Innlent

Hraun streymir að lang­mestu frá Svarts­engi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Enn gýs úr nyrsta gígnum.
Enn gýs úr nyrsta gígnum. vísir/vilhelm

„Það heldur áfram að malla. Okkur sýnist það streyma að langmestu leyti til austurs í átt að Fagradalsfjalli og þá ógnar það ekki Svartsengi.“

Þetta segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við fréttastofu. 

Hún segir að einungis gjósi úr nyrsta gígnum. „Hinir hafa lognast út af,“ segir Salóme. 

Lítið sem ekkert berist í átt að Svartsengi. „Ef það er, er það mjög lítið og sést allavega ekki á yfirborði.“

Í tilkynningu veðurstofunnar í dag sagði að samhliða þessari þróun hafi dregið úr sigi umhverfis Svartsengi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að landris sé hafið að nýju þrátt fyrir að síðustu mælipunktar á GNSS-mælum sýni breytingar í þá átt.


Tengdar fréttir

Stöðug virkni í eld­gosinu frá því í gær

Virkni á gosstöðvunum hefur verið frekar stöðug síðan í gær samkvæmt nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að gosórói hafi haldist jafn síðan í gær, í takti við stöðuga gosvirkni í gígnum í nótt.

Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn

Virkni á gosstöðvunum var mjög stöðug í nótt en er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn eftir að slökknaði í syðsta gígnum í gær. Þetta segir í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands sem barst í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×