Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 00:59 Þorsteinn Pálsson, Páll Magnússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spáðu í spilin. Spekingarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Magnússon og Þorsteinn Pálsson eru sammála um að fyrstu tölur kvöldsins bendi til þess að um sögulegar kosningar sé að ræða. Þorsteinn gengur svo langt að segja að vísbending sé um að kosningarnar séu „jarðskjálftakosningar.“ Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 þar sem Elísabet Inga Sigurðardóttir fékk þau til sín í sett til að spá í spilin. Tölur hafa ekki birst í öllum kjördæmum þegar þetta er skrifað en Samfylkingin er sem stendur stærsti flokkur landsins. Verði það raunin segja þremenningarnir það í fyrsta sinn í 95 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stærsti flokkur landsins og um umtalsverðar breytingar á flokkakerfinu að ræða að sögn Þorsteins. „Ef í heildina þessar tölur verða undir lokin eins og það sem núna er komið þá er þetta vísbending um það sem kalla mætti jarðskjálftakosningar. Þetta eru gífurlegar breytingar eins og Páll benti á þá væri þetta í fyrsta skiptið ef þetta fer svona sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, svo eru Vinstri græn að detta út af þingi, það er greinilegt að flokkakerfið sem hefur verið að breytast, það er verið að stíga mjög stórt skref í þeirri breytingu allri fram á við.“ Páll segist ekki muna eftir því að stjórnarflokkum hafi verið refsað eins grimmilega og í þessum kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins og formanns hans sé ekki góð ef þetta yrði niðurstaðan. Ingibjörg Sólrún segist fyrst og fremst ánægð að sjá Samfylkinguna í svo góðum gír. „Því mér fannst Samfylkingin í óásættanlegri lægð í tíu, fimmtán ár. Samfylkingin er hluti af þessum sósíaldemókratíska hugmyndastraumi, sem á að vera meginstraumur en ekki jaðarstraumur og mér finnst það vera að gerast aftur núna. Draumurinn að verða að raunveruleika,“ segir Ingibjörg Sólrún sem kom að stofnun flokksins 1999 og var formaður hans 2003 til 2007. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 þar sem Elísabet Inga Sigurðardóttir fékk þau til sín í sett til að spá í spilin. Tölur hafa ekki birst í öllum kjördæmum þegar þetta er skrifað en Samfylkingin er sem stendur stærsti flokkur landsins. Verði það raunin segja þremenningarnir það í fyrsta sinn í 95 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stærsti flokkur landsins og um umtalsverðar breytingar á flokkakerfinu að ræða að sögn Þorsteins. „Ef í heildina þessar tölur verða undir lokin eins og það sem núna er komið þá er þetta vísbending um það sem kalla mætti jarðskjálftakosningar. Þetta eru gífurlegar breytingar eins og Páll benti á þá væri þetta í fyrsta skiptið ef þetta fer svona sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, svo eru Vinstri græn að detta út af þingi, það er greinilegt að flokkakerfið sem hefur verið að breytast, það er verið að stíga mjög stórt skref í þeirri breytingu allri fram á við.“ Páll segist ekki muna eftir því að stjórnarflokkum hafi verið refsað eins grimmilega og í þessum kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins og formanns hans sé ekki góð ef þetta yrði niðurstaðan. Ingibjörg Sólrún segist fyrst og fremst ánægð að sjá Samfylkinguna í svo góðum gír. „Því mér fannst Samfylkingin í óásættanlegri lægð í tíu, fimmtán ár. Samfylkingin er hluti af þessum sósíaldemókratíska hugmyndastraumi, sem á að vera meginstraumur en ekki jaðarstraumur og mér finnst það vera að gerast aftur núna. Draumurinn að verða að raunveruleika,“ segir Ingibjörg Sólrún sem kom að stofnun flokksins 1999 og var formaður hans 2003 til 2007.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira