Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Arnar Skúli Atlason skrifar 29. nóvember 2024 22:27 Tindastóll hefur verið á flugi í Bónus-deildinni það sem af er. vísir/anton Það var Tindastóll sem vann Álftanes 109-99 í 8. umferð Bónus-deildar karla, þegar tvö heitustu lið landsins mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Það voru gestirnir í Álftanesi sem fóru betur af stað í fyrsta leikhluta í kvöld en Tindastóll barði frá sér um miðjan fjórðunginn og tók forystuna leiddu eftir fyrsta fjórðung 29-21. Tindastóll hélt áfram að auka forystuna í 2. leikhlutanum en um miðjan fjórðunginn fór allt í skrúfuna og Andomas Drungilas og Benedikt Guðmundsson var vikið út úr húsi. Álftanes tók öll völd á vellinum og nýttu sér ráðaleysið hjá Tindastól og leiddu í hálfleik en staðan var 55-59. Það var allt annað Tindastóls lið sem kom út í þriðja leikhlutann, Ragnar Ágústsson kom inn fyrir Adomas Drungilas í liðið Tindastóls og lét hann finna fyrir sig á sóknarhelming Tindastóls, Tindastóll komst í forystu og Ragnar tók 5 sóknarfráköst sem bjuggu til önnur skot fyrir heimamenn sem fóru ofan í og þeir náðu að snúa leiknum við og eftir 3 leikhluta voru það heimamenn í forystu 87-79. Það hægðist aðeins á stigaskori í seinasta fjórðungnum og ekki sama flugeldasýning og var í hinum fjórðungnum. Tindastóll leiddi og Álftanes aldrei langt undan. Álftanes kom muninum í 2 stig, þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Þá komu 5 snögg stig frá Tindastól, Ragnar skoraði úr sniðskoti og næstu sókn stal hann boltanum og rölti upp völlinn og fann Sigtrygg Arnar Björnsson sem skoraði þrist sem þrýsti Tindastól 7 stigum frá Álftanes, það var munur sem Álftanes náði ekki að vinna tilbaka og Tindastóll fór því með sigur á hólmi sem áður segir 109-99. Tindastóll situr eitt í efsta sæti deildarinnar en Álftanes er í þéttum hópi frá 3-10 sæti Atvik leiksins Benedikt Guðmundsson og Adomas Drungilas voru reknir út úr húsi um miðjan 2 leikhluta, Adomas beint út úr húsi en Benedikt Guðmundsson var að fá sína aðra tæknivillu. Hvað gekk vel? Bæði liðin voru að hitta vel í dag og var mikið skorað. Tindastóll herti vörnina í seinni hálfleiknum og tóku mikið af sóknarfráköstum. Álftanes skoraðu mikið af stigum í Síkinu og það eru ekki öll lið sem gera það. Hetjur og Skúrkar Ragnar Ágústsson var besti maður Tindastóls í dag og besti maður vallarins, fráköst og barátta sneri leiknum og eins og í leiknum á undan á Móti Þór Þorláksson. Sadio Doucoure og Dedrick Basile voru stigahæstir hjá Tindastól, Giannis, Davis Geks og Sigtryggur Arnar lögðu líka í púkk hjá Tindastól á sóknarhelming. Hjá Álftanes voru Haukur Helgi, Andrew Jones og Dúi Jónsson atkvæðamestir en Hörður Axel og David Okeke lögðu sitt á vogarskálarnar líka. Skúrkarnir í dag voru Adomas Drungilas hjá Tindastól sem lét henda sér út úr húsi fyrir að rífast við dómarann og Dimitrios Klonaras hjá Álftanesi náði ekki að eiga sinn besta leik. Hvað þýða úrslitin? Tindastóll er í efsta sæti deildarinnar einir á toppnum búnir að vinna 7 leiki og tapa einum, en Álftanes er með 4 sigra og 4 töp. Friðrik í stað Benedikts: Menn misstu bara hausinn Friðrik Hrafn aðstoðarþjálfari Tindastóls var að vonum kampakátur að loknum leik í dag, þar sem Tindastóll vann leikinn. „Þetta er góð tilfinning, gífurlega ánægður með strákana, ánægður með þennan andlega hluta við brotnuðum aldrei niður, stóðum saman sem lið og töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að komast yfir það mótlæti sem komu okkur úr ójafnvægi, menn stigu upp eftir að menn því miður fóru út úr leiknum, gífurlegt hrós á strákana þeir stóðu sig frábærlega, góð tilfinginn, get ekki annað en sagt það.“ Friðrik steig inn í stað Benedikts Guðmundssonar þegar hann var sendur í sturtu. „Menn misstu bara hausinn, mér fannst fullsnemmt að gefa Benna aðra tæknivillu, en bara frábært tækifæri að vera tilbúinn, ég reyni að vera tilbúinn og gera mitt besta, það er eina sem ég bið um að strákarnir geri það líka, ég þakka bara strákunum fyrir góða frammistöðu, þetta var skemmtilegt og gott tækifæri og sýnir kannski fyrir sjálfum mér að ég geti þjálfað líka, bara enn og aftur strákarnir þvílíkt hrós.“ Ákefð og barátta skein úr augum Tindastóls manna í seinni hálfleiknum og var Friðrik stoltur af strákunum. „Við breytum engu (í seinni hálfleiknum) og héldum leikplaninu okkar, við létum hluti sem fóru í taugarnar á okkur hafa áhrif á okkur og við töluðum um það að laga það og byrja að spila eins og menn, ákafinn í vörninni kemur þannig, hver og einn gerir einstaklingsvinnu í vörninni verður liðsvörninn góð, sóknarleikur var aðeins slakari í byrjun seinni, en að hafa trú á sjálfan sig og öðrum gerast góðir hlutir.“ Kjartan: Snerist um ákefðina hjá Stólunum Kjartan Atli, þjálfari Álftaness, var súr að tapa í Síkinu í kvöld. „Svekkelsi, bara svekkelsi, vorum yfir í hálfleik og náðum ekki að klára leikinn.“ Kjartan var ekki sáttur með að halda ekki forystu og meðbyrnum sem þeir fóru með inn í hálfleikinn. „Þessi leikur snerist um ákefðina hjá Stólunum, það var það stærsta í þessum leik, ákefðastigið hjá þeim, þeir voru að láta okkur hafa fyrir hlutunum, sérstaklega Ragnar Ágústsson sem mér fannst bara vera maður leiksins, hann sveiflaði leiknum til þeirra með mikilli elju og dugnaði. Staðan í stigum eftir sóknarfráköstum var 18-2 fyrir þeim, þeir taka 17 sóknarfráköst, mér finnst leikurinn liggja þar í baráttu og dugnaði. Við erum kannski ánægðir með og getum tekið út úr þessum leik að við komum okkur aftur inn í leikinn þegar þeir voru með sýningu í fyrri hálfleik, náðum að koma okkur inn í leikinn aftur en þurfum að hækka ákefðar stigið.“ Álftanes situr í 6. sæti deildarinnar eftir leik kvöldsins ásamt þremur öðrum liðum. Bónus-deild karla Tindastóll UMF Álftanes
Það var Tindastóll sem vann Álftanes 109-99 í 8. umferð Bónus-deildar karla, þegar tvö heitustu lið landsins mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Það voru gestirnir í Álftanesi sem fóru betur af stað í fyrsta leikhluta í kvöld en Tindastóll barði frá sér um miðjan fjórðunginn og tók forystuna leiddu eftir fyrsta fjórðung 29-21. Tindastóll hélt áfram að auka forystuna í 2. leikhlutanum en um miðjan fjórðunginn fór allt í skrúfuna og Andomas Drungilas og Benedikt Guðmundsson var vikið út úr húsi. Álftanes tók öll völd á vellinum og nýttu sér ráðaleysið hjá Tindastól og leiddu í hálfleik en staðan var 55-59. Það var allt annað Tindastóls lið sem kom út í þriðja leikhlutann, Ragnar Ágústsson kom inn fyrir Adomas Drungilas í liðið Tindastóls og lét hann finna fyrir sig á sóknarhelming Tindastóls, Tindastóll komst í forystu og Ragnar tók 5 sóknarfráköst sem bjuggu til önnur skot fyrir heimamenn sem fóru ofan í og þeir náðu að snúa leiknum við og eftir 3 leikhluta voru það heimamenn í forystu 87-79. Það hægðist aðeins á stigaskori í seinasta fjórðungnum og ekki sama flugeldasýning og var í hinum fjórðungnum. Tindastóll leiddi og Álftanes aldrei langt undan. Álftanes kom muninum í 2 stig, þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Þá komu 5 snögg stig frá Tindastól, Ragnar skoraði úr sniðskoti og næstu sókn stal hann boltanum og rölti upp völlinn og fann Sigtrygg Arnar Björnsson sem skoraði þrist sem þrýsti Tindastól 7 stigum frá Álftanes, það var munur sem Álftanes náði ekki að vinna tilbaka og Tindastóll fór því með sigur á hólmi sem áður segir 109-99. Tindastóll situr eitt í efsta sæti deildarinnar en Álftanes er í þéttum hópi frá 3-10 sæti Atvik leiksins Benedikt Guðmundsson og Adomas Drungilas voru reknir út úr húsi um miðjan 2 leikhluta, Adomas beint út úr húsi en Benedikt Guðmundsson var að fá sína aðra tæknivillu. Hvað gekk vel? Bæði liðin voru að hitta vel í dag og var mikið skorað. Tindastóll herti vörnina í seinni hálfleiknum og tóku mikið af sóknarfráköstum. Álftanes skoraðu mikið af stigum í Síkinu og það eru ekki öll lið sem gera það. Hetjur og Skúrkar Ragnar Ágústsson var besti maður Tindastóls í dag og besti maður vallarins, fráköst og barátta sneri leiknum og eins og í leiknum á undan á Móti Þór Þorláksson. Sadio Doucoure og Dedrick Basile voru stigahæstir hjá Tindastól, Giannis, Davis Geks og Sigtryggur Arnar lögðu líka í púkk hjá Tindastól á sóknarhelming. Hjá Álftanes voru Haukur Helgi, Andrew Jones og Dúi Jónsson atkvæðamestir en Hörður Axel og David Okeke lögðu sitt á vogarskálarnar líka. Skúrkarnir í dag voru Adomas Drungilas hjá Tindastól sem lét henda sér út úr húsi fyrir að rífast við dómarann og Dimitrios Klonaras hjá Álftanesi náði ekki að eiga sinn besta leik. Hvað þýða úrslitin? Tindastóll er í efsta sæti deildarinnar einir á toppnum búnir að vinna 7 leiki og tapa einum, en Álftanes er með 4 sigra og 4 töp. Friðrik í stað Benedikts: Menn misstu bara hausinn Friðrik Hrafn aðstoðarþjálfari Tindastóls var að vonum kampakátur að loknum leik í dag, þar sem Tindastóll vann leikinn. „Þetta er góð tilfinning, gífurlega ánægður með strákana, ánægður með þennan andlega hluta við brotnuðum aldrei niður, stóðum saman sem lið og töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að komast yfir það mótlæti sem komu okkur úr ójafnvægi, menn stigu upp eftir að menn því miður fóru út úr leiknum, gífurlegt hrós á strákana þeir stóðu sig frábærlega, góð tilfinginn, get ekki annað en sagt það.“ Friðrik steig inn í stað Benedikts Guðmundssonar þegar hann var sendur í sturtu. „Menn misstu bara hausinn, mér fannst fullsnemmt að gefa Benna aðra tæknivillu, en bara frábært tækifæri að vera tilbúinn, ég reyni að vera tilbúinn og gera mitt besta, það er eina sem ég bið um að strákarnir geri það líka, ég þakka bara strákunum fyrir góða frammistöðu, þetta var skemmtilegt og gott tækifæri og sýnir kannski fyrir sjálfum mér að ég geti þjálfað líka, bara enn og aftur strákarnir þvílíkt hrós.“ Ákefð og barátta skein úr augum Tindastóls manna í seinni hálfleiknum og var Friðrik stoltur af strákunum. „Við breytum engu (í seinni hálfleiknum) og héldum leikplaninu okkar, við létum hluti sem fóru í taugarnar á okkur hafa áhrif á okkur og við töluðum um það að laga það og byrja að spila eins og menn, ákafinn í vörninni kemur þannig, hver og einn gerir einstaklingsvinnu í vörninni verður liðsvörninn góð, sóknarleikur var aðeins slakari í byrjun seinni, en að hafa trú á sjálfan sig og öðrum gerast góðir hlutir.“ Kjartan: Snerist um ákefðina hjá Stólunum Kjartan Atli, þjálfari Álftaness, var súr að tapa í Síkinu í kvöld. „Svekkelsi, bara svekkelsi, vorum yfir í hálfleik og náðum ekki að klára leikinn.“ Kjartan var ekki sáttur með að halda ekki forystu og meðbyrnum sem þeir fóru með inn í hálfleikinn. „Þessi leikur snerist um ákefðina hjá Stólunum, það var það stærsta í þessum leik, ákefðastigið hjá þeim, þeir voru að láta okkur hafa fyrir hlutunum, sérstaklega Ragnar Ágústsson sem mér fannst bara vera maður leiksins, hann sveiflaði leiknum til þeirra með mikilli elju og dugnaði. Staðan í stigum eftir sóknarfráköstum var 18-2 fyrir þeim, þeir taka 17 sóknarfráköst, mér finnst leikurinn liggja þar í baráttu og dugnaði. Við erum kannski ánægðir með og getum tekið út úr þessum leik að við komum okkur aftur inn í leikinn þegar þeir voru með sýningu í fyrri hálfleik, náðum að koma okkur inn í leikinn aftur en þurfum að hækka ákefðar stigið.“ Álftanes situr í 6. sæti deildarinnar eftir leik kvöldsins ásamt þremur öðrum liðum.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu