Klakastíflan er við og fyrir neðan Ölfusárbrú, farvegur árinnar er orðinn bakkafullur af ís og vatn komið yfir gróður nærri Hótel Selfossi. Klaki hleðst upp frá brúnni og þegar hann brotnar skolast hann niður að stíflunni og þykknar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands.


Vatnsstaðan í Ölfusá hefur ekki verið hærri frá árinu 2020. Enn vantar um áttatíu sentímetra í að staðan nái þeirri sem var þegar áin flæddi yfir bakka sína 21. desember árið 2006 og vatn flæddi ofan í kjallara Selfosskirkju. Flóðið náði þá yfir stór svæði meðfram Ölfusá og Hvítá.
Aðstæður núna eru hins vegar allt aðrar en í flóðinu 2006 sem kom í kjölfar hlýinda og rigninga. Ástæða klakastíflunnar er samfelldur kuldakafli án leysinga undanfarna daga.