Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2024 14:12 Bóksölulistinn að þessu sinni er sérstakur. Yfirleitt hefur Arnaldur verið á toppi bóksölulistans og þá verið að kjást við drottningu glæpasögunnar, hana Yrsu Sigurðardóttur en nú er kominn nýr keppinautur til skjalanna. Sjálfur Geir H. Haarde með ævisögu sína. vísir/vilhelm Vísir birtir, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, fyrsta bóksölulista ársins. Hann endurspeglar að þessu sinni sölu íslenskra bóka í nóvember. Sjá má nokkur veðrabrigði á nýjum lista frá því sem verið hefur undanfarin ár. Dyggir lesendur Arnaldar Indriðasonar fylgja honum óhikað frá morðmálum til fagurbókmenntaverksins Ferðaloka sem situr á toppi Bóksölulistans, lang söluhæsta bók nóvember mánaðar, að sögn Bryndísar Loftsdóttur framkvæmdastjóra Fíbút. Glíman milli skáldsagna og ævisagna spennandi í ár Þá segir Bryndís Geir H. Haarde gera vel að koma bók sinni, Ævisögu alla leið upp í annað sæti listans. Hann skýtur sjálfum forsetanum, Ólafi Ragnari Grímssyni ref fyrir rass, en Ólafur Ragnar sendi frá sér bókina Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave. Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda sendir frá sér fyrsta sölulista ársins. Jólabókaflóðið getur nú loks farið að bára eftir kosningafár sem gripið hefur landsmenn.vísir/vilhelm „Þetta er líklega fyrsta jólabókavertíð Geirs en þó ekki jómfrúarbók hans því eftir hann liggur þýðing frá árinu 1978 á Öld óvissunnar eða The age of uncertainty eftir John Kenneth Galbraith. Önnur nöfn á topp 10 listanum hafa öll verið þar áður, Yrsa, Birgitta, Stefán Máni, Óttar, Hallgrímur, Bjarni og Eva Björg en bækur þeirra Stefáns Mána og Evu Bjargar hafa líklega aldrei farið jafn vel af stað í nóvember og í ár.“ Spurð hver hafi helst komið á óvart það sem af er vertíð segir Bryndís að of snemmt sé að segja til um hver verði „svarti foli“ þessara bókajóla. „En þetta er gott bókaár og spennandi að sjá glímuna milli skáldverkahöfunda annars vegar, með Arnald í brjósti fylkingar og kanónur eins og Hallgrím Helgason, Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Jón Kalmann með sér í liði gegn glæpasagnahöfundunum Yrsu, Stefáni Mána, Evu Björg og Ragnari Jónassyni.“ Lína og Trölli koma sterk inn á sviðið En yfir í aðra sálma, það gleður Bryndísi mjög að sjá útgefendur missi ekki kjarkinn við útgáfu eldri barnabóka, þrátt fyrir neikvæð sjónarmið einstakra lesenda um boðskap þeirra og efnistök. „Lína langsokkur hefur að undanförnu þurft að horfast í augu við syndir föður síns, eins og gerist og gengur. Þessi vera hans í Suðurhöfum var líklega ekki til stakrar fyrirmyndar. Sterkasta stelpa í heiminum heldur þó sínu striki og í ár fáum við sögu sem ekki hefur áður komið út á íslensku, Lína bjargar jólunum. Sagan birtist fyrst í sænsku tímariti árið 1949 og var enduruppgvötuð upp úr síðustu aldamótum. Hún var þó ekki prentuð í bókarformi í Svíþjóð fyrr en í fyrra og því mikið fagnaðarefni að hún skuli strax vera komin út í íslenskri þýðingu.“ Það gleður framkvæmdastjóra Fíbút mjög að sjá þessar klassísku barnabækur endurútgefnar. Og Bryndís nefnir til sögunnar aðra sígilda jólabók sem nýverið hefur verið endurútgefin en það er Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss í þýðingu Þorsteins Valdimarssonar. Sú bók kom fyrst út í íslenskri þýðingu hjá Erni og Örlygi fyrir 50 árum síðan, árið 1974, en líkt og Lína bjargar jólunum, þá birtust frumdrög kvæðisins um Trölla fyrst í tímariti árið 1955. Það kom svo út í endanlegri mynd hjá Random House árið 1957. „Það ætti ekkert barn að vaxa úr grasi án kynna við eftirfarandi jólabækur, Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum, Jól í Ólátagarði (fáanleg í stórbókinni Líf og fjör í Ólátagarði) og Lína bjargar jólunum eftir Astrid Lindgren, þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss og Jólin okkar eftir Brian Pilkington,“ segir Bryndís. Bóksölulistinn nóvember 2024 Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ævisaga - Geir H. Haarde Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndh. Halldór Baldursson Hulda - Ragnar Jónasson Bókajóladagatal barnanna - Ýmsir höfundar, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Stella segir bless - Gunnar Helgason Lína bjargar jólunum - Astrid Lindgren, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Skáldverk Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Hulda - Ragnar Jónasson Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Jólabústaðurinn - Sarah Morgan,þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir Jólabókarleitin - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir Hittu mig í Hellisgerði - Ása Marin Hjartabein - Colleen Hoover, þýð. Sunna Dís Másdóttir Synir himnasmiðs - Guðmundur Andri Thorsson Myrku frúrnar - Ann Cleeves, þýð. Ragnar Hauksson Speglahúsið - Benný Sif Ísleifsdóttir Morðin á heimavistinni - Lucinda Riley, þýð. Arnar Matthíasson Hundrað dagar í júlí - Emelie Schepp, þýð. Friðrika Benónýsdóttir Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Svikaslóð - Ragnheiður Jónsdóttir Fræðbækur og rit almenns efnis Ævisaga - Geir H. Haarde Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar Ullaræði: Villahullu 2 - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Ég átti að heita Bjólfur - Æskuminningar - Jón Ársæll Þórðarson Öxin, Agnes og Friðrik - Síðasta aftakan á Íslandi - Magnús Ólafsso Ennþá fleiri Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave - Ólafur Ragnar Grímsson Í veiði með Árna Bald - Árni Baldursson Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar - Herdís Magnea Hübner Til taks - Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands - Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll Halldórsson Frasabókin – ný og endurbætt íslensk snjallyrði - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Almanak Háskóla Íslands 2025 - Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson Fræ - Arna Engilbertsdóttir, myndir Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu - Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir Þrútið var loft og þungur sjór - Steinar J. Lúðvíksson Óvæntur ferðafélagi - Eiríkur Bergmann ADHD í stuttu máli - Edward M.Hallowell, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir Strá fyrir straumi - Ævi Sigríðar Pálsdóttur - Erla Hulda Halldórsdóttir Barna- og ungmennabækur Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson Bókajóladagatal barnanna - Ýmsir höfundar, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Stella segir bless - Gunnar Helgason Lína bjargar jólunum - Astrid Lindgren, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Bluey 5-mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Þegar Trölli stal jólunum - Dr. Seuss, þýð. Þorsteinn Valdimarsson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Hvolpasveitin: Voff-voff björgunartæki - Keith Chapman, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Jólaföndur leikja- lita- og límmiðabók - Ýmsir höfundar Bluey - ömmur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Ævintýri Orra og Möggu – Glæponar - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Vörubílar og vinnuvélar - Örn Sigurðsson Risaeðlugengið 6: Leyndarmálið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer Ævintýri Orra og Möggu - Ótrúleg uppátæki - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Gleðilega jólahátið, þrautabók - Elizabeth Golding, myndir Dean Gray Uppsafnað frá áramótum Ferðalok - Arnaldur Indriðason Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Ævisaga - Geir H. Haarde Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Lykillinn - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal Fóstur - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Ég læt sem ég sofi - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson Sjö fermetrar með lás - Hallgrímur Helgason Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Gervigul - R.F. Kuang, þýð. Ingunn Snædal Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal ADHD fullorðinna - Bára Sif Ómarsdóttir Bókajóladagatal barnanna - Ýmsir höfundar, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir,myndir Halldór Baldursson Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding, þýð. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Amma slær í gegn - Gunnar Helgason, myndir Rán Flygenring Bókaútgáfa Bókmenntir Íslensk fræði Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sjá má nokkur veðrabrigði á nýjum lista frá því sem verið hefur undanfarin ár. Dyggir lesendur Arnaldar Indriðasonar fylgja honum óhikað frá morðmálum til fagurbókmenntaverksins Ferðaloka sem situr á toppi Bóksölulistans, lang söluhæsta bók nóvember mánaðar, að sögn Bryndísar Loftsdóttur framkvæmdastjóra Fíbút. Glíman milli skáldsagna og ævisagna spennandi í ár Þá segir Bryndís Geir H. Haarde gera vel að koma bók sinni, Ævisögu alla leið upp í annað sæti listans. Hann skýtur sjálfum forsetanum, Ólafi Ragnari Grímssyni ref fyrir rass, en Ólafur Ragnar sendi frá sér bókina Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave. Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda sendir frá sér fyrsta sölulista ársins. Jólabókaflóðið getur nú loks farið að bára eftir kosningafár sem gripið hefur landsmenn.vísir/vilhelm „Þetta er líklega fyrsta jólabókavertíð Geirs en þó ekki jómfrúarbók hans því eftir hann liggur þýðing frá árinu 1978 á Öld óvissunnar eða The age of uncertainty eftir John Kenneth Galbraith. Önnur nöfn á topp 10 listanum hafa öll verið þar áður, Yrsa, Birgitta, Stefán Máni, Óttar, Hallgrímur, Bjarni og Eva Björg en bækur þeirra Stefáns Mána og Evu Bjargar hafa líklega aldrei farið jafn vel af stað í nóvember og í ár.“ Spurð hver hafi helst komið á óvart það sem af er vertíð segir Bryndís að of snemmt sé að segja til um hver verði „svarti foli“ þessara bókajóla. „En þetta er gott bókaár og spennandi að sjá glímuna milli skáldverkahöfunda annars vegar, með Arnald í brjósti fylkingar og kanónur eins og Hallgrím Helgason, Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Jón Kalmann með sér í liði gegn glæpasagnahöfundunum Yrsu, Stefáni Mána, Evu Björg og Ragnari Jónassyni.“ Lína og Trölli koma sterk inn á sviðið En yfir í aðra sálma, það gleður Bryndísi mjög að sjá útgefendur missi ekki kjarkinn við útgáfu eldri barnabóka, þrátt fyrir neikvæð sjónarmið einstakra lesenda um boðskap þeirra og efnistök. „Lína langsokkur hefur að undanförnu þurft að horfast í augu við syndir föður síns, eins og gerist og gengur. Þessi vera hans í Suðurhöfum var líklega ekki til stakrar fyrirmyndar. Sterkasta stelpa í heiminum heldur þó sínu striki og í ár fáum við sögu sem ekki hefur áður komið út á íslensku, Lína bjargar jólunum. Sagan birtist fyrst í sænsku tímariti árið 1949 og var enduruppgvötuð upp úr síðustu aldamótum. Hún var þó ekki prentuð í bókarformi í Svíþjóð fyrr en í fyrra og því mikið fagnaðarefni að hún skuli strax vera komin út í íslenskri þýðingu.“ Það gleður framkvæmdastjóra Fíbút mjög að sjá þessar klassísku barnabækur endurútgefnar. Og Bryndís nefnir til sögunnar aðra sígilda jólabók sem nýverið hefur verið endurútgefin en það er Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss í þýðingu Þorsteins Valdimarssonar. Sú bók kom fyrst út í íslenskri þýðingu hjá Erni og Örlygi fyrir 50 árum síðan, árið 1974, en líkt og Lína bjargar jólunum, þá birtust frumdrög kvæðisins um Trölla fyrst í tímariti árið 1955. Það kom svo út í endanlegri mynd hjá Random House árið 1957. „Það ætti ekkert barn að vaxa úr grasi án kynna við eftirfarandi jólabækur, Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum, Jól í Ólátagarði (fáanleg í stórbókinni Líf og fjör í Ólátagarði) og Lína bjargar jólunum eftir Astrid Lindgren, þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss og Jólin okkar eftir Brian Pilkington,“ segir Bryndís. Bóksölulistinn nóvember 2024 Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ævisaga - Geir H. Haarde Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndh. Halldór Baldursson Hulda - Ragnar Jónasson Bókajóladagatal barnanna - Ýmsir höfundar, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Stella segir bless - Gunnar Helgason Lína bjargar jólunum - Astrid Lindgren, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndh. Wiebke Rauers Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Skáldverk Ferðalok - Arnaldur Indriðason Ég læt sem ég sofi - Yrsa Sigurðardóttir Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Hulda - Ragnar Jónasson Í skugga trjánna - Guðrún Eva Mínervudóttir Himintungl yfir heimsins ystu brún - Jón Kalman Stefánsson Jólabústaðurinn - Sarah Morgan,þýð. Birgitta Hassell og Marta Magnadóttir Jólabókarleitin - Jenny Colgan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Ég færi þér fjöll - Kristín Marja Baldursdóttir Hittu mig í Hellisgerði - Ása Marin Hjartabein - Colleen Hoover, þýð. Sunna Dís Másdóttir Synir himnasmiðs - Guðmundur Andri Thorsson Myrku frúrnar - Ann Cleeves, þýð. Ragnar Hauksson Speglahúsið - Benný Sif Ísleifsdóttir Morðin á heimavistinni - Lucinda Riley, þýð. Arnar Matthíasson Hundrað dagar í júlí - Emelie Schepp, þýð. Friðrika Benónýsdóttir Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Svikaslóð - Ragnheiður Jónsdóttir Fræðbækur og rit almenns efnis Ævisaga - Geir H. Haarde Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Stóra brauðtertubókin - Ýmsir höfundar Ullaræði: Villahullu 2 - Heli Nikula, þýð. Guðrún Hannele Henttinen Ég átti að heita Bjólfur - Æskuminningar - Jón Ársæll Þórðarson Öxin, Agnes og Friðrik - Síðasta aftakan á Íslandi - Magnús Ólafsso Ennþá fleiri Pabbabrandarar 3 - Þorkell Guðmundsson Þjóðin og valdið - Fjölmiðlalögin og Icesave - Ólafur Ragnar Grímsson Í veiði með Árna Bald - Árni Baldursson Ég skal hjálpa þér - Saga Auriar - Herdís Magnea Hübner Til taks - Þyrlusaga Landhelgisgæslu Íslands - Benóný Ásgrímsson, Júlíus Ó. Einarsson og Páll Halldórsson Frasabókin – ný og endurbætt íslensk snjallyrði - Eyþór Wöhler og Emil Örn Aðalsteinsson Almanak Háskóla Íslands 2025 - Gunnlaugur Björnsson og Páll Jakobsson Börn í Reykjavík - Guðjón Friðriksson Fræ - Arna Engilbertsdóttir, myndir Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Duna - Saga kvikmyndagerðarkonu - Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir Þrútið var loft og þungur sjór - Steinar J. Lúðvíksson Óvæntur ferðafélagi - Eiríkur Bergmann ADHD í stuttu máli - Edward M.Hallowell, þýð. Nanna Rögnvaldardóttir Strá fyrir straumi - Ævi Sigríðar Pálsdóttur - Erla Hulda Halldórsdóttir Barna- og ungmennabækur Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir, myndir Halldór Baldursson Bókajóladagatal barnanna - Ýmsir höfundar, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Stella segir bless - Gunnar Helgason Lína bjargar jólunum - Astrid Lindgren, þýð. Silja Aðalsteinsdóttir Prumpulíus brelludreki - Kai Lüftner, myndir Wiebke Rauers Bakað með Láru og Ljónsa - Birgitta Haukdal og Sylvía Haukdal Bluey 5-mínútna sögur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Þegar Trölli stal jólunum - Dr. Seuss, þýð. Þorsteinn Valdimarsson Verstu skrímsli í heimi - David Walliams, þýð. Guðni Kolbeinsson Hvolpasveitin: Voff-voff björgunartæki - Keith Chapman, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Jólaföndur leikja- lita- og límmiðabók - Ýmsir höfundar Bluey - ömmur - Joe Brumm, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Ævintýri Orra og Möggu – Glæponar - Bjarni Fritzson, myndh. Þorvaldur Sævar Gunnarsson Vörubílar og vinnuvélar - Örn Sigurðsson Risaeðlugengið 6: Leyndarmálið - Lars Mæhle, myndh. Lars Rudebjer Ævintýri Orra og Möggu - Ótrúleg uppátæki - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Gleðilega jólahátið, þrautabók - Elizabeth Golding, myndir Dean Gray Uppsafnað frá áramótum Ferðalok - Arnaldur Indriðason Hildur - Satu Rämö, þýð. Erla Elíasdóttir Völudóttir Ævisaga - Geir H. Haarde Lára fer á fótboltamót - Birgitta Haukdal Lykillinn - Kathryn Hughes, þýð. Ingunn Snædal Fóstur - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir Ég læt sem ég sofi - Jussi Adler-Olsen, þýð. Jón St. Kristjánsson Sjö fermetrar með lás - Hallgrímur Helgason Sextíu kíló af sunnudögum - Hallgrímur Helgason Dauðinn einn var vitni - Stefán Máni Gervigul - R.F. Kuang, þýð. Ingunn Snædal Útkall í ofsabrimi - Óttar Sveinsson Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi - Bjarni Fritzson, myndir Þorvaldur Sævar Gunnarsson Kvöldið sem hún hvarf - Eva Björg Ægisdóttir Atli eignast gæludýr - Birgitta Haukdal ADHD fullorðinna - Bára Sif Ómarsdóttir Bókajóladagatal barnanna - Ýmsir höfundar, þýð. Andri Karel Ásgeirsson Fíasól í logandi vandræðum - Kristín Helga Gunnarsdóttir,myndir Halldór Baldursson Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding, þýð. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Amma slær í gegn - Gunnar Helgason, myndir Rán Flygenring
Bókaútgáfa Bókmenntir Íslensk fræði Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira