„Við viljum að þetta verði ævintýri“ Siggeir Ævarsson skrifar 29. nóvember 2024 21:57 Borce Ilievski þegar hann þjálfaði ÍR hér um árið. Vísir/Andri Marinó Endurkoma Borce Ilievski til ÍR fékk heldur betur draumabyrjun í kvöld þegar nýliðarnir lögðu Íslandsmeistara Vals í dramatískum leik 84-83. Borce sagði sjálfur að þetta yrði ævintýri og það verður að segjast eins og er að það var ævintýrabragur yfir þessum fyrsta leik. „Þetta var frábær leikur. Virkilega erfiður leikur. Við vorum yfir, svo vorum við undir en við komum alltaf til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft vorum við eflaust heppnari. En við unnum og það var magnað. Ég er ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Minnir mig á gamla tíma. Ég hef saknað þessara stuðningsmanna síðustu þrjú ár.“ Það hefur loðað við leik ÍR-inga í vetur að liðið hefur ekki náð að spila af fullum krafti í 40 mínútur. Liðið byrjaði leikinn af krafti í kvöld en virtist svo ætla að missa hann frá sér í þriðja leikhluta. „Þeir fóru greinilega yfir málin í klefanum í hálfleik. Þeir opnuðu þriðja leikhluta mjög vel en við svöruðum með litlu áhlaupi eftir það. Þegar leikurinn varð svo jafn á ný gat þetta fallið hvoru megin sem var. En þráin eftir þessum sigri var risastór hjá mínu liði.“ „Við erum búnir að vera að tala mikið um það í landsleikjahléinu að við verðum að hafa trú, sama hver staðan er. Við gáfumst ekki upp þó við værum fjórum stigum undir og mínúta tæp eftir af leiknum. Við héldum í trúna og lönduðum þessum sigri.“ Mörg lið hefðu eflaust brotnað í stöðunni 77-81, en þá setti Kristinn Pálsson ótrúlegan þrist og kom Valsmönnum í þægilega stöðu með tæpar þrjár mínútur á klukkunni. „Við tókum leikhlé og fórum yfir stöðuna og vorum sammála um hvað við þyrftum að gera. Sóknin okkar var mjög flöt og hikandi á köflum og staðsetningar ekki réttar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta í næstu leikjum. En þessir strákar kunna að berjast.“ Borce skortir ekki trú á sínu liði, en lagði áherslu á að allir verði að hafa trú á verkefninu á næstu mánuðum. „Þegar ég kom hérna og tók nokkrar æfingar með liðinu sá ég strax að ástandið var alls ekki jafn slæmt og margir vildu láta í veðri vaka. Þetta er mjög efnilegt lið og ég er mjög meðvitaður um þá stöðu sem ég er að ganga inn í hjá mínu liði ÍR. Ég kom hingað til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar ef ég mögulega get. Við lofum því að við munum berjast í öllum leikjum. Við höfum engu að tapa. Við viljum að þetta verði ævintýri. Við þurfum að hafa trú. Strákarnir hafa trú, ég hef trú og aðdáendur okkar eru farnir að hafa trú.“ Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 16 stig af bekknum og tók ellefu fráköst en hann gekk til liðs við ÍR á dögunum frá Grindavík og virðist falla eins og flís við rass við liðið. „Algjörlega. Við unnum saman hér hjá ÍR fyrir margt löngu. Nú erum við báðir að koma heim aftur. Hann er frábær viðbót við liðið. Hann er ekki búinn að koma sér alveg inn í öll kerfin en þegar það kemur held ég að hann verði enn betri. Hann er stór viðbót fyrir okkar lið.“ Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira
„Þetta var frábær leikur. Virkilega erfiður leikur. Við vorum yfir, svo vorum við undir en við komum alltaf til baka. Þegar öllu er á botninn hvolft vorum við eflaust heppnari. En við unnum og það var magnað. Ég er ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Minnir mig á gamla tíma. Ég hef saknað þessara stuðningsmanna síðustu þrjú ár.“ Það hefur loðað við leik ÍR-inga í vetur að liðið hefur ekki náð að spila af fullum krafti í 40 mínútur. Liðið byrjaði leikinn af krafti í kvöld en virtist svo ætla að missa hann frá sér í þriðja leikhluta. „Þeir fóru greinilega yfir málin í klefanum í hálfleik. Þeir opnuðu þriðja leikhluta mjög vel en við svöruðum með litlu áhlaupi eftir það. Þegar leikurinn varð svo jafn á ný gat þetta fallið hvoru megin sem var. En þráin eftir þessum sigri var risastór hjá mínu liði.“ „Við erum búnir að vera að tala mikið um það í landsleikjahléinu að við verðum að hafa trú, sama hver staðan er. Við gáfumst ekki upp þó við værum fjórum stigum undir og mínúta tæp eftir af leiknum. Við héldum í trúna og lönduðum þessum sigri.“ Mörg lið hefðu eflaust brotnað í stöðunni 77-81, en þá setti Kristinn Pálsson ótrúlegan þrist og kom Valsmönnum í þægilega stöðu með tæpar þrjár mínútur á klukkunni. „Við tókum leikhlé og fórum yfir stöðuna og vorum sammála um hvað við þyrftum að gera. Sóknin okkar var mjög flöt og hikandi á köflum og staðsetningar ekki réttar. Þetta er eitthvað sem við þurfum að bæta í næstu leikjum. En þessir strákar kunna að berjast.“ Borce skortir ekki trú á sínu liði, en lagði áherslu á að allir verði að hafa trú á verkefninu á næstu mánuðum. „Þegar ég kom hérna og tók nokkrar æfingar með liðinu sá ég strax að ástandið var alls ekki jafn slæmt og margir vildu láta í veðri vaka. Þetta er mjög efnilegt lið og ég er mjög meðvitaður um þá stöðu sem ég er að ganga inn í hjá mínu liði ÍR. Ég kom hingað til að leggja mitt lóð á vogarskálarnar ef ég mögulega get. Við lofum því að við munum berjast í öllum leikjum. Við höfum engu að tapa. Við viljum að þetta verði ævintýri. Við þurfum að hafa trú. Strákarnir hafa trú, ég hef trú og aðdáendur okkar eru farnir að hafa trú.“ Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik í kvöld. Skoraði 16 stig af bekknum og tók ellefu fráköst en hann gekk til liðs við ÍR á dögunum frá Grindavík og virðist falla eins og flís við rass við liðið. „Algjörlega. Við unnum saman hér hjá ÍR fyrir margt löngu. Nú erum við báðir að koma heim aftur. Hann er frábær viðbót við liðið. Hann er ekki búinn að koma sér alveg inn í öll kerfin en þegar það kemur held ég að hann verði enn betri. Hann er stór viðbót fyrir okkar lið.“
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira