„Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Siggeir Ævarsson skrifar 3. desember 2024 21:27 Brynjar er laus við hækjurnar en mætti til leiks í kvöld með myndarlega spelku á hnénu Vísir/Anton Brink Nýliðar Aþenu máttu sætta sig við nokkuð stórt tap í Keflavík í kvöld, 74-59. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en eftir að Aþenu tókst að minnka muninn í tvö stig, 57-55, hrundi leikur liðsins algerlega. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var mjög ósáttur með sínar konur í leikslok og var tíðrætt um að þær skorti hjarta, og velti í kjölfarið upp stórum heimspekilegum spurningum því tengdu. „Þetta er bara svona uppskrift hjá okkur. Alltaf svona að „tease-a“ þetta en svo er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona. Eða bara skora meira en tíu stig í síðustu tveimur leikhlutunum.“ Aðspurður um hvað þyrfti að gera til að breyta svona frammistöðu og knýja fram sigur í jöfnum leik var Brynjar djúpt hugsi í drykklanga stund. „Ja, það er góð spurning. Það er bara tilboð. Það er búið að henda út tilboðinu, það þarf bara að taka það.“ Brynjar datt í klassíska frasa þegar blaðamaður spurði hann hvar væri hægt að finna hjartað, og var fullkomlega meðviðtaður um það eftir því sem hann komst dýpra í svarið. „Áhugavert að þú skulir nefna það því ég var einmitt að tala um þetta inn í búningklefa. Það er rosalegur frasi að labba inn og tala bara um að það þurfi að vera meira „toughness“ og meira hjarta og eitthvað svona. Þetta er lengri tíma pæling. Við þurfum bara að pikka út endalaust af einhverjum hlutum og byggja þetta eitt skref í einu og bla bla bla. Er þetta ekki gott svar hjá mér?“ Eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? „Ég er með eina góða pælingu. Er þetta meðfætt eða er þetta áunnið? Eigum við að taka bara „managerinn“ á þetta og kaupa bara leikmenn fyrir tombólupeninga sem við erum með eða eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? Þetta er stóra spurningin. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur. Ég þarf þá að reyna að átta mig á því, eða stelpurnar þurfa að átta sig á því. Er þetta meðfætt, „nurture or nature“. Jada Smith, annar af bandarísku leikmönnum Aþenu var ekki með í kvöld sökum meiðsla. „Hún náttúrulega bara næstum því hálsbrotnaði, hún snéri sig svo illa áður en hún kom. Hún er að þjálfa hjá okkur í yngri flokkunum og ég hef bara alltaf litið á allt sem hún gerir sem rosa plús. Hún er með hjarta sko, það er algerlega á hreinu en hjartað hefur keyrt hana í ógöngur núna. Þannig að hún þarf að jafna sig og við sjáum hvað gerist.“ Síðast þegar blaðamaður tók viðtal eftir leik við Brynjar datt hann í djúpar pælingar um hasarmyndir sem hann ætlaði að horfa á með liðinu til að reyna að innræta í þær drápseðli. Það var því ekki hægt að loka þessu viðtali öðruvísi en á kvikmyndanótum. Hver skildi vera uppáhalds jólamynd Brynjars? „Hérna hvað heitir hún aftur, þarna með fulla jólasveininum?“ Ertu að tala um Bad Santa? „Já, Bad Santa! Algjörlega mín mynd!“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var mjög ósáttur með sínar konur í leikslok og var tíðrætt um að þær skorti hjarta, og velti í kjölfarið upp stórum heimspekilegum spurningum því tengdu. „Þetta er bara svona uppskrift hjá okkur. Alltaf svona að „tease-a“ þetta en svo er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona. Eða bara skora meira en tíu stig í síðustu tveimur leikhlutunum.“ Aðspurður um hvað þyrfti að gera til að breyta svona frammistöðu og knýja fram sigur í jöfnum leik var Brynjar djúpt hugsi í drykklanga stund. „Ja, það er góð spurning. Það er bara tilboð. Það er búið að henda út tilboðinu, það þarf bara að taka það.“ Brynjar datt í klassíska frasa þegar blaðamaður spurði hann hvar væri hægt að finna hjartað, og var fullkomlega meðviðtaður um það eftir því sem hann komst dýpra í svarið. „Áhugavert að þú skulir nefna það því ég var einmitt að tala um þetta inn í búningklefa. Það er rosalegur frasi að labba inn og tala bara um að það þurfi að vera meira „toughness“ og meira hjarta og eitthvað svona. Þetta er lengri tíma pæling. Við þurfum bara að pikka út endalaust af einhverjum hlutum og byggja þetta eitt skref í einu og bla bla bla. Er þetta ekki gott svar hjá mér?“ Eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? „Ég er með eina góða pælingu. Er þetta meðfætt eða er þetta áunnið? Eigum við að taka bara „managerinn“ á þetta og kaupa bara leikmenn fyrir tombólupeninga sem við erum með eða eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? Þetta er stóra spurningin. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur. Ég þarf þá að reyna að átta mig á því, eða stelpurnar þurfa að átta sig á því. Er þetta meðfætt, „nurture or nature“. Jada Smith, annar af bandarísku leikmönnum Aþenu var ekki með í kvöld sökum meiðsla. „Hún náttúrulega bara næstum því hálsbrotnaði, hún snéri sig svo illa áður en hún kom. Hún er að þjálfa hjá okkur í yngri flokkunum og ég hef bara alltaf litið á allt sem hún gerir sem rosa plús. Hún er með hjarta sko, það er algerlega á hreinu en hjartað hefur keyrt hana í ógöngur núna. Þannig að hún þarf að jafna sig og við sjáum hvað gerist.“ Síðast þegar blaðamaður tók viðtal eftir leik við Brynjar datt hann í djúpar pælingar um hasarmyndir sem hann ætlaði að horfa á með liðinu til að reyna að innræta í þær drápseðli. Það var því ekki hægt að loka þessu viðtali öðruvísi en á kvikmyndanótum. Hver skildi vera uppáhalds jólamynd Brynjars? „Hérna hvað heitir hún aftur, þarna með fulla jólasveininum?“ Ertu að tala um Bad Santa? „Já, Bad Santa! Algjörlega mín mynd!“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira