Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. desember 2024 21:48 Vetur er skollinn á á höfuðborgarsvæðinu þó að það hafi hlýnað í veðri síðustu tvo sólarhringa. vísir/vilhelm Töluverð hálka hefur myndast á höfuðborgarsvæðinu síðustu sólarhringa. Hjólreiðafólk og gangandi eru allt annað en sáttir með stígahreinsun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, og víðar. „Mjög erfið færð á göngu- og hjólastígum í morgun. Fór frá uppsveitum Kópavogs niður á Laugaveg, tók tvöfalt lengri tíma en vanalega. Vonandi ná sveitarfélögin að vinna niður þennan klaka eitthvað í dag annars verður ófremdarástand á stígunum eitthvað viðvarandi,“ skrifar einn á Facebookhópnum Samgönguhjólreiðar. „Algjör fallleinkunn hjá þeim sem eiga að sjá um stígahreinsun, frá miðbæ að Gullinbrú er "brotfæri" þ.e. miklar líkur á beinbrotum, mun betra í Grafarvogi,“ skrifar annar. „Var að skoða borgarvefsjána. Mér sýnist að t.d. Sæbrautin hafi ekki verið tekin fyrr en 8:30 ca., sem er allt of seint. Og miðað við kommentin hérna í grúppunni þá hafi þetta verið illa gert. Maður var einhvernveginn að vona að eftir alla þessa yfirferð og nefndarumræður og allt að þetta yrði betra í vetur en þetta lofar ekki góðu,“ skrifar annar. Egill Helgason fjölmiðlamaður leggur sömuleiðis orð í belg. Ísland er eitt mesta hálkuland í heimi en þjóðinni sem hér býr er sérlega lítið annt um að ráða niðurlögum hálkunnar í nærumhverfi sínu. Frekar skulum við þola hálkuslys smá og stór. „Akureyri er hálkuhöfuðborg heimsins. Ekkert saltað - vont fyrir bílalakk,“ skrifar Árni Snævarr. Hægt er að fylgjast með vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar á vefnum Borgarvefsjá. Á morgun má búast við hita í kringum frostmark, norðaustan 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu síðdegis og rigningu við suður- og austurströndina, en úrkomulítið norðvestantil, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Reykjavík Veður Hjólreiðar Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
„Mjög erfið færð á göngu- og hjólastígum í morgun. Fór frá uppsveitum Kópavogs niður á Laugaveg, tók tvöfalt lengri tíma en vanalega. Vonandi ná sveitarfélögin að vinna niður þennan klaka eitthvað í dag annars verður ófremdarástand á stígunum eitthvað viðvarandi,“ skrifar einn á Facebookhópnum Samgönguhjólreiðar. „Algjör fallleinkunn hjá þeim sem eiga að sjá um stígahreinsun, frá miðbæ að Gullinbrú er "brotfæri" þ.e. miklar líkur á beinbrotum, mun betra í Grafarvogi,“ skrifar annar. „Var að skoða borgarvefsjána. Mér sýnist að t.d. Sæbrautin hafi ekki verið tekin fyrr en 8:30 ca., sem er allt of seint. Og miðað við kommentin hérna í grúppunni þá hafi þetta verið illa gert. Maður var einhvernveginn að vona að eftir alla þessa yfirferð og nefndarumræður og allt að þetta yrði betra í vetur en þetta lofar ekki góðu,“ skrifar annar. Egill Helgason fjölmiðlamaður leggur sömuleiðis orð í belg. Ísland er eitt mesta hálkuland í heimi en þjóðinni sem hér býr er sérlega lítið annt um að ráða niðurlögum hálkunnar í nærumhverfi sínu. Frekar skulum við þola hálkuslys smá og stór. „Akureyri er hálkuhöfuðborg heimsins. Ekkert saltað - vont fyrir bílalakk,“ skrifar Árni Snævarr. Hægt er að fylgjast með vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar á vefnum Borgarvefsjá. Á morgun má búast við hita í kringum frostmark, norðaustan 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu síðdegis og rigningu við suður- og austurströndina, en úrkomulítið norðvestantil, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Reykjavík Veður Hjólreiðar Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira