Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 21:02 Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum. Sagan sýnir að um langa hríð talaði flokkurinn fyrir daufum eyrum á meðan aðrir flokkar hreinlega tóku sér stöðu gegn nauðsynlegum breytingum á útlendingalöggjöfinni, þar á meðal afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna sem hafa virkað sem segull umsókna til Íslands. Samfylkingin treysti sér ekki einu sinni til að taka afstöðu í atkvæðagreiðslu á þinginu um breytingar á löggjöfinni í vor. Aðrir flokkar, sem virðast ekki hafa mikla reynslu af áætlanagerð, tala eins og það sé raunhæft að fjöldi hælisleitanda árið 2025 verði núll. Ég vil vinsamlega bjóða þessi stjórnmálaöfl velkomin í raunveruleikann. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að undanfarin ár hefur Ísland fengið hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd meðal Evrópuríkja. Þegar ég tók við sem dómsmálaráðherra, fyrir um einu og hálfu ári, höfðum aldrei tekið á móti eins mörgum umsóknum. Árið 2022 og 2023 bárust samanlagt um 9000 umsóknir og til þess að setja það í samhengi þá er það sambærilegur fjöldi og íbúar Selfoss. Sá gríðarlegi fjöldi sem sótt hefur hingað síðastliðin ár hefur skapað áskoranir fyrir okkur sem samfélag og kerfin okkar. Kostnaður við kerfið rauk upp úr öllu valdi og stóð í um 20 milljarða króna á síðasta ári. Ef ekkert yrði aðhafast færi hann í um 26 milljarða króna á þessu ári. Þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og jafnvel stjórnarflokkana er staðreyndin sú að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur náðst ótvíræður árangur í málaflokknum. Umsóknum hefur fækkað um 60% Það er staðreynd að umsóknum um vernd hefur fækkað umtalsvert. Þegar þessi grein er skrifuð hafa á þessu ári borist um 1.800 umsóknir um vernd, sem er um 60% fækkun frá árinu 2022 og um 53% færri umsóknir en í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því að breyta íslensku regluverki til samræmis við regluverk nágrannaríkja okkar og afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur. Stór áfangi í þeirri vegferð var samþykkt útlendingafrumvarpsins í sumar. Aukinn árangur í brottflutningi og frávísun Það er einnig staðreynd að brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd frá landinu hefur stóraukist. Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu og hafa stofnanir verið styrktar, samvinna við alþjóðlegar samstarfsstofnanir aukin og reglur um heimfararstyrki breytt til að skapa hvata til heimfarar. Árangur af umræddum aðgerðum er ótvíræður. Brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um vernd eða eru hér í ólöglegri dvöl hefur aukist gífurlega, eða um 702% frá árinu 2022 og rúmlega tvöfaldast frá síðasta ári. Þá hefur frávísunum á landamærunum fjölgað um 1500% frá árinu 2022 og kostnaður við verndarkerfið er nú 10 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, fyrir þetta ár. Enn meiri árangur fyrir okkur öll Umræða um útlendingamál á Íslandi hefur oft einkennst af misskilningi. Við þurfum útlendinga sem auðga menningu okkar og stuðla að verðmætasköpun, en á réttum forsendum. Flóttamannakerfið er neyðarkerfi fyrir þá sem óttast um líf sitt og frelsi og þurfa raunverulega vernd, en það er ekki ætlað þeim sem leita betri lífskjara. Það er aðeins einn flokkur sem getur talað um þetta málefni með trúverðugum hætti. Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og ráðast í frekari umbætur á verndarkerfinu. Stefna í málefnum landamæranna var kynnt í byrjun mánaðarins þar sem finna má 13 aðgerðir til að styrkja landamærin, þar á meðal að styrkja landamærastöðvar um land allt, koma á fót greiningarmiðstöð í grennd við Keflavíkurflugvöll og koma á fót lokuðum búsetuúrræðum. Við þorum að taka ábyrgð og erfiðar ákvarðanir. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum munum við ná enn meiri árangri, fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um landamærin. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember nk. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Landamæri Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil talað með ábyrgum hætti um stöðu mála í verndarkerfinu og lagt fram tillögur að breytingum á útlendingalögum. Sagan sýnir að um langa hríð talaði flokkurinn fyrir daufum eyrum á meðan aðrir flokkar hreinlega tóku sér stöðu gegn nauðsynlegum breytingum á útlendingalöggjöfinni, þar á meðal afnámi séríslenskra málsmeðferðarreglna sem hafa virkað sem segull umsókna til Íslands. Samfylkingin treysti sér ekki einu sinni til að taka afstöðu í atkvæðagreiðslu á þinginu um breytingar á löggjöfinni í vor. Aðrir flokkar, sem virðast ekki hafa mikla reynslu af áætlanagerð, tala eins og það sé raunhæft að fjöldi hælisleitanda árið 2025 verði núll. Ég vil vinsamlega bjóða þessi stjórnmálaöfl velkomin í raunveruleikann. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að undanfarin ár hefur Ísland fengið hlutfallslega langflestar umsóknir um alþjóðlega vernd meðal Evrópuríkja. Þegar ég tók við sem dómsmálaráðherra, fyrir um einu og hálfu ári, höfðum aldrei tekið á móti eins mörgum umsóknum. Árið 2022 og 2023 bárust samanlagt um 9000 umsóknir og til þess að setja það í samhengi þá er það sambærilegur fjöldi og íbúar Selfoss. Sá gríðarlegi fjöldi sem sótt hefur hingað síðastliðin ár hefur skapað áskoranir fyrir okkur sem samfélag og kerfin okkar. Kostnaður við kerfið rauk upp úr öllu valdi og stóð í um 20 milljarða króna á síðasta ári. Ef ekkert yrði aðhafast færi hann í um 26 milljarða króna á þessu ári. Þrátt fyrir mikla andstöðu stjórnarandstöðu og jafnvel stjórnarflokkana er staðreyndin sú að undir forystu Sjálfstæðisflokksins hefur náðst ótvíræður árangur í málaflokknum. Umsóknum hefur fækkað um 60% Það er staðreynd að umsóknum um vernd hefur fækkað umtalsvert. Þegar þessi grein er skrifuð hafa á þessu ári borist um 1.800 umsóknir um vernd, sem er um 60% fækkun frá árinu 2022 og um 53% færri umsóknir en í fyrra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því að breyta íslensku regluverki til samræmis við regluverk nágrannaríkja okkar og afnema séríslenskar málsmeðferðarreglur. Stór áfangi í þeirri vegferð var samþykkt útlendingafrumvarpsins í sumar. Aukinn árangur í brottflutningi og frávísun Það er einnig staðreynd að brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd frá landinu hefur stóraukist. Á þetta hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu og hafa stofnanir verið styrktar, samvinna við alþjóðlegar samstarfsstofnanir aukin og reglur um heimfararstyrki breytt til að skapa hvata til heimfarar. Árangur af umræddum aðgerðum er ótvíræður. Brottflutningur þeirra sem hafa fengið synjun um vernd eða eru hér í ólöglegri dvöl hefur aukist gífurlega, eða um 702% frá árinu 2022 og rúmlega tvöfaldast frá síðasta ári. Þá hefur frávísunum á landamærunum fjölgað um 1500% frá árinu 2022 og kostnaður við verndarkerfið er nú 10 ma.kr. lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir, fyrir þetta ár. Enn meiri árangur fyrir okkur öll Umræða um útlendingamál á Íslandi hefur oft einkennst af misskilningi. Við þurfum útlendinga sem auðga menningu okkar og stuðla að verðmætasköpun, en á réttum forsendum. Flóttamannakerfið er neyðarkerfi fyrir þá sem óttast um líf sitt og frelsi og þurfa raunverulega vernd, en það er ekki ætlað þeim sem leita betri lífskjara. Það er aðeins einn flokkur sem getur talað um þetta málefni með trúverðugum hætti. Eitt af áherslumálum Sjálfstæðisflokksins er að styrkja íslensk landamæri og ráðast í frekari umbætur á verndarkerfinu. Stefna í málefnum landamæranna var kynnt í byrjun mánaðarins þar sem finna má 13 aðgerðir til að styrkja landamærin, þar á meðal að styrkja landamærastöðvar um land allt, koma á fót greiningarmiðstöð í grennd við Keflavíkurflugvöll og koma á fót lokuðum búsetuúrræðum. Við þorum að taka ábyrgð og erfiðar ákvarðanir. Með skýrri stefnu og markvissum aðgerðum munum við ná enn meiri árangri, fyrir okkur öll. Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um landamærin. Settu X við Sjálfstæðisflokkinn þann 30. nóvember nk. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar