Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 18:10 Gisele Pelicot ásamt lögmönnum sínum. EPA/YOAN VALAT Fjölmiðlar í Frakklandi hafa veitt þeim 50, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa brotið kynferðislega á Gisele Pelicot, viðurnefnið „herra meðal-Jón“ eða „Monsieur Tout-le-monde“, sökum þess hve venjulegir þeir eru og frá hve hefðbundnum bakgrunni þeir koma. Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. Eins og greint hefur verið frá hefur Domnique Pelicot játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni en hann bauð öðrum að gera slíkt hið sama ítrekað yfir margra ára skeið. Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi fer fram á að hann verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Talið er að um 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominque og 50 öðrum „meðal-Jónum“. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í tólf vikur. Bað Gisele afsökunar Síðastur mannanna 50 til að vera dreginn fyrir dómstólinn var klæddur í hvíta peysu og gallabuxur þegar hann neitaði sök. Hann heitir Philippe Leleu og er 62 ára garðyrkjumaður. Hann var rétt ókominn á ellilífeyrisaldur þegar að lögreglan bankaði á dyr heima hjá honum. Móðir hans kom til dyra en síðan hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum síðan eyðir hann flestum kvöldum heima hjá henni. Enda er stutt fyrir hann að fara en móðir Leleu, býr við hliðina á honum. Hann er einn af mönnunum sem fjölmiðlar í Frakklandi hafa lýst sem venjulegum. Leleu sagði sér til varnar að hann hafði haldið að Gisele væri samþykk athæfinu. Hann tók fram að Dominque hafi tjáð honum að hún hafi sjálf tekið lyfin. Hann bað Gisele afsökunar á öllu saman er hann tjáði sig fyrir dómnum. 40 prósent á sakaskrá „Þeir eru stuttir, hávaxnir, feitlagnir, mjóir, rakaðir, með skegg, sköllóttir og með tagl, aðeins fjórtán voru atvinnulausir. Þeir virðast allir vera millistéttar frakkar úr dreifbýli. Trukkabílstjórar, smiðir, fangaverðir, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður og blaðamaður,“ segir í grein New York Times. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 74 ára. Um 66 prósent þeirra eru feður, um 40 prósent þeirra voru nú þegar á sakaskrá, tveir eftir að hafa verið dæmdir sekir um nauðgun. „Hin hefðbundni nauðgari er ekki til,“ sagði Antoine Camus, einn af lögfræðingum Gisele fyrir dómstólum í síðustu viku. Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Dagblaðið New York Times greinir frá þessu. Eins og greint hefur verið frá hefur Domnique Pelicot játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni en hann bauð öðrum að gera slíkt hið sama ítrekað yfir margra ára skeið. Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi fer fram á að hann verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Talið er að um 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominque og 50 öðrum „meðal-Jónum“. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í tólf vikur. Bað Gisele afsökunar Síðastur mannanna 50 til að vera dreginn fyrir dómstólinn var klæddur í hvíta peysu og gallabuxur þegar hann neitaði sök. Hann heitir Philippe Leleu og er 62 ára garðyrkjumaður. Hann var rétt ókominn á ellilífeyrisaldur þegar að lögreglan bankaði á dyr heima hjá honum. Móðir hans kom til dyra en síðan hún fékk heilablóðfall fyrir tíu árum síðan eyðir hann flestum kvöldum heima hjá henni. Enda er stutt fyrir hann að fara en móðir Leleu, býr við hliðina á honum. Hann er einn af mönnunum sem fjölmiðlar í Frakklandi hafa lýst sem venjulegum. Leleu sagði sér til varnar að hann hafði haldið að Gisele væri samþykk athæfinu. Hann tók fram að Dominque hafi tjáð honum að hún hafi sjálf tekið lyfin. Hann bað Gisele afsökunar á öllu saman er hann tjáði sig fyrir dómnum. 40 prósent á sakaskrá „Þeir eru stuttir, hávaxnir, feitlagnir, mjóir, rakaðir, með skegg, sköllóttir og með tagl, aðeins fjórtán voru atvinnulausir. Þeir virðast allir vera millistéttar frakkar úr dreifbýli. Trukkabílstjórar, smiðir, fangaverðir, hjúkrunarfræðingur, bankastarfsmaður og blaðamaður,“ segir í grein New York Times. Mennirnir eru á aldrinum 27 til 74 ára. Um 66 prósent þeirra eru feður, um 40 prósent þeirra voru nú þegar á sakaskrá, tveir eftir að hafa verið dæmdir sekir um nauðgun. „Hin hefðbundni nauðgari er ekki til,“ sagði Antoine Camus, einn af lögfræðingum Gisele fyrir dómstólum í síðustu viku.
Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“