Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 23:03 Teikningar Alríkislögreglunnar byggðar á lýsingum af D.B. Cooper. FBI Fallhlíf hins alræmda D.B. Cooper er mögulega fundin. Um helgina voru liðin 53 ár frá því að Cooper stökk úr flugvél með 200 þúsund Bandaríkjadali í reiðufé eftir að hafa tekið flugáhöfn og farþega sem gísla. Um er að ræða eina óleysta flugránsmál í sögu Bandaríkjanna, en auðkenni hins svokallaða D.B. Coopers hefur aldrei orðið ljóst. Afkomendur manns í Wyoming telja föður sinn vera flugræningjan fræga. Sá maður var grunaður í málinu á sínum tíma. Vildi fallhlífar og peninga Þann 24. nóvember 1971 keypti þessi óþekkti maður flugmiða aðra leið frá Portland í Oregon-ríki til Seattle í Washington-ríki með Northwest Orient-flugfélaginu undir nafninu Dan Cooper. Skömmu eftir flugtak rétti maðurinn flugfreyju miða þar sem að sagði að hann hefði sprengju og sýndi henni skjalatösku sem innihélt víra og aðra óþekkta muni. Hann bað um fjórar fallhlífar og 200 þúsund Bandaríkjadali í tuttugu dala seðlum, og fékk það afhent við lendingu í Seattle. Þar fengu farþegarnir að komast frá borði, en Cooper heimtaði að nokkrir úr áhöfninni yrðu eftir og að vélin færi aftur í loftið, og myndi stefna til Mexíkóborgar. Talið er að Copper hafi stokkið úr vélinni að kvöldi þessa dags, einhversstaðar á milli Seattle og Reno í Nevada-ríki. Árið 1980 fannst lítill hluti peninganna í Columbia-ánni í Washington. Hluti þýfisins fannst í Columbia-ánni árið 1980.Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lauk rannsókn sinni á málinu árið 2016 án þess að komast að niðurstöðu. Mál D.B. Coopers er eitt frægasta sakamál Bandaríkjanna, aðallega vegna þess hversu illa hefur gengið að komast að því hver flugræninginn er. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa um margra ára skeið sótt innblástur í ránið, og þá hafa óteljandi samsæriskenningar um málið orðið til. Áður grunaður í málinu Í fjölmiðlum vestanhafs er nú greint frá því að ný vísbending sé komin á borð alríkislögreglunnar. Um er að ræða fallhlíf sem fannst á heimili fjölskyldu Richard McCoy yngri, sem lést þremur árum eftir ránið fræga, en börnin hans telja að faðir þeirra hafi verið Cooper. Þau hafa haldið það um langa hríð, en vildu ekki bendla föður sinn við málið fyrr en nú vegna þess að þau grunaði að móðir þeirra væri samsek með einhverjum hætti. Hún lést árið 2020. McCoy þessi var grunaður af Alríkislögreglunni á sínum tíma. Það var vegna þess að í apríl 1972, fimm mánuðum eftir rán Coopers, framdi McCoy mjög álíkt flugrán en var gripinn af lögreglunni. Hann þótti þó passa illa við lýsingu áhafnarinnar af D.B. Cooper. Þrjár flugfreyjur sem voru í vélinni daginn örlagaríka 1971 fengu að sjá ljósmynd af McCoy og voru allar sammála um að hann væri ekki Cooper. McCoy fór í steininn vegna flugránsins sem hann framdi 1972. Hann slapp úr fangelsi en var skotinn til bana í byssubardaga við fulltrúa Alríkslögreglunnar árið 1974. Erlend sakamál Bandaríkin Einu sinni var... Fréttir af flugi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Um er að ræða eina óleysta flugránsmál í sögu Bandaríkjanna, en auðkenni hins svokallaða D.B. Coopers hefur aldrei orðið ljóst. Afkomendur manns í Wyoming telja föður sinn vera flugræningjan fræga. Sá maður var grunaður í málinu á sínum tíma. Vildi fallhlífar og peninga Þann 24. nóvember 1971 keypti þessi óþekkti maður flugmiða aðra leið frá Portland í Oregon-ríki til Seattle í Washington-ríki með Northwest Orient-flugfélaginu undir nafninu Dan Cooper. Skömmu eftir flugtak rétti maðurinn flugfreyju miða þar sem að sagði að hann hefði sprengju og sýndi henni skjalatösku sem innihélt víra og aðra óþekkta muni. Hann bað um fjórar fallhlífar og 200 þúsund Bandaríkjadali í tuttugu dala seðlum, og fékk það afhent við lendingu í Seattle. Þar fengu farþegarnir að komast frá borði, en Cooper heimtaði að nokkrir úr áhöfninni yrðu eftir og að vélin færi aftur í loftið, og myndi stefna til Mexíkóborgar. Talið er að Copper hafi stokkið úr vélinni að kvöldi þessa dags, einhversstaðar á milli Seattle og Reno í Nevada-ríki. Árið 1980 fannst lítill hluti peninganna í Columbia-ánni í Washington. Hluti þýfisins fannst í Columbia-ánni árið 1980.Getty Bandaríska alríkislögreglan, FBI, lauk rannsókn sinni á málinu árið 2016 án þess að komast að niðurstöðu. Mál D.B. Coopers er eitt frægasta sakamál Bandaríkjanna, aðallega vegna þess hversu illa hefur gengið að komast að því hver flugræninginn er. Kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa um margra ára skeið sótt innblástur í ránið, og þá hafa óteljandi samsæriskenningar um málið orðið til. Áður grunaður í málinu Í fjölmiðlum vestanhafs er nú greint frá því að ný vísbending sé komin á borð alríkislögreglunnar. Um er að ræða fallhlíf sem fannst á heimili fjölskyldu Richard McCoy yngri, sem lést þremur árum eftir ránið fræga, en börnin hans telja að faðir þeirra hafi verið Cooper. Þau hafa haldið það um langa hríð, en vildu ekki bendla föður sinn við málið fyrr en nú vegna þess að þau grunaði að móðir þeirra væri samsek með einhverjum hætti. Hún lést árið 2020. McCoy þessi var grunaður af Alríkislögreglunni á sínum tíma. Það var vegna þess að í apríl 1972, fimm mánuðum eftir rán Coopers, framdi McCoy mjög álíkt flugrán en var gripinn af lögreglunni. Hann þótti þó passa illa við lýsingu áhafnarinnar af D.B. Cooper. Þrjár flugfreyjur sem voru í vélinni daginn örlagaríka 1971 fengu að sjá ljósmynd af McCoy og voru allar sammála um að hann væri ekki Cooper. McCoy fór í steininn vegna flugránsins sem hann framdi 1972. Hann slapp úr fangelsi en var skotinn til bana í byssubardaga við fulltrúa Alríkslögreglunnar árið 1974.
Erlend sakamál Bandaríkin Einu sinni var... Fréttir af flugi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira