Framkvæmdastjórn ESB veitir samþykki sitt fyrir yfirtökunni á Marel
Samkeppnisyfirvöld í Evrópusambandinu og Ástralíu hafa gefið blessun sína fyrir yfirtöku John Bean Technologies á Marel og er því núna búið að ryðja í burtu síðustu hindrunum fyrir viðskiptunum gagnvart eftirlitsstofnunum. Fáist samþykki frá að lágmarki níutíu prósent hluthafa Marel við tilboðinu frá JBT á allra næstu vikum mun samruninn formlega klárast á fyrstu dögum næsta árs og meðal annars hafa í för með sér nærri hundrað milljarða útgreiðslu til innlendra fjárfesta.
Tengdar fréttir
Gjaldeyrisáhrifin af kaupunum á Marel farin að skila sér í styrkingu krónunnar
Gengi krónunnar hefur styrkst verulega á allra síðustu vikum, einkum vegna kaupa erlendra fjárfestingarsjóða á bréfum í Marel í aðdraganda væntanlegs samruna við bandaríska félagið JBT, og er núna í sínu sterkasta gildi í meira en eitt ár. Sérfræðingar segja því ljóst að áhrifin vegna kaupanna á Marel séu nú þegar farin að koma fram á gjaldeyrismarkaði en innlendir fjárfestar fara með meirihluta í félaginu og munu fá greitt að stórum hluta í reiðufé í erlendri mynt.
„Óþarfa áhyggjur“ fjárfesta að horfið verði frá tvískráningu JBT Marel
Sameinað félag John Bean Technologies (JBT) og Marel verður ekki of skuldsett, að mati forstjóra JBT, en unnið verður að því að draga úr skuldsetningu og hún fari í ásættanlegt horf á einu ári. Hann segir að íslenskir fjárfestar þurfi ekki að óttast að horfið verði frá tvískráningu hérlendis og í Bandaríkjunum. Tvískráningin verði ekki byrði á rekstrinum og hún muni auka seljanleika með hlutabréf fyrirtækisins. „Marel er með öfluga langtímahluthafa, eins og lífeyrissjóði, og við tökum þeim fagnandi,“ segir forstjórinn í einkaviðtali við Innherja.