Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2024 13:52 Ólafur Þ. Harðarson er nú búinn að reikna þetta fram og til baka og í niðurstöðum hans kemur fram að dauð atkvæði séu næstflest frá upphafi vísir/einar Ólafur Þ. Harðarson prófessor emeritus hefur legið yfir niðurstöðum kosninga með reiknistokkinn á lofti og niðurstöðurnar liggja nú fyrir. Dauð atkvæði í nýliðnum kosningum eru næstflest frá upphafi. „Já, nú er ég búinn að reikna þetta allt saman,“ segir Ólafur sem er hvergi nærri búinn að fá leið á kosningum og öllu sem þeim viðkemur eftir að hafa staðið vaktina ásamt Boga Ágústssyni á kosninganótt fyrir Ríkisútvarpið sjónvarp. „Þú vildir tala um dauð atkvæði. Það sem ég get sagt þér er að ... þau eru 22.064 sem eru 10,3 prósent af gildum atkvæðum. Þetta er það næstmesta af dauðum atkvæðum sem verið hefur á Íslandi. Árið 2013 voru 12 prósent dauð og það er Íslandsmet,“ segir Ólafur. Silfurverðlaun í dauðum atkvæðum Venjulega hafa dauð atkvæði verið á bilinu 1-2 prósent og svo 5-6 sem eru efri mörkin. Að sögn Ólafs hefur þetta oftast verið á því bilinu og menn ekki talið það sérstakt vandamál hingað til. Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins segir að þjóðin hafi trúað stjórnarandstöðunni og það sé þá bara um að gera að hún fái að reyna sig. En Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Miðflokki eru ekki búnir að gefa frá sér möguleikann.vísir/anton brink Nú hins vegar kvarta einkum þeir sem eru innan Sósíalistaflokksins, sem og Pírata og Vinstri grænna en enginn þessara flokka náði inn á þing. Gunnar Smári Egilsson reiknimeistari Sósíalistaflokksins hefur lýst því yfir á Samstöðinni að við þetta sé vart búandi, en þetta sé kerfið og það þurfi að finna ráð við því. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur bent á lausn sem gæti verið einskonar kosningabandalag, sem er að mismunandi flokkar sem eru í meginatriðum með sömu lífssýn, myndi kosningabandalag og bjóði þá fram undir sama bókstafnum sem gæti veirð V, VV og VVV. Þröskuldurinn með því hæsta sem þekkist Ólafur segir það alveg rétt, og að lýðræðissinnum þyki það vandamál þegar yfir 20 þúsund atkvæði falli dauð. Einn af hverjum tíu kjósendum fái ekki þingmann „Og það finnst líka ýmsum vandamál að tæplega 20 þúsund kjósendur, sem við vitum frá kosningarannsóknum að hafa mjög líkar skoðanir – bæði á þessum hægri/vinstri ás sem við höfum notað og því sem við höfum kallað menningarás – séu vinstri sinnaðir. Ólafur á erfitt með að finna Íslandsmet í þessum kosningum sem þó voru að mörgu leyti alveg einstakar sögulega.vísir/Einar Það er að segja, þeir eru félagslega frjálslyndir eða „woke“, ef þú vilt frekar nota það orð. Aðalmálið er að þar eru kjósendur þessara þriggja flokka mjög á svipuðum slóðum. Þarna erum við með 20 þúsund kjósendur sem eru svipaðrar skoðunar þó þá greini á um ýmislegt. Núna fær þessi skoðanahópur níu komma þrjú prósent kjósenda en engan fulltrúa á þinginu.“ Ólafur segir menn víða um lönd með þröskuld. „En okkar þröskuldur er með því hæsta sem gerist í þróuðum lýðræðisríkjum. Fimm prósenta þröskuldur er notaður í Þýskalandi. Í Noregi og Svíþjóð er þröskuldurinn fjögur prósent. Miðað við hann hefðu Sósíalistar samt ekki komist inn þar.“ Sósíalistar náðu ekki fjórum prósentum Nú? Nei, segir Ólafur því þó menn hafi eðlilega talað um að Sósíalistaflokkurinn hefði komist inn því þeir eru með fjögur prósent, það sé sú tala sem hefur verið á lofti í fjölmiðlum, þá er þar um námundun að ræða. „Þeir fengu 3,97 prósent. Og það dugar ekki. Og fyrir því eru dómafordæmi,“ segir Ólafur og rekur að árið 2013 þá kom fram í skýrslum hagstofunnar og í niðurstöðum kosninga, að Lýðræðisvaktin hans Þorvaldar Gylfasonar hefði fengið 2,5 prósent í kosningum. „Það skiptir máli því ef flokkur nær því á hann rétt á ákveðnum stuðningi frá ríkinu. Hins vegar úrskurðaði landskjörstjórn að þeir ættu ekki að fá styrk vegna þess að þeir hefðu ekki náð 2,5 prósentum, þeir hefðu verið örlítið undir 2,5 prósent þó námundað hefði verið í það. Ólafur nefnir dæmi um eina mál sögunnar þar sem tekist var á um námundun og aukastafi.vísir/einar Þá dygði það ekki. 2,5 prósent þýddi að þú yrðir að fá það en ekki 2,49999 endalaust. Dómurinn féll á þá leið að þegar þú setur 2,5 prósent þröskuld þá þarftu að fá það. Sem til einföldunar er stundum námundað.“ Hefðu komist inn í Danmörku Ólafur hlær og segir sem sagt að fyrir liggi dómur um þetta efni, sá eini sem fjallar um aukastafi og námundun. Sé hins vegar sjónum beint til Danmerkur, þá er þröskuldurinn þar 2 prósent. „Í danska kerfinu hefði Sósíalistaflokkurinn, Píratar og VG öll komist inn á þing. En Lýðræðisflokkurinn hefði ekki komist inn í Danmörku, hann var bara með eitt prósent og Ábyrg framtíð ekki heldur með sín 42 atkvæði. Sem er ekki Íslandsmet, það er Húmanistaflokkurinn 2016, sem fékk 34.“ Kristrún Frostadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn eru líklega að tala saman núna en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki bíður átekta.vísir/anton brink Lægsti þröskuldur í heimi er í Hollandi en þar er hann 0,67 prósent. Sem er reiknað þannig að það eru 150 þingmenn og sætum úthlutað um landið allt. Til að fá inn þingmann þar þarftu 1 á móti 150 til að ná inn þingmanni og það eru 0,67. „Menn segja kannski að tvö prósent þröskuldurinn sé ávísun á endalausan fjölda á þinginu. Auðvitað eykur það líkurnar en reyndin í Danmörku alveg eins og í Noregi og Svíþjóð hefur fjöldi flokka yfirleitt verið átta, níu eða tíu.“ Hvernig má sjá við kerfinu? Ólafur segir að á síðasta þingi hafi verið átta flokkar og litlu munað að níundi flokkurinn kæmist inn. En miðað við þessi kerfi er það eðlilegt hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Átta til tólf flokkar er veruleiki sem nágrönnum okkar hefur gengið prýðilega að lifa með. Þessir þingmenn sluppu inn og voru misjafnlega vel að því komnir.vísir Varðandi þann möguleika sem Haukur Arnþórsson fitjar uppá, með að flokkar geti tekið sig saman og boðið undir sama staf, segir Ólafur það alveg möguleika. „Ég kann ekki alveg tækniatriðin en það væri örugglega hægt að mynda slíkt kosningabandalag. Að bjóða fram eins og athafnamaðurinn Bolli í 17 vildi gera þegar hann vildi fá leyfi til að nota DD.“ Ólafur rekur að þetta hefur verið gert á Íslandi 1983 þegar Ingólfur Guðnason, sem datt út af lista Framsóknarflokksins fékk að bjóða fram undir merkjum BB. „En Sjálfstæðismennirnir Eggert Haukdal, Jón G. Sólnes og Sigurlaug Bjarnadóttir, sennilega árið 1979; allir þessir vildu bjóða fram DD-lista en flokkurinn hafnaði því.“ Það verður að vera agi í hernum Flokkurinn getur sem sagt leyft eða hafnað því hvort fleiri en einn eru að sigla undir sama fánanum. „Hvort það sé xD, xDD og xDDD. Ef þessir þrír flokkar sem ekki náðu inn hefðu myndað kosningabandalag hefðu þau getað boðið fram undir V-, VV- og VVV-lista. Kosturinn við að bjóða fram svona eru öll þessi atkvæði talin saman þegar jöfnunarsætunum er úthlutað.“ Formenn þriggja þessara flokka höfðu ekki erindi sem erfiði: Sanna fyrir Sósíalistaflokk, Svandís fyrir VG og Þórhildur Sunna fyrir Pírata. En Inga Sæland leikur við hvurn sinn fingur.vísir/Anton Brink Ólafur útskýrir að þegar Sjálfstæðisflokkurinn neitaði sínum mönnum um þetta vegist á tvö sjónarmið. „Í fyrra lagi, flokkurinn græðir á því við úthlutun jöfnunarlista að leyfa DD-lista. En af hverju vilja þeir ekki leyfa það? Jú, þeir eru hræddir um að það skapi klofning í flokkunum, orsaki agaleysi og mikilvægara sé að hafa sæmilegan aga á sínu liði fremur en að tapa fáeinum atkvæðum, það er þeirra kalkjúlasjón.“ Vúdú-fræði Í kosningunum núna voru þingmenn að detta inn og út allt fram undir hádegi næsta dags. Framsóknarmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson datt óvænt inn og Framsóknarmaðurinn Willum Þór Þórsson út. Og síðasti þingmaðurinn inn var aldursforsetinn Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Flokk fólksins. Fólk skilur þetta ekki og talar um vúdúfræði? „Þessi hringekja er óhjákvæmileg í núverandi kerfi en það stafar fyrst og fremst af því að jöfnunarsætin eru bundin við tiltekin kjördæmi,“ segir Ólafur og rekur að eitt verði að lenda norðvestur kjördæmi, tvö verði að lenda í Kraganum og önnur tvö í Reykjavíkurkjördæmunum… Ólafi var gefinn þessi bolur og annar til, svartur. Hann segir þetta bestu gjöf sem hann hefur fengið og segja sögur að farið sé að tala um Óla Harðar-bolinn.Hjördís smith „Ef við værum ekki með þetta skilyrði, þeir sem eru með flest atkvæði á bak við sig inni í hverjum flokki að þeir verði jöfnunarmenn flokksins sama hvaðan þeir koma værum við laus við þessa hringekju. Talið er að það verði tryggja að einhver jöfnunarsæti lendi í landsbyggðarkjördæmunum, sem eru með of marga þingmenn hvort sem er. Einfalt væri að losna við þessa hringekju ef þessi landsbyggðarsjónarmið væru ekki til staðar.“ Ég tel að þessi sjónarmið séu rót víðtækrar undirliggjandi spillingar á Íslandi, að Alþingi sé sjoppan þar sem góssinu er skipt og hagur heildarinnar sé þar með fyrir borð borinn? „Jú, margir telja það rétt þó ég vilji ekki kveða upp úr um það. En það er óheppilegt þetta misvægi atkvæða,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Aldursforsetinn á næsta þingi, sú sem kom inn síðust sem jöfnunarþingmaður í Suðvestur, er Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Flokk fólksins. Hún segist ekki hafa séð þetta fyrir. 1. desember 2024 13:42 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Sjá meira
„Já, nú er ég búinn að reikna þetta allt saman,“ segir Ólafur sem er hvergi nærri búinn að fá leið á kosningum og öllu sem þeim viðkemur eftir að hafa staðið vaktina ásamt Boga Ágústssyni á kosninganótt fyrir Ríkisútvarpið sjónvarp. „Þú vildir tala um dauð atkvæði. Það sem ég get sagt þér er að ... þau eru 22.064 sem eru 10,3 prósent af gildum atkvæðum. Þetta er það næstmesta af dauðum atkvæðum sem verið hefur á Íslandi. Árið 2013 voru 12 prósent dauð og það er Íslandsmet,“ segir Ólafur. Silfurverðlaun í dauðum atkvæðum Venjulega hafa dauð atkvæði verið á bilinu 1-2 prósent og svo 5-6 sem eru efri mörkin. Að sögn Ólafs hefur þetta oftast verið á því bilinu og menn ekki talið það sérstakt vandamál hingað til. Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins segir að þjóðin hafi trúað stjórnarandstöðunni og það sé þá bara um að gera að hún fái að reyna sig. En Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Miðflokki eru ekki búnir að gefa frá sér möguleikann.vísir/anton brink Nú hins vegar kvarta einkum þeir sem eru innan Sósíalistaflokksins, sem og Pírata og Vinstri grænna en enginn þessara flokka náði inn á þing. Gunnar Smári Egilsson reiknimeistari Sósíalistaflokksins hefur lýst því yfir á Samstöðinni að við þetta sé vart búandi, en þetta sé kerfið og það þurfi að finna ráð við því. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur bent á lausn sem gæti verið einskonar kosningabandalag, sem er að mismunandi flokkar sem eru í meginatriðum með sömu lífssýn, myndi kosningabandalag og bjóði þá fram undir sama bókstafnum sem gæti veirð V, VV og VVV. Þröskuldurinn með því hæsta sem þekkist Ólafur segir það alveg rétt, og að lýðræðissinnum þyki það vandamál þegar yfir 20 þúsund atkvæði falli dauð. Einn af hverjum tíu kjósendum fái ekki þingmann „Og það finnst líka ýmsum vandamál að tæplega 20 þúsund kjósendur, sem við vitum frá kosningarannsóknum að hafa mjög líkar skoðanir – bæði á þessum hægri/vinstri ás sem við höfum notað og því sem við höfum kallað menningarás – séu vinstri sinnaðir. Ólafur á erfitt með að finna Íslandsmet í þessum kosningum sem þó voru að mörgu leyti alveg einstakar sögulega.vísir/Einar Það er að segja, þeir eru félagslega frjálslyndir eða „woke“, ef þú vilt frekar nota það orð. Aðalmálið er að þar eru kjósendur þessara þriggja flokka mjög á svipuðum slóðum. Þarna erum við með 20 þúsund kjósendur sem eru svipaðrar skoðunar þó þá greini á um ýmislegt. Núna fær þessi skoðanahópur níu komma þrjú prósent kjósenda en engan fulltrúa á þinginu.“ Ólafur segir menn víða um lönd með þröskuld. „En okkar þröskuldur er með því hæsta sem gerist í þróuðum lýðræðisríkjum. Fimm prósenta þröskuldur er notaður í Þýskalandi. Í Noregi og Svíþjóð er þröskuldurinn fjögur prósent. Miðað við hann hefðu Sósíalistar samt ekki komist inn þar.“ Sósíalistar náðu ekki fjórum prósentum Nú? Nei, segir Ólafur því þó menn hafi eðlilega talað um að Sósíalistaflokkurinn hefði komist inn því þeir eru með fjögur prósent, það sé sú tala sem hefur verið á lofti í fjölmiðlum, þá er þar um námundun að ræða. „Þeir fengu 3,97 prósent. Og það dugar ekki. Og fyrir því eru dómafordæmi,“ segir Ólafur og rekur að árið 2013 þá kom fram í skýrslum hagstofunnar og í niðurstöðum kosninga, að Lýðræðisvaktin hans Þorvaldar Gylfasonar hefði fengið 2,5 prósent í kosningum. „Það skiptir máli því ef flokkur nær því á hann rétt á ákveðnum stuðningi frá ríkinu. Hins vegar úrskurðaði landskjörstjórn að þeir ættu ekki að fá styrk vegna þess að þeir hefðu ekki náð 2,5 prósentum, þeir hefðu verið örlítið undir 2,5 prósent þó námundað hefði verið í það. Ólafur nefnir dæmi um eina mál sögunnar þar sem tekist var á um námundun og aukastafi.vísir/einar Þá dygði það ekki. 2,5 prósent þýddi að þú yrðir að fá það en ekki 2,49999 endalaust. Dómurinn féll á þá leið að þegar þú setur 2,5 prósent þröskuld þá þarftu að fá það. Sem til einföldunar er stundum námundað.“ Hefðu komist inn í Danmörku Ólafur hlær og segir sem sagt að fyrir liggi dómur um þetta efni, sá eini sem fjallar um aukastafi og námundun. Sé hins vegar sjónum beint til Danmerkur, þá er þröskuldurinn þar 2 prósent. „Í danska kerfinu hefði Sósíalistaflokkurinn, Píratar og VG öll komist inn á þing. En Lýðræðisflokkurinn hefði ekki komist inn í Danmörku, hann var bara með eitt prósent og Ábyrg framtíð ekki heldur með sín 42 atkvæði. Sem er ekki Íslandsmet, það er Húmanistaflokkurinn 2016, sem fékk 34.“ Kristrún Frostadóttir Samfylkingu og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn eru líklega að tala saman núna en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki bíður átekta.vísir/anton brink Lægsti þröskuldur í heimi er í Hollandi en þar er hann 0,67 prósent. Sem er reiknað þannig að það eru 150 þingmenn og sætum úthlutað um landið allt. Til að fá inn þingmann þar þarftu 1 á móti 150 til að ná inn þingmanni og það eru 0,67. „Menn segja kannski að tvö prósent þröskuldurinn sé ávísun á endalausan fjölda á þinginu. Auðvitað eykur það líkurnar en reyndin í Danmörku alveg eins og í Noregi og Svíþjóð hefur fjöldi flokka yfirleitt verið átta, níu eða tíu.“ Hvernig má sjá við kerfinu? Ólafur segir að á síðasta þingi hafi verið átta flokkar og litlu munað að níundi flokkurinn kæmist inn. En miðað við þessi kerfi er það eðlilegt hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Átta til tólf flokkar er veruleiki sem nágrönnum okkar hefur gengið prýðilega að lifa með. Þessir þingmenn sluppu inn og voru misjafnlega vel að því komnir.vísir Varðandi þann möguleika sem Haukur Arnþórsson fitjar uppá, með að flokkar geti tekið sig saman og boðið undir sama staf, segir Ólafur það alveg möguleika. „Ég kann ekki alveg tækniatriðin en það væri örugglega hægt að mynda slíkt kosningabandalag. Að bjóða fram eins og athafnamaðurinn Bolli í 17 vildi gera þegar hann vildi fá leyfi til að nota DD.“ Ólafur rekur að þetta hefur verið gert á Íslandi 1983 þegar Ingólfur Guðnason, sem datt út af lista Framsóknarflokksins fékk að bjóða fram undir merkjum BB. „En Sjálfstæðismennirnir Eggert Haukdal, Jón G. Sólnes og Sigurlaug Bjarnadóttir, sennilega árið 1979; allir þessir vildu bjóða fram DD-lista en flokkurinn hafnaði því.“ Það verður að vera agi í hernum Flokkurinn getur sem sagt leyft eða hafnað því hvort fleiri en einn eru að sigla undir sama fánanum. „Hvort það sé xD, xDD og xDDD. Ef þessir þrír flokkar sem ekki náðu inn hefðu myndað kosningabandalag hefðu þau getað boðið fram undir V-, VV- og VVV-lista. Kosturinn við að bjóða fram svona eru öll þessi atkvæði talin saman þegar jöfnunarsætunum er úthlutað.“ Formenn þriggja þessara flokka höfðu ekki erindi sem erfiði: Sanna fyrir Sósíalistaflokk, Svandís fyrir VG og Þórhildur Sunna fyrir Pírata. En Inga Sæland leikur við hvurn sinn fingur.vísir/Anton Brink Ólafur útskýrir að þegar Sjálfstæðisflokkurinn neitaði sínum mönnum um þetta vegist á tvö sjónarmið. „Í fyrra lagi, flokkurinn græðir á því við úthlutun jöfnunarlista að leyfa DD-lista. En af hverju vilja þeir ekki leyfa það? Jú, þeir eru hræddir um að það skapi klofning í flokkunum, orsaki agaleysi og mikilvægara sé að hafa sæmilegan aga á sínu liði fremur en að tapa fáeinum atkvæðum, það er þeirra kalkjúlasjón.“ Vúdú-fræði Í kosningunum núna voru þingmenn að detta inn og út allt fram undir hádegi næsta dags. Framsóknarmaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson datt óvænt inn og Framsóknarmaðurinn Willum Þór Þórsson út. Og síðasti þingmaðurinn inn var aldursforsetinn Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Flokk fólksins. Fólk skilur þetta ekki og talar um vúdúfræði? „Þessi hringekja er óhjákvæmileg í núverandi kerfi en það stafar fyrst og fremst af því að jöfnunarsætin eru bundin við tiltekin kjördæmi,“ segir Ólafur og rekur að eitt verði að lenda norðvestur kjördæmi, tvö verði að lenda í Kraganum og önnur tvö í Reykjavíkurkjördæmunum… Ólafi var gefinn þessi bolur og annar til, svartur. Hann segir þetta bestu gjöf sem hann hefur fengið og segja sögur að farið sé að tala um Óla Harðar-bolinn.Hjördís smith „Ef við værum ekki með þetta skilyrði, þeir sem eru með flest atkvæði á bak við sig inni í hverjum flokki að þeir verði jöfnunarmenn flokksins sama hvaðan þeir koma værum við laus við þessa hringekju. Talið er að það verði tryggja að einhver jöfnunarsæti lendi í landsbyggðarkjördæmunum, sem eru með of marga þingmenn hvort sem er. Einfalt væri að losna við þessa hringekju ef þessi landsbyggðarsjónarmið væru ekki til staðar.“ Ég tel að þessi sjónarmið séu rót víðtækrar undirliggjandi spillingar á Íslandi, að Alþingi sé sjoppan þar sem góssinu er skipt og hagur heildarinnar sé þar með fyrir borð borinn? „Jú, margir telja það rétt þó ég vilji ekki kveða upp úr um það. En það er óheppilegt þetta misvægi atkvæða,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Aldursforsetinn á næsta þingi, sú sem kom inn síðust sem jöfnunarþingmaður í Suðvestur, er Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Flokk fólksins. Hún segist ekki hafa séð þetta fyrir. 1. desember 2024 13:42 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Sjá meira
Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Aldursforsetinn á næsta þingi, sú sem kom inn síðust sem jöfnunarþingmaður í Suðvestur, er Jónína Björk Óskarsdóttir fyrir Flokk fólksins. Hún segist ekki hafa séð þetta fyrir. 1. desember 2024 13:42
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Fjórir stjórnarandstöðuflokkar bættu samtals við sig 24 þingsætum í alþingiskosningunum í gær á meðan ríkisstjórnarflokkar síðasta kjörtímabils guldu sameiginleg afhroð. Vinstri græn þurrkuðust út af þingi en Sjálfstæðisflokkur vann varnarsigur. 1. desember 2024 13:28