Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 13:32 Það er kominn tími til að setja vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki í fyrsta sæti á Íslandi. Gömlu flokkarnir á Íslandi hafa lengi státað af því að frelsi sé leiðarljós þeirra en veruleikinn er annar. Frelsi hefur nefnilega smám saman verið fjarlægt úr stefnumörkun þeirra og misst gildi sitt. Það er kominn tími til að breyta þessu. Frelsi fólks krefst traustra stoða Vanræksla innviða er atlaga að frelsi fólks. Við sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um aldamótin voru legurými 1.260 en eru nú 650. Á sama tíma hefur íbúum hefur fjölgað um rúmlega 100 þúsund. Öryggi fólks er ógnað vegna þess að löggæsla á landinu öllu hefur ekki eflst í samræmi við vaxandi fólksfjölda og auknar þarfir. Samgöngur hafa verið vanræktar um land allt. Þegar grunnstoðir samfélagsins eru veikar skerðir það frelsi fólks og fyrirtækja til að njóta öryggis, þjónustu og lífsgæða. Viðreisn mun forgangsraða skattfé til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og auka fjárfestingarstig – því frelsi krefst traustra stoða. Frelsi til að skapa, keppa og vaxa Smærri fyrirtæki glíma við flókið og þungt regluverk og ójafnt aðgengi að mörkuðum. Þetta dregur úr samkeppni, kæfir nýsköpun og takmarkar fjölbreytni í atvinnulífinu. Samkeppni hefur verið veikt og nú síðast amþykkti ríkisstjórnin ólög um fákeppni og gerði þannig litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að vaxa. Neytendur töpuðu. Viðreisn vill jafna leikreglur með því að efla samkeppni, jafna aðgengi að mörkuðum og tryggja sanngjarnari skilyrði til að vaxa. Með öflugri samkeppni og fjölbreyttara atvinnulífi skapast frelsi til að skapa aukin verðmæti og framleiðni og kaupmáttur vex. Fyrir frelsið, framtíðina og tækifærin Við sköpum tækifæri með því að fara betur með fé, einfalda kerfin okkar og gera lausnirnar sveigjanlegri. Við eigum að draga úr óþarfa skrifræði og aldrei missa sjónar af meginmarkmiðinu; að bæta þjónustu við fólkið í landinu og lífsgæði þess. Verðmætt fé fólks og fyrirtækja á að fara í uppbyggingu innviða og þjónustu en ekki í þunglamalegt kerfi. Frelsi er ekki bara slagorð í kosningabaráttu – frelsið er framtíðarsýn byggð á almannahagsmunum. Viðreisn vill tryggja raunverulegt frelsi fyrir fólk og fyrirtæki, með skýrri forgangsröðun, einfaldara kerfi og sterkari innviðum. Með því að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og umgangast sameiginlega sjóði með forgangsröðun, jafnvægi og ábyrgð að leiðarljósi getum við saman byggt samfélag þar sem frelsi og tækifæri fá að blómstra. Næstu ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Viðreisn er tilbúin til þess. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kominn tími til að setja vinnandi fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki í fyrsta sæti á Íslandi. Gömlu flokkarnir á Íslandi hafa lengi státað af því að frelsi sé leiðarljós þeirra en veruleikinn er annar. Frelsi hefur nefnilega smám saman verið fjarlægt úr stefnumörkun þeirra og misst gildi sitt. Það er kominn tími til að breyta þessu. Frelsi fólks krefst traustra stoða Vanræksla innviða er atlaga að frelsi fólks. Við sameiningu stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík um aldamótin voru legurými 1.260 en eru nú 650. Á sama tíma hefur íbúum hefur fjölgað um rúmlega 100 þúsund. Öryggi fólks er ógnað vegna þess að löggæsla á landinu öllu hefur ekki eflst í samræmi við vaxandi fólksfjölda og auknar þarfir. Samgöngur hafa verið vanræktar um land allt. Þegar grunnstoðir samfélagsins eru veikar skerðir það frelsi fólks og fyrirtækja til að njóta öryggis, þjónustu og lífsgæða. Viðreisn mun forgangsraða skattfé til uppbyggingar á nauðsynlegum innviðum og auka fjárfestingarstig – því frelsi krefst traustra stoða. Frelsi til að skapa, keppa og vaxa Smærri fyrirtæki glíma við flókið og þungt regluverk og ójafnt aðgengi að mörkuðum. Þetta dregur úr samkeppni, kæfir nýsköpun og takmarkar fjölbreytni í atvinnulífinu. Samkeppni hefur verið veikt og nú síðast amþykkti ríkisstjórnin ólög um fákeppni og gerði þannig litlum og meðalstórum fyrirtækjum erfiðara fyrir að vaxa. Neytendur töpuðu. Viðreisn vill jafna leikreglur með því að efla samkeppni, jafna aðgengi að mörkuðum og tryggja sanngjarnari skilyrði til að vaxa. Með öflugri samkeppni og fjölbreyttara atvinnulífi skapast frelsi til að skapa aukin verðmæti og framleiðni og kaupmáttur vex. Fyrir frelsið, framtíðina og tækifærin Við sköpum tækifæri með því að fara betur með fé, einfalda kerfin okkar og gera lausnirnar sveigjanlegri. Við eigum að draga úr óþarfa skrifræði og aldrei missa sjónar af meginmarkmiðinu; að bæta þjónustu við fólkið í landinu og lífsgæði þess. Verðmætt fé fólks og fyrirtækja á að fara í uppbyggingu innviða og þjónustu en ekki í þunglamalegt kerfi. Frelsi er ekki bara slagorð í kosningabaráttu – frelsið er framtíðarsýn byggð á almannahagsmunum. Viðreisn vill tryggja raunverulegt frelsi fyrir fólk og fyrirtæki, með skýrri forgangsröðun, einfaldara kerfi og sterkari innviðum. Með því að setja almannahagsmuni ofar sérhagsmunum og umgangast sameiginlega sjóði með forgangsröðun, jafnvægi og ábyrgð að leiðarljósi getum við saman byggt samfélag þar sem frelsi og tækifæri fá að blómstra. Næstu ríkisstjórnar bíður að skapa ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Viðreisn er tilbúin til þess. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun