Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2024 07:10 Það mun bæta smám saman í vind seinni partinn á landinu. Vísir/Vilhelm Vindur er nú víðast hvar hægur á landinu og verður bjart með köflum og hörkufrost, en það fór yfir tuttugu stig á nokkrum veðurstöðvum í nótt. Það blæs þó nokkuð við suðausturströndina og þar eru einhverjir úrkomubakkar á sveimi. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag nálgist lægð sunnan úr höfum, allra kaldasta loftið hörfi undan og það dragi úr frosti. „Seinnipartinn verða skil frá lægðinni skammt fyrir sunnan land, þá bætir smám saman í vind og það þykknar upp, víða snjókoma í kvöld, en líklega úrkomulítið á Norðvestur- og Vesturlandi. Gengur í norðaustan 13-20 m/s á morgun, hvassast suðaustantil. Á austurhelmingi landsins má búast við snjókomu og skafrenningi og þar eru líkur á að færð spillist, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Á norðvestanverðu landinu verður úrkoman éljakenndari, og suðvestanlands ætti að hanga þurrt. Frost 0 til 7 stig. Annað kvöld fer að draga úr ofankomu. Á sunnudag er svo útlit fyrir minnkandi norðanátt og él, en yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan heiða. Herðir á frosti,“ segir í Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast suðaustantil. Snjókoma á austurhelmingi landsins, og él um landið norðvestanvert, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Frost 0 til 7 stig. Dregur úr ofankomu undir kvöld. Á sunnudag (fullveldisdagurinn): Minnkandi norðanátt, 3-10 m/s seinnipartinn en 10-15 á Suðaustur- og Austurlandi. Víða él, en bjart að mestu sunnan heiða. Herðir á frosti, 5 til 17 stig undir kvöld, kaldast inn til landsins. Á mánudag: Vaxandi suðaustanátt og stöku él, 10-18 sunnan- og vestantil síðdegis og hlýnar með slyddu eða snjókomu. Hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi og lengst af þurrt og kalt, en dregur úr frosti um kvöldið. Á þriðjudag: Suðlæg átt 8-15 og rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti um eða yfir frostmarki. Á miðvikudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir eða él. Heldur kólnandi. Vaxandi austanátt og fer að rigna suðaustantil um kvöldið. Á fimmtudag: Norðlæg átt og slydda eða snjókoma, en úrkomuminna sunnan heiða. Veður Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira
Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag nálgist lægð sunnan úr höfum, allra kaldasta loftið hörfi undan og það dragi úr frosti. „Seinnipartinn verða skil frá lægðinni skammt fyrir sunnan land, þá bætir smám saman í vind og það þykknar upp, víða snjókoma í kvöld, en líklega úrkomulítið á Norðvestur- og Vesturlandi. Gengur í norðaustan 13-20 m/s á morgun, hvassast suðaustantil. Á austurhelmingi landsins má búast við snjókomu og skafrenningi og þar eru líkur á að færð spillist, einkum á Suðausturlandi og Austfjörðum. Á norðvestanverðu landinu verður úrkoman éljakenndari, og suðvestanlands ætti að hanga þurrt. Frost 0 til 7 stig. Annað kvöld fer að draga úr ofankomu. Á sunnudag er svo útlit fyrir minnkandi norðanátt og él, en yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan heiða. Herðir á frosti,“ segir í Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Norðaustan 13-20 m/s, hvassast suðaustantil. Snjókoma á austurhelmingi landsins, og él um landið norðvestanvert, en yfirleitt þurrt suðvestanlands. Frost 0 til 7 stig. Dregur úr ofankomu undir kvöld. Á sunnudag (fullveldisdagurinn): Minnkandi norðanátt, 3-10 m/s seinnipartinn en 10-15 á Suðaustur- og Austurlandi. Víða él, en bjart að mestu sunnan heiða. Herðir á frosti, 5 til 17 stig undir kvöld, kaldast inn til landsins. Á mánudag: Vaxandi suðaustanátt og stöku él, 10-18 sunnan- og vestantil síðdegis og hlýnar með slyddu eða snjókomu. Hægari vindur á Norðaustur- og Austurlandi og lengst af þurrt og kalt, en dregur úr frosti um kvöldið. Á þriðjudag: Suðlæg átt 8-15 og rigning, slydda eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti um eða yfir frostmarki. Á miðvikudag: Suðvestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir eða él. Heldur kólnandi. Vaxandi austanátt og fer að rigna suðaustantil um kvöldið. Á fimmtudag: Norðlæg átt og slydda eða snjókoma, en úrkomuminna sunnan heiða.
Veður Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Sjá meira