Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 23:03 Teikningar Alríkislögreglunnar byggðar á lýsingum af D.B. Cooper. FBI Fallhlíf hins alræmda D.B. Cooper er mögulega fundin. Um helgina voru liðin 53 ár frá því að Cooper stökk úr flugvél með 200 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé eftir að hafa tekið flugáhöfn og farþega sem gísla. Um er að ræða eina óleysta flugránsmál í sögu Bandaríkjanna, en auðkenni hins svokallaða D.B. Coopers hefur aldrei orðið ljóst. Afkomendur manns í Wyoming telja föður sinn vera flugræningjan fræga. Sá maður var grunaður í málinu á sínum tíma. Vildi fallhlífar og peninga Þann 24. nóvember 1971 keypti þessi óþekkti maður flugmiða aðra leið frá Portland í Oregon-ríki til Seattle í Washington-ríki með Northwest Orient-flugfélaginu undir nafninu Dan Cooper. Skömmu eftir flugtak rétti maðurinn flugfreyju miða þar sem að sagði að hann hefði sprengju og sýndi henni skjalatösku sem innihélt víra og aðra óþekkta muni. Hann bað um fjórar fallhlífar og 200 þúsund Bandaríkjadali í tuttugu dala seðlum, og fékk það afhent við lendingu í Seattle. Þar fengu farþegarnir að komast frá borði, en Cooper heimtaði að nokkrir úr áhöfninni yrðu eftir og að vélin færi aftur í loftið, og myndi stefna til Mexíkóborgar. Talið er að Copper hafi stokkið úr vélinni að kvöldi þessa dags, einhversstaðar á milli Seattle og Reno í Nevada-ríki. Árið 1980 fannst lítill hluti peninganna í Columbia-ánni í Washington. Hluti þýfisins fannst í Columbia-ánni árið 1980.Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lauk rannsókn sinni á málinu árið 2016 án þess að komast að niðurstöðu. Mál D.B. Coopers er eitt frægasta sakamál Bandaríkjanna, aðallega vegna þess hversu illa hefur gengið að komast að því hver flugræninginn er. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa um margra ára skeið sótt innblástur í ránið, og þá hafa óteljandi samsæriskenningar um málið orðið til. Áður grunaður í málinu Í fjölmiðlum vestanhafs er nú greint frá því að ný vísbending sé komin á borð alríkislögreglunnar. Um er að ræða fallhlíf sem fannst á heimili fjölskyldu Richard McCoy yngri, sem lést þremur árum eftir ránið fræga, en börnin hans telja að faðir þeirra hafi verið Cooper. Þau hafa haldið það um langa hríð, en vildu ekki bendla föður sinn við málið fyrr en nú vegna þess að þau grunaði að móðir þeirra væri samsek með einhverjum hætti. Hún lést árið 2020. McCoy þessi var grunaður af Alríkislögreglunni á sínum tíma. Það var vegna þess að í apríl 1972, fimm mánuðum eftir rán Coopers, framdi McCoy mjög álíkt flugrán en var gripinn af lögreglunni. Hann þótti þó passa illa við lýsingu áhafnarinnar af D.B. Cooper. Þrjár flugfreyjur sem voru í vélinni daginn örlagaríka 1971 fengu að sjá ljósmynd af McCoy og voru allar sammála um að hann væri ekki Cooper. McCoy fór í steininn vegna flugránsins sem hann framdi 1972. Hann slapp úr fangelsi en var skotinn til bana í byssubardaga við fulltrúa Alríkslögreglunnar árið 1974. Erlend sakamál Bandaríkin Einu sinni var... Fréttir af flugi Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Um er að ræða eina óleysta flugránsmál í sögu Bandaríkjanna, en auðkenni hins svokallaða D.B. Coopers hefur aldrei orðið ljóst. Afkomendur manns í Wyoming telja föður sinn vera flugræningjan fræga. Sá maður var grunaður í málinu á sínum tíma. Vildi fallhlífar og peninga Þann 24. nóvember 1971 keypti þessi óþekkti maður flugmiða aðra leið frá Portland í Oregon-ríki til Seattle í Washington-ríki með Northwest Orient-flugfélaginu undir nafninu Dan Cooper. Skömmu eftir flugtak rétti maðurinn flugfreyju miða þar sem að sagði að hann hefði sprengju og sýndi henni skjalatösku sem innihélt víra og aðra óþekkta muni. Hann bað um fjórar fallhlífar og 200 þúsund Bandaríkjadali í tuttugu dala seðlum, og fékk það afhent við lendingu í Seattle. Þar fengu farþegarnir að komast frá borði, en Cooper heimtaði að nokkrir úr áhöfninni yrðu eftir og að vélin færi aftur í loftið, og myndi stefna til Mexíkóborgar. Talið er að Copper hafi stokkið úr vélinni að kvöldi þessa dags, einhversstaðar á milli Seattle og Reno í Nevada-ríki. Árið 1980 fannst lítill hluti peninganna í Columbia-ánni í Washington. Hluti þýfisins fannst í Columbia-ánni árið 1980.Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lauk rannsókn sinni á málinu árið 2016 án þess að komast að niðurstöðu. Mál D.B. Coopers er eitt frægasta sakamál Bandaríkjanna, aðallega vegna þess hversu illa hefur gengið að komast að því hver flugræninginn er. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa um margra ára skeið sótt innblástur í ránið, og þá hafa óteljandi samsæriskenningar um málið orðið til. Áður grunaður í málinu Í fjölmiðlum vestanhafs er nú greint frá því að ný vísbending sé komin á borð alríkislögreglunnar. Um er að ræða fallhlíf sem fannst á heimili fjölskyldu Richard McCoy yngri, sem lést þremur árum eftir ránið fræga, en börnin hans telja að faðir þeirra hafi verið Cooper. Þau hafa haldið það um langa hríð, en vildu ekki bendla föður sinn við málið fyrr en nú vegna þess að þau grunaði að móðir þeirra væri samsek með einhverjum hætti. Hún lést árið 2020. McCoy þessi var grunaður af Alríkislögreglunni á sínum tíma. Það var vegna þess að í apríl 1972, fimm mánuðum eftir rán Coopers, framdi McCoy mjög álíkt flugrán en var gripinn af lögreglunni. Hann þótti þó passa illa við lýsingu áhafnarinnar af D.B. Cooper. Þrjár flugfreyjur sem voru í vélinni daginn örlagaríka 1971 fengu að sjá ljósmynd af McCoy og voru allar sammála um að hann væri ekki Cooper. McCoy fór í steininn vegna flugránsins sem hann framdi 1972. Hann slapp úr fangelsi en var skotinn til bana í byssubardaga við fulltrúa Alríkslögreglunnar árið 1974.
Erlend sakamál Bandaríkin Einu sinni var... Fréttir af flugi Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira