epal og Húrra, sömuleiðis í vefverslun. „Það er mjög langt ferli að finna verkstæði sem getur framleitt þessar vörur með mér og það var líka smá hausverkur að finna framleiðendur úti í Portúgal en þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og hefur gerst hægt og rólega. Í fyrra var ég að teikna skó fyrir Rannra sem áttu að fara í sölusýningu í París í byrjun árs 2024. Ég þurfti að skila af mér teikningum í nóvember í fyrra og ég eyddi restinni af árinu í að teikna og hanna lampa. Ég bjó til prótótýpu af lampa, setti inn frá ferlinu á Tiktok og Instagram og það varð svolítil eftirspurn þannig að ég seldi tvöfalt upplag af lömpum. Það var mikið fjör og hugmyndin að Lopedro kviknar svolítið þar, líka við að sjá að fólk hafði áhuga.“ @logipedro nýjahús lampinn. viltu fá stykki? #fyrirþig #islenskt #postadumyndbandinu ♬ original sound - Logi Pedro Ástfanginn af því að setja fram sögu í listsköpuninni Hann segir mjög gaman að setja saman vörumerki og finna rauðan þráð sem einkennir hana. „Það er allt annað að setja saman heildstæða línu en að teikna einn lampa. Eftir útskrift úr LHÍ fór ég að hugsa mikið um tísku og nálgast tísku á annan hátt. Ég varð ástfanginn af því hvernig tískufyrirtæki geta sett fram sögu með vörunum sínum. Sömuleiðis varð ég hugsi yfir því afhverju það væru ekki fleiri fyrirtæki innan vöruhönnunar að gera þetta, að vinna út frá sögu og fagurfræði, á sambærilegan hátt og tískusyning eða tískufatalína getur gert. Fyrir mér koma allar vörurnar mínar frá sameiginlegum grunni. Ég held að það sjáist alveg og skiljist, að það sé einhver heildstæð heild í þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Lopedro (@lopedrolopedro) Stafrænir róbotar og sterk arfleifð Nýja línan er unnin út frá staðbundnum efnum. „Þetta er íslenskur efniviður og svo keramik úr portúgölskum leir. Ég held að það sé grunnurinn í þessu, að vinna út frá lókal efnum og búa til vörurnar út frá efniviðinum, þar verður til samtal.“ Sömuleiðis hefur Logi reynt að nýta framsækna framleiðsluaðferð og tækni til að setja hlutina saman. „Ég setti saman litla verksmiðju heima þar sem ég er að nota stafræna róbota til að búa til vörurnar, allar nema textílvörurnar sem eru framleiddar af ullarframleiðanda hér á Íslandi og svo er keramikið framleitt í Portúgal í fæðingarbænum mínum þar, Aveiro.“ Í listsköpun sinni hefur Logi mikið unnið með stef og þemu þar sem hann skoðar uppruna og arfleifð. Þar fór hann sömuleiðis að rannsaka persónulegar frásagnir út frá efninu. „Í þessari línu er ég að reyna að tengja saman hugmyndir og stemningu frá Reykjavík, Aveiro og líka frá Lúanda þar sem mamma fæðist. Þetta eru allt hafnar-eða strandbæir sem liggja upp að Atlantshafi. Fyrir mér er endalaust af menningarlegum og fagurfræði tengingum á milli þessa heima þó þeir séu mjög ólíkir. Íslenskur saltfiskur er sem dæmi borðaður á öllum stöðum, í teppinu úr línunni nota ég mynstur sem ég gríp frá gömlum verbúðum í bænum Aveiro og það er ýmislegt sem fléttist saman. Ég er mikil afurð Atlantshafsins. Ég fæðist úti í Portúgal, pabbi vinnur við að flytja íslenskan saltfisk til Portúgal og er með saltfiskverkun þar. Hann kynnist mömmu þar á níunda áratugnum. Mamma er fædd í Angóla en elst upp í Portúgal og Angóla er Portúgölsk nýlenda. Fyrir mér eru endalausar tengingar við Atlantshafið sem ná út um allan heim. Það er áhugavert að fara inn í þessar sögur, skoða og detta inn í þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Logi Pedro (@logipedro) Mallar ekki í erfiðleikum eða sársauka gamalla sagna Útskrifarverkefni Loga við LHÍ rannsakaði meðal annars sögu Hans Jónatans sem var svartur þræll sem flúði til Íslands á nítjándu öld og var frjáls maður hér. „Hann settist að í Djúpavogi snemma á nítjándu öld. Þetta er gaur sem fæðist í Karíbahafinu, endar í Kaupmannahöfn sem þræll og flýr til Íslands. Það var mjög áhugavert að læra um þessa sögu og ég vissi ekki að það hefðu verið svartir þrælar á Norðurlöndunum. Sömuleiðis var áhugavert að sjá hvernig þessu var gerð skil í listasögunni og annað. Svartir þrælar voru gjarnan á fallegum málverkum af dönskum fjölskyldum en svo var stundum málað yfir þrælana eða verkin falin í geymslu. Listin er svo mikil heimild um tíðarandann og það er svo margt sem við lærum ekki. Á sama tíma passa ég mig að malla ekki í erfiðleikum eða sársauka í þessum sögum. Ég er líka að reyna að horfa á þetta hlutlaust. Þetta eru þungar sögur en þetta er líka liðin tíð.“ Logi hefur gríðarlegan áhuga á að rannsaka söguna og persónulegar frásagnir samhliða efniviðnum.Kjartan Hreinsson Varð að láta af þessu verða Eftir mikla rannsóknar- og undirbúningsvinnu er hönnunarlína Loga orðin að veruleika. Hann segir að mörgu leyti sé þetta svipuð tilfinning og að senda frá sér tónlist. „Skapandi ferlin eru auðvitað ólík að einhverju leyti en á sama tíma er þetta jafn krefjandi og alveg jafn persónulegt og manni líður eins og maður verði að gera eitthvað við þessar hugmyndir. Þetta er eitthvað sem maður vill fá tækifæri til að starfa við akkúrat núna í lífinu og ég er búinn að vinna að þessu lengi. Það var ótrúlega lærdómsríkt að vera í alvöru hönnunarstarfi hjá Rannra. En form og fastir hlutir er eitthvað sem virkilega talar til mín. Staðreyndin er sú að það eru mjög fá fyrirtæki á Íslandi að framleiða hönnunarvörur. Við erum auðvitað með fyrirtæki eins og 66 norður og Össur sem eru með mjög sterkar hönnunardeildar en ef mig langar til að vinna með akkúrat þetta þá verð ég að gera þetta sjálfur. Mín listræna stefna ræður núna. Þetta er mjög berskjaldandi því þetta er stressandi, þetta er dýrt og maður þarf að færa miklar fórnir til þess að koma svona verkefni af stað. Ef til dæmis Bjartur eldri strákurinn minn byggi ekki á tveimur heimilum þá væri ég í útlöndum að vinna að þessu. Það er bara ekki í boði fyrir mig þannig að ég varð að láta af þessu verða,“ segir Logi að lokum. Logi fagnar línunni með smá partýi í Húrra 16. desember og er viðburðurinn opinn öllum.
Tíska og hönnun Menning Hús og heimili Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira