Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal skrifar 27. nóvember 2024 08:40 Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Í frétt á visir.is 24. 8. 22 segir „Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ.“ Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg Cement á Íslandi segir í viðtali á visir.is „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni.“ Þorsteinn segir ennfremur að „verkefnið sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið“ Umsögn Þorsteins stingur í stúf við starfsemi Heidelberg Cement á hernumdum svæðum í Palestínu. Þar á fyrirtækið þátt í að ræna náttúruauðlindum úr Nahal Raba námunni á landi þorpsins Al-Zawiya á Vesturbakkanum, með alvarlegum mannréttindabrotum gegn Palestínumönnum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu hollensku samtakanna SOMO og mannréttindasamtakanna Al-Haq. Í þrettán ár hefur Heidelberg Cement nýtt Nahal Raba námuna, sem er á hernumdu svæði á Vesturbakkanum. Hanson Israel, dótturfyrirtæki Heidelberg Cement sem starfrækir námuna hefur meinað palestínskum eigendum landsins aðgang að löndum sínum sem hefur verið þeirra lífsviðurværi. Hanson Israel seldi auk þess vörur úr námunni til ólöglegra, ísraelskra landránsbyggða. Starfsemi Heidelberg Cement á Vesturbakkanum er skýrt dæmi um aðkomu fjölþjóðafyrirtækja að langvarandi hernámi Ísraels, kerfisbundnum mannréttindabrotum og afneitun á grundvallarréttindum Palestínumanna til sjálfsákvörðunarréttar og yfirráða yfir náttúruauðlindum. Þorsteinn Víglundsson segir að „ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum“. Þetta eru orð sem ekki stemma við háttalag Heidelberg Cement á landránssvæðinu í Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Deilur um iðnað í Ölfusi Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Sjá meira
Þýska fjölþjóðlega fyrirtækið Heidelberg Cement hyggst hefja tröllaukið verkefni á Íslandi. Starfsemin felst í stórfelldum efnisflutningum, áformað er að moka burtu Litla-Sandfelli í Þrengslum og flytja um Þorlákshöfn með flutningsskipum út til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Í frétt á visir.is 24. 8. 22 segir „Ef fram fer sem horfir á Þorlákshöfn eftir að taka stakkaskiptum á allra næstu árum; stórfelld flutningsstarfsemi og vinnsla jarðefna af áður óþekktri stærðargráðu sem til stendur að nota sem íblöndunarefni í sement úti í Evrópu, mun breyta Þorlákshöfn til frambúðar. Úr friðsælu sjávarþorpi í annasaman verksmiðjubæ.“ Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg Cement á Íslandi segir í viðtali á visir.is „Ef af verkefninu verður er það einlægur vilji fyrirtækisins að vinna það í góðri sátt við samfélagið, bæði íbúa þess og náttúru, og mun Heidelberg kappkosta að vera í hvívetna góður nágranni.“ Þorsteinn segir ennfremur að „verkefnið sé aldrei gott fyrir fyrirtækið ef það er ekki gott fyrir samfélagið“ Umsögn Þorsteins stingur í stúf við starfsemi Heidelberg Cement á hernumdum svæðum í Palestínu. Þar á fyrirtækið þátt í að ræna náttúruauðlindum úr Nahal Raba námunni á landi þorpsins Al-Zawiya á Vesturbakkanum, með alvarlegum mannréttindabrotum gegn Palestínumönnum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu hollensku samtakanna SOMO og mannréttindasamtakanna Al-Haq. Í þrettán ár hefur Heidelberg Cement nýtt Nahal Raba námuna, sem er á hernumdu svæði á Vesturbakkanum. Hanson Israel, dótturfyrirtæki Heidelberg Cement sem starfrækir námuna hefur meinað palestínskum eigendum landsins aðgang að löndum sínum sem hefur verið þeirra lífsviðurværi. Hanson Israel seldi auk þess vörur úr námunni til ólöglegra, ísraelskra landránsbyggða. Starfsemi Heidelberg Cement á Vesturbakkanum er skýrt dæmi um aðkomu fjölþjóðafyrirtækja að langvarandi hernámi Ísraels, kerfisbundnum mannréttindabrotum og afneitun á grundvallarréttindum Palestínumanna til sjálfsákvörðunarréttar og yfirráða yfir náttúruauðlindum. Þorsteinn Víglundsson segir að „ekkert verði gert án samráðs við íbúa, þar liggi fyrir einlægur vilji af hálfu Heidelbergs. Og fyrirtækið sé boðið og búið í að upplýsa um framgang málsins á öllum stigum“. Þetta eru orð sem ekki stemma við háttalag Heidelberg Cement á landránssvæðinu í Palestínu. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun