„Þannig ég heyrði í mínum talningarstjóra og bað hann að vera með talningafólk á lausu ef til þess kæmi,“ segir Gestur, en tekur fram að ekkert sé ákveðið í þessum efnum.
Það hafi komið beiðni um endurtalningu en ekki sé búið að taka hana fyrir.
Talning í Suðvesturkjördæmi, sem er fjölmennasta kjördæmið, þótti taka nokkuð langan tíma, en lokatölur bárust seinast þaðan, upp úr hádegi í gær.
Gestur segir að þar hafi margir þættir spilað inn í. Hann segir að mögulega hefði verið betra að hafa fleiri að telja, og þá hafi kjörseðlarnir einnig verið nokkuð stórir sem hafi haft áhrif. Einnig minnist hann á svokölluð óvistuð atkvæði.
Óvistuð atkvæði eru atkvæði sem er komið til skila í kjördeild í kjördæmi kjósandans, en ekki í heimakjördeild hans.
„Það þýðir það að við þurfum að stemma af kjörskrárnar og finna þær til. Það tekur svolítinn tíma að finna hvort að viðkomandi hafi kosið og merkja við hann ef svo ber undir,“ útskýrir Gestur.