Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 23:03 Teikningar Alríkislögreglunnar byggðar á lýsingum af D.B. Cooper. FBI Fallhlíf hins alræmda D.B. Cooper er mögulega fundin. Um helgina voru liðin 53 ár frá því að Cooper stökk úr flugvél með 200 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé eftir að hafa tekið flugáhöfn og farþega sem gísla. Um er að ræða eina óleysta flugránsmál í sögu Bandaríkjanna, en auðkenni hins svokallaða D.B. Coopers hefur aldrei orðið ljóst. Afkomendur manns í Wyoming telja föður sinn vera flugræningjan fræga. Sá maður var grunaður í málinu á sínum tíma. Vildi fallhlífar og peninga Þann 24. nóvember 1971 keypti þessi óþekkti maður flugmiða aðra leið frá Portland í Oregon-ríki til Seattle í Washington-ríki með Northwest Orient-flugfélaginu undir nafninu Dan Cooper. Skömmu eftir flugtak rétti maðurinn flugfreyju miða þar sem að sagði að hann hefði sprengju og sýndi henni skjalatösku sem innihélt víra og aðra óþekkta muni. Hann bað um fjórar fallhlífar og 200 þúsund Bandaríkjadali í tuttugu dala seðlum, og fékk það afhent við lendingu í Seattle. Þar fengu farþegarnir að komast frá borði, en Cooper heimtaði að nokkrir úr áhöfninni yrðu eftir og að vélin færi aftur í loftið, og myndi stefna til Mexíkóborgar. Talið er að Copper hafi stokkið úr vélinni að kvöldi þessa dags, einhversstaðar á milli Seattle og Reno í Nevada-ríki. Árið 1980 fannst lítill hluti peninganna í Columbia-ánni í Washington. Hluti þýfisins fannst í Columbia-ánni árið 1980.Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lauk rannsókn sinni á málinu árið 2016 án þess að komast að niðurstöðu. Mál D.B. Coopers er eitt frægasta sakamál Bandaríkjanna, aðallega vegna þess hversu illa hefur gengið að komast að því hver flugræninginn er. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa um margra ára skeið sótt innblástur í ránið, og þá hafa óteljandi samsæriskenningar um málið orðið til. Áður grunaður í málinu Í fjölmiðlum vestanhafs er nú greint frá því að ný vísbending sé komin á borð alríkislögreglunnar. Um er að ræða fallhlíf sem fannst á heimili fjölskyldu Richard McCoy yngri, sem lést þremur árum eftir ránið fræga, en börnin hans telja að faðir þeirra hafi verið Cooper. Þau hafa haldið það um langa hríð, en vildu ekki bendla föður sinn við málið fyrr en nú vegna þess að þau grunaði að móðir þeirra væri samsek með einhverjum hætti. Hún lést árið 2020. McCoy þessi var grunaður af Alríkislögreglunni á sínum tíma. Það var vegna þess að í apríl 1972, fimm mánuðum eftir rán Coopers, framdi McCoy mjög álíkt flugrán en var gripinn af lögreglunni. Hann þótti þó passa illa við lýsingu áhafnarinnar af D.B. Cooper. Þrjár flugfreyjur sem voru í vélinni daginn örlagaríka 1971 fengu að sjá ljósmynd af McCoy og voru allar sammála um að hann væri ekki Cooper. McCoy fór í steininn vegna flugránsins sem hann framdi 1972. Hann slapp úr fangelsi en var skotinn til bana í byssubardaga við fulltrúa Alríkslögreglunnar árið 1974. Erlend sakamál Bandaríkin Einu sinni var... Fréttir af flugi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Um er að ræða eina óleysta flugránsmál í sögu Bandaríkjanna, en auðkenni hins svokallaða D.B. Coopers hefur aldrei orðið ljóst. Afkomendur manns í Wyoming telja föður sinn vera flugræningjan fræga. Sá maður var grunaður í málinu á sínum tíma. Vildi fallhlífar og peninga Þann 24. nóvember 1971 keypti þessi óþekkti maður flugmiða aðra leið frá Portland í Oregon-ríki til Seattle í Washington-ríki með Northwest Orient-flugfélaginu undir nafninu Dan Cooper. Skömmu eftir flugtak rétti maðurinn flugfreyju miða þar sem að sagði að hann hefði sprengju og sýndi henni skjalatösku sem innihélt víra og aðra óþekkta muni. Hann bað um fjórar fallhlífar og 200 þúsund Bandaríkjadali í tuttugu dala seðlum, og fékk það afhent við lendingu í Seattle. Þar fengu farþegarnir að komast frá borði, en Cooper heimtaði að nokkrir úr áhöfninni yrðu eftir og að vélin færi aftur í loftið, og myndi stefna til Mexíkóborgar. Talið er að Copper hafi stokkið úr vélinni að kvöldi þessa dags, einhversstaðar á milli Seattle og Reno í Nevada-ríki. Árið 1980 fannst lítill hluti peninganna í Columbia-ánni í Washington. Hluti þýfisins fannst í Columbia-ánni árið 1980.Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lauk rannsókn sinni á málinu árið 2016 án þess að komast að niðurstöðu. Mál D.B. Coopers er eitt frægasta sakamál Bandaríkjanna, aðallega vegna þess hversu illa hefur gengið að komast að því hver flugræninginn er. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa um margra ára skeið sótt innblástur í ránið, og þá hafa óteljandi samsæriskenningar um málið orðið til. Áður grunaður í málinu Í fjölmiðlum vestanhafs er nú greint frá því að ný vísbending sé komin á borð alríkislögreglunnar. Um er að ræða fallhlíf sem fannst á heimili fjölskyldu Richard McCoy yngri, sem lést þremur árum eftir ránið fræga, en börnin hans telja að faðir þeirra hafi verið Cooper. Þau hafa haldið það um langa hríð, en vildu ekki bendla föður sinn við málið fyrr en nú vegna þess að þau grunaði að móðir þeirra væri samsek með einhverjum hætti. Hún lést árið 2020. McCoy þessi var grunaður af Alríkislögreglunni á sínum tíma. Það var vegna þess að í apríl 1972, fimm mánuðum eftir rán Coopers, framdi McCoy mjög álíkt flugrán en var gripinn af lögreglunni. Hann þótti þó passa illa við lýsingu áhafnarinnar af D.B. Cooper. Þrjár flugfreyjur sem voru í vélinni daginn örlagaríka 1971 fengu að sjá ljósmynd af McCoy og voru allar sammála um að hann væri ekki Cooper. McCoy fór í steininn vegna flugránsins sem hann framdi 1972. Hann slapp úr fangelsi en var skotinn til bana í byssubardaga við fulltrúa Alríkslögreglunnar árið 1974.
Erlend sakamál Bandaríkin Einu sinni var... Fréttir af flugi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira