Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2024 20:12 Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti. Hún hefur ítrekað boðið Ungum umhverfissinnum til fundar við sig til þess að hlusta, og var t.d. fyrsti (og eini af mér vitandi) alþingismaðurinn til að bjóða okkur upp á reglulega fundi við sig. Þar höfum við fengið að deila okkar áhyggjum, sjónarmiðum og framtíðarsýn, sem Svandís hefur sýnt mikinn skilning og virðingu, en sama skilning og virðingu hefur hún fyrir stjórnmálunum. Þannig hefur það verið stórkostlega valdeflandi og lærdómsríkt að fylgjast með henni breyta orðum í gjörðir og breyta hlutunum af alúð og vandvirkni - innan frá. Ég vil stjórnmálafólk sem raunverulega hlustar á fólkið í landinu. Gefur sér tíma fyrir samtöl í augnhæð og taka inn sjónarmið ólíkra hópa, en halda fast í kýrskýran áttavitann um hvert við þurfum að komast. Við þau ykkar sem hrópa að VG hafi "afhent XD umhverfisráðuneytið" vil ég benda á að umhverfismál (eiga og þurfa a.m.k. að) búa í öllum ráðuneytum. VG tóku við matvælaráðuneytinu, sem er eitthvert mikilvægasta umhverfisráðuneytið og gerðu stórkostlegar umbætur, t.d. hratt Svandís af stað verkefninu Auðlindin okkar, hvar ég sat í samráðsnefnd f.h. Ungra umhverfissinna. Þar voru samankomnir, í augnhæð, fjölmargt fólk með það markmið að endurhanna kvótakerfið - strangheiðarleg tilraun til akkúrat umbyltingarinnar sem þarf að eiga sér stað ef við ætlum okkur að eiga framtíð. Þá hratt hún af stað vinnu til að stöðva þær hörmungar sem við höfum séð gerast í sjókvíaeldismálum vegna hömluleysis fyrri ráðherra. Hún stöðvaði líka eftirminnilega hvalveiðar og já og hratt af stað stórkostlega mikilvægri og góðri vinnu um verndarsvæði í hafi - já í matvælaráðuneytinu, því þetta þarf að vinna þvert á ráðuneyti. Þegar í innviðaráðuneytið var komið hitti ég hana fyrir tilviljun á tónleikum, hvar ég heilsaði enda orðnar málkunnugar eftir þá fjölmörgu fundi sem ég vísaði til. Svandís gaf sér eins og ævinlega, tíma til þess að tala og tíma til þess að hlusta. Ég vissi afskaplega lítið um innviðaráðuneytið á þessum tíma, en af örstuttu samtali okkar í kvöld rann það upp fyrir mér að innviðaráðuneytið er ekki síður mikilvægt umhverfisráðuneyti. Þar undir heyra t.d. samgöngumál, byggðamál og haf- og strandsvæðaskipulagið eins og það leggur sig. Þarna rak ég upp stór augu, enda sjálf í miðjum klíðum við að hanna meistaraverkefni um verndarsvæði í hafi. Málaflokk sem fellur milli ráðuneyta, sem kemur öllum við og vill þá einhvern veginn stundum verða útundan og allir benda hver á annan. En þarna var Svandís komin í innviðaráðuneytið, og vissi að hún ætti ekki langan tíma eftir þar. Hún horfði á mig með sínum jákvæða og bjarta eldmóði, “Perla veistu við verðum bara að láta þetta gerast”, og vísaði þar í að ráðast í vinnu við hafskipulag, sem ríkið á lögum samkvæmt að útfæra og uppfæra á fimm ára fresti en hefur aldrei verið lagt í. “Veistu já ég finn mér alltaf eitthvað að gera, þetta snýst bara um að skilja hvar við getum haft áhrif og breytt til góðs, og það er alltaf eitthvað”. Já svona er Svandís - hún skilur að umhverfismálin eru alltumlykjandi, og að þarf eldhuga í hvert einasta ráðuneyti. Að rödd náttúruverndar má aldrei dvína. Hún má aldrei sofna á verðinum og hún má síst af öllu vera þurrkuð út. Það hefur mér hingað til verið hjartans mál að vera óflokksbundin, og geta þannig nýtt eigin rödd í þágu náttúrunnar þvert á flokka. En þegar ég sá kannanir í síðasta mánuði þá stóð mér hreinlega ekki á sama, því það væri: STÓRKOSTLEG TÍMASKEKKJA, EF EINI OPINBERI NÁTTÚRUVERNDARFLOKKUR LANDSINS, DYTTI AF ÞINGI, ÁRIÐ 2024, því án náttúrunnar ~ erum við ekkert, svo einfalt er það. Þess vegna skipa ég stolt 4.sæti á lista Vinsrihreyfingarinnar - græns framboðs í Alþingiskosningum 2024. Það gefur augaleið að ég er þar með ekki að sækjast eftir þingsæti sjálf en það vona ég svo SANNARLEGA að þau Svandís og Finnur Ricart fái og eldhugarnir sem skipa efstu sæti hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Þau eru harð harð harðduglegt fólk og ég treysti engum betur til að fylgja eftir stórgóðri nýuppfærðri umhverfisstefnu VG en akkúrat þeim. Hvet ykkur til að kynna ykkur stefnuna hér: https://vg.is/stefna/ og hvet landsmenn ALLA ennfremur til að kynna sér Sól Ungra umhverfissinna hafi þeir í hyggju að kjósa fyrir framtíðina: www.solin2024.is Höfundur er sjálfbærniarkitekt og sjómaður, og skipar 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti. Hún hefur ítrekað boðið Ungum umhverfissinnum til fundar við sig til þess að hlusta, og var t.d. fyrsti (og eini af mér vitandi) alþingismaðurinn til að bjóða okkur upp á reglulega fundi við sig. Þar höfum við fengið að deila okkar áhyggjum, sjónarmiðum og framtíðarsýn, sem Svandís hefur sýnt mikinn skilning og virðingu, en sama skilning og virðingu hefur hún fyrir stjórnmálunum. Þannig hefur það verið stórkostlega valdeflandi og lærdómsríkt að fylgjast með henni breyta orðum í gjörðir og breyta hlutunum af alúð og vandvirkni - innan frá. Ég vil stjórnmálafólk sem raunverulega hlustar á fólkið í landinu. Gefur sér tíma fyrir samtöl í augnhæð og taka inn sjónarmið ólíkra hópa, en halda fast í kýrskýran áttavitann um hvert við þurfum að komast. Við þau ykkar sem hrópa að VG hafi "afhent XD umhverfisráðuneytið" vil ég benda á að umhverfismál (eiga og þurfa a.m.k. að) búa í öllum ráðuneytum. VG tóku við matvælaráðuneytinu, sem er eitthvert mikilvægasta umhverfisráðuneytið og gerðu stórkostlegar umbætur, t.d. hratt Svandís af stað verkefninu Auðlindin okkar, hvar ég sat í samráðsnefnd f.h. Ungra umhverfissinna. Þar voru samankomnir, í augnhæð, fjölmargt fólk með það markmið að endurhanna kvótakerfið - strangheiðarleg tilraun til akkúrat umbyltingarinnar sem þarf að eiga sér stað ef við ætlum okkur að eiga framtíð. Þá hratt hún af stað vinnu til að stöðva þær hörmungar sem við höfum séð gerast í sjókvíaeldismálum vegna hömluleysis fyrri ráðherra. Hún stöðvaði líka eftirminnilega hvalveiðar og já og hratt af stað stórkostlega mikilvægri og góðri vinnu um verndarsvæði í hafi - já í matvælaráðuneytinu, því þetta þarf að vinna þvert á ráðuneyti. Þegar í innviðaráðuneytið var komið hitti ég hana fyrir tilviljun á tónleikum, hvar ég heilsaði enda orðnar málkunnugar eftir þá fjölmörgu fundi sem ég vísaði til. Svandís gaf sér eins og ævinlega, tíma til þess að tala og tíma til þess að hlusta. Ég vissi afskaplega lítið um innviðaráðuneytið á þessum tíma, en af örstuttu samtali okkar í kvöld rann það upp fyrir mér að innviðaráðuneytið er ekki síður mikilvægt umhverfisráðuneyti. Þar undir heyra t.d. samgöngumál, byggðamál og haf- og strandsvæðaskipulagið eins og það leggur sig. Þarna rak ég upp stór augu, enda sjálf í miðjum klíðum við að hanna meistaraverkefni um verndarsvæði í hafi. Málaflokk sem fellur milli ráðuneyta, sem kemur öllum við og vill þá einhvern veginn stundum verða útundan og allir benda hver á annan. En þarna var Svandís komin í innviðaráðuneytið, og vissi að hún ætti ekki langan tíma eftir þar. Hún horfði á mig með sínum jákvæða og bjarta eldmóði, “Perla veistu við verðum bara að láta þetta gerast”, og vísaði þar í að ráðast í vinnu við hafskipulag, sem ríkið á lögum samkvæmt að útfæra og uppfæra á fimm ára fresti en hefur aldrei verið lagt í. “Veistu já ég finn mér alltaf eitthvað að gera, þetta snýst bara um að skilja hvar við getum haft áhrif og breytt til góðs, og það er alltaf eitthvað”. Já svona er Svandís - hún skilur að umhverfismálin eru alltumlykjandi, og að þarf eldhuga í hvert einasta ráðuneyti. Að rödd náttúruverndar má aldrei dvína. Hún má aldrei sofna á verðinum og hún má síst af öllu vera þurrkuð út. Það hefur mér hingað til verið hjartans mál að vera óflokksbundin, og geta þannig nýtt eigin rödd í þágu náttúrunnar þvert á flokka. En þegar ég sá kannanir í síðasta mánuði þá stóð mér hreinlega ekki á sama, því það væri: STÓRKOSTLEG TÍMASKEKKJA, EF EINI OPINBERI NÁTTÚRUVERNDARFLOKKUR LANDSINS, DYTTI AF ÞINGI, ÁRIÐ 2024, því án náttúrunnar ~ erum við ekkert, svo einfalt er það. Þess vegna skipa ég stolt 4.sæti á lista Vinsrihreyfingarinnar - græns framboðs í Alþingiskosningum 2024. Það gefur augaleið að ég er þar með ekki að sækjast eftir þingsæti sjálf en það vona ég svo SANNARLEGA að þau Svandís og Finnur Ricart fái og eldhugarnir sem skipa efstu sæti hreyfingarinnar í öllum kjördæmum. Þau eru harð harð harðduglegt fólk og ég treysti engum betur til að fylgja eftir stórgóðri nýuppfærðri umhverfisstefnu VG en akkúrat þeim. Hvet ykkur til að kynna ykkur stefnuna hér: https://vg.is/stefna/ og hvet landsmenn ALLA ennfremur til að kynna sér Sól Ungra umhverfissinna hafi þeir í hyggju að kjósa fyrir framtíðina: www.solin2024.is Höfundur er sjálfbærniarkitekt og sjómaður, og skipar 4.sæti á lista VG í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar