Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2024 21:06 Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem var alsæl í morgun þegar hún tók á móti nemendum eftir verkfallið síðustu vikur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það ríkti mikil ánægja hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í morgun þegar þau gátu loksins mætt aftur í skólann eftir nokkra vikna verkfall kennara. Skólameistari skólans trúir ekki öðru en að samið verði við kennara en verkfallinu var bara aflýst. Nemendur klöppuðu í sal skólans í morgun þegar skólameistari hafði tekið á móti þeim og farið yfir næstu daga í skólanum og næstu önn. Vel yfir þúsund nemendur eru í skólanum af öllu Suðurlandi. Nú verður kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar. „Það var dásamlegt að sjá alla þessa krakka koma í skólann, það gladdi mitt litla hjarta. Ég vona svo sannarlega að nemendur skili sér í skólann eftir verkfallið en við vitum það ekki enn þá en ég vona svo sannarlega að, sem flestir skili sér, ég hef trú á því,“ segir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari. Og vorönnin, hvernig leggst hún í þig? „Hún leggst mjög vel í mig. Við náðum að halda henni þannig að hún er óskert með tilliti til fjölda kennsludaga, þannig að ég held að það sé til mikils unnið með því.“ Í máli Soffíu kom m.a. fram að nú verði kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú hefur verkfallinu bara verið aflýst. Á Soffía von á því að það verði aftur verkfall? „Ég vona svo sannarlega að samningar náist á þessum tíma, ég bara trúi ekki öðru,“ segir Soffía. Það var góð stemming í skólanum í morgun þegar nemendur mættu. Kennarar mættu til starfa í gær, 2. desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað skyldu nemendur segja, hvernig fannst þeim að mæta aftur í skólann? „Bara mjög vel, það er bara fínt. Við vorum bara að vinna, þetta var bara mjög fínt,“ segja vinirnir Benjamín Ágústsson og Arnar Bjarki Ásgeirsson. Benjamín Ágústsson (t.h.) og Arnar Bjarki Ásgeirsson, nemendur við skólann, sem voru brattir í morgun og ánægðir með að skólinn væri að byrja aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svolítið erfitt að fara í rútínuna aftur, það var ekki erfitt að vakna í morgun. Við vorum bara að vinna og æfa og eitthvað þannig,“ segja vinkonurnar Amelía Ósk Atladóttir og Þóranna Eir Júlíusdóttir. Amelía Ósk Atladóttir (t.v.) og Þóranna Eir Júlíusdóttir nemendur við skólann, sem sögðu að það væri kannski erfiðast núna að komast aftur í rútínuna eftir verkfallið en báðar eru þær mjög ánægðir með að það sé búið að aflýsa verkfallinu í tvo mánuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Árborg Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Nemendur klöppuðu í sal skólans í morgun þegar skólameistari hafði tekið á móti þeim og farið yfir næstu daga í skólanum og næstu önn. Vel yfir þúsund nemendur eru í skólanum af öllu Suðurlandi. Nú verður kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar. „Það var dásamlegt að sjá alla þessa krakka koma í skólann, það gladdi mitt litla hjarta. Ég vona svo sannarlega að nemendur skili sér í skólann eftir verkfallið en við vitum það ekki enn þá en ég vona svo sannarlega að, sem flestir skili sér, ég hef trú á því,“ segir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari. Og vorönnin, hvernig leggst hún í þig? „Hún leggst mjög vel í mig. Við náðum að halda henni þannig að hún er óskert með tilliti til fjölda kennsludaga, þannig að ég held að það sé til mikils unnið með því.“ Í máli Soffíu kom m.a. fram að nú verði kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú hefur verkfallinu bara verið aflýst. Á Soffía von á því að það verði aftur verkfall? „Ég vona svo sannarlega að samningar náist á þessum tíma, ég bara trúi ekki öðru,“ segir Soffía. Það var góð stemming í skólanum í morgun þegar nemendur mættu. Kennarar mættu til starfa í gær, 2. desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað skyldu nemendur segja, hvernig fannst þeim að mæta aftur í skólann? „Bara mjög vel, það er bara fínt. Við vorum bara að vinna, þetta var bara mjög fínt,“ segja vinirnir Benjamín Ágústsson og Arnar Bjarki Ásgeirsson. Benjamín Ágústsson (t.h.) og Arnar Bjarki Ásgeirsson, nemendur við skólann, sem voru brattir í morgun og ánægðir með að skólinn væri að byrja aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svolítið erfitt að fara í rútínuna aftur, það var ekki erfitt að vakna í morgun. Við vorum bara að vinna og æfa og eitthvað þannig,“ segja vinkonurnar Amelía Ósk Atladóttir og Þóranna Eir Júlíusdóttir. Amelía Ósk Atladóttir (t.v.) og Þóranna Eir Júlíusdóttir nemendur við skólann, sem sögðu að það væri kannski erfiðast núna að komast aftur í rútínuna eftir verkfallið en báðar eru þær mjög ánægðir með að það sé búið að aflýsa verkfallinu í tvo mánuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Árborg Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira