Kristín Þóra þekkir vel til í kjallara Þjóðleikhússins þar sem hún hefur farið á kostum í leikritinu Á rauðu ljósi á árinu og vakið verðskuldaða athygli. Kristín gerir stólpagrín að sjálfri sér í leikritinu og áskorunum sínum í lífinu. Ljósið var hins vegar ekki rautt á laugardagskvöldið heldur þvert á móti.
Eins og reikna mátti með voru þekktir leikarar meðal gesta. Þar má nefna Hallgrím Ólafsson, Halla Melló, og Hilmar Guðjónsson, Himma Gau, sem fóru á kostum í tónlistaratriðum. Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson voru í stuði og sömuleiðis Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, stjórnandi hjá Expectus.
Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona og frambjóðandi Framsóknarflokksins, var meðal þeirra sem stigu trylltan dans, meðal annars við lög Frikka Dórs sem leit við. Bændasamtökin áttu einnig fulltrúa í salnum en Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, er stórvinkona hjónanna.