Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. nóvember 2024 18:39 Horft yfir Egilsstaði. Mynd úr safni. vísir/vilhelm „Fólk tekur það yfirleitt fram þegar það kemur til okkar að það sé eins gott að fara drífa sig, því það sem vofir yfir er það sem að Íslendingar þekkja því miður betur en aðrar þjóðir, vont veður.“ Þetta segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Vísi en slæm veðurspá á svæðinu fyrir kjördag á laugardag hefur valdið því að fleiri kjósa utan kjörfunar en áður. Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Austfirði. Samtals eru utankjörfundaratkvæði á Austurlandi nú yfir 1.100 talsins sem er um fimmtán prósent kjörsókn. „Þetta er búinn að vera mjög stór dagur, kjörsókn er búin að vera mjög góð. Þessi fimmtudagur hefur verið sérstaklega stór og mjög mikil kjörsókn á öllum kjörstöðum.“ Spurður hvort að um metaðsókn utan kjörfundar sé að ræða segir Svavar: „Ég hugsa að það sé nærri því, við vitum það ekki fyrr en morgundagurinn er búinn.“ Jafnframt hefur verið gripið til ýmissa ráðstafanna til að auðvelda fyrir þeim sem vilja kjósa utan kjörfundar. Boðið hefur verið upp á auka opnun á Djúpavogi og Borgarfirði eystri. „Það eru auka opnanir og skipun kjörstjóra á afksekktari stöðum þar sem hætta er á að fólk lokist inni. Svo höfum við þurft að grípa til þess að senda kjörgögn á milli staða. Notkun á kjörgögnum hefur verið umfram fyrstu áætlanir svo við höfum þurft að bregðast við þessari auknu kjörsókn með ýmsum hætti.“ Svavar tekur það fram að það sé nokkuð óvanalegt að þurfa grípa til ráðstafanna vegna veðurs og bendir á að vanalega sé kosið að vori eða snemma að hausti. Alþingiskosningar 2024 Veður Múlaþing Fjarðabyggð Fljótsdalshreppur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Þetta segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Austurlandi, í samtali við Vísi en slæm veðurspá á svæðinu fyrir kjördag á laugardag hefur valdið því að fleiri kjósa utan kjörfunar en áður. Veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Austfirði. Samtals eru utankjörfundaratkvæði á Austurlandi nú yfir 1.100 talsins sem er um fimmtán prósent kjörsókn. „Þetta er búinn að vera mjög stór dagur, kjörsókn er búin að vera mjög góð. Þessi fimmtudagur hefur verið sérstaklega stór og mjög mikil kjörsókn á öllum kjörstöðum.“ Spurður hvort að um metaðsókn utan kjörfundar sé að ræða segir Svavar: „Ég hugsa að það sé nærri því, við vitum það ekki fyrr en morgundagurinn er búinn.“ Jafnframt hefur verið gripið til ýmissa ráðstafanna til að auðvelda fyrir þeim sem vilja kjósa utan kjörfundar. Boðið hefur verið upp á auka opnun á Djúpavogi og Borgarfirði eystri. „Það eru auka opnanir og skipun kjörstjóra á afksekktari stöðum þar sem hætta er á að fólk lokist inni. Svo höfum við þurft að grípa til þess að senda kjörgögn á milli staða. Notkun á kjörgögnum hefur verið umfram fyrstu áætlanir svo við höfum þurft að bregðast við þessari auknu kjörsókn með ýmsum hætti.“ Svavar tekur það fram að það sé nokkuð óvanalegt að þurfa grípa til ráðstafanna vegna veðurs og bendir á að vanalega sé kosið að vori eða snemma að hausti.
Alþingiskosningar 2024 Veður Múlaþing Fjarðabyggð Fljótsdalshreppur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira