Áslaug var meðal frambjóðenda sem tók þátt í fjörugum kappræðum á Stöð 2 í þriðjudagskvöld, þar sem málefni ungs fólks voru til umræðu. Aðeins tveir dagar eru nú til Alþingiskosninga.
Áslaug klæðist venjulega blárri dragt og fínni blússu á opinberum viðburðum, en það virðist sem hún hafi viljað ná til ungs fólks með því að velja klæðnað og vörumerki sem yngri kynslóðin þekkir.

Íþróttapeysa með íslenskar rætur
Peysan, er sem fyrr segir frá danska hönnunarmerkinu Rotate, er blá að lit með rauðu logo-i. Hún kostar 160 evrur á vef Rotate, eða 23.278 krónur, miðað við núverandi gengi.

Rotate er vörumerki sem heyrir undir tískurisann Birger Christensen.
Íslenska tískudrottningin Þóra Valdimarsdóttir er meðstofnandi merkisins, sem er nú til sölu í 40 löndum. Merkið hefur notið mikilla vinsælda og var meðal annars tilnefnt sem vörumerki ársins af Forbes Magazine árið 2019, auk þess sem það hlaut tilnefningu frá tískusíðunni Lyst.com árið 2022.
Horfa má á Kappleikana í heild sinni hér að neðan.