Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2024 11:32 Bjarni Benediktsson tók á móti Sindra í morgunkaffi. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hvílir hugann með góðri tónlist, ræktun á grænmeti og hreyfingu. Þetta kom fram þegar Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir hittust í Garðabænum klukkan sjö um morguninn og þá var Bjarni byrjaður að elda, eða matreiða egg. „Eggjaskorturinn í landinu, sem þú hefur kannski heyrt af, er út af mér. Ég borða rosalega mikið af eggjum,“ segir Bjarni og hlær. En hvernig nennir Bjarni að standa í þessari pólitík og finna fyrir umræðunni um sig í tíma og ótíma. „Þetta er svona skyldurækni hjá mér. Það gæti vel verið að maður gæti verið að gera ýmislegt annað. En ef þú hefur skoðun og getur fengið umboð og þú veist hvað yrði til heilla fyrir landsmenn þá hefur þú grunnskildu til að láta reyna á það. Að láta reyna á umboðið sem þú gætir mögulega fengið og láta kýla á það. Það hefur alltaf blundað með manni, svona ákveðin ábyrgðartilfinning sem maður losnar ekki við.“ Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Bjarna Ben Hefur áhrif á liðsandann Kannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur vinsælasti flokkurinn. „Þetta eru auðvitað vonbrigði og hefur áhrif á liðsandann, ég get ekki neitað því. En ef við horfum til baka, þá hefur það reynst okkur vel að halda okkar striki. Við höfum verið stærsti flokkurinn núna fernar kosningar í röð. Ég hef trú á því að við fáum betri niðurstöður í kosningunum sem er hinn endanlegi dómur um stemninguna í samfélaginu.“ Hann segist helst vilja vinna með þessum flokkum eftir komandi kosningar. „Miðflokkur, Viðreisn á góðum degi, Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina, augljóslega Framsóknarflokkurinn þar sem við höfum oft unnið með þeim og getum vel séð fyrir okkur samstarf með þeim, það liggur í hlutarins eðli.“ Bjarni segist vera mikill áhugamaður um ræktun á grænmeti og hvað þá blómum. „Mamma kenndi mér að meta blóm. Hún hefur oft verið að rækta rósir og fleira í garðinum. Það er magnað hvað það gerir fyrir sálarlífið að horfa á fallegan hlut,“ segir Bjarni sem stundar einnig mikinn bakstur. Hann segist vera stoltastur af þessu á sínum stjórnmálaferli. „Ég er stoltur af því að hafa ekki látið beygja mig og brjóta mig. Vegna þess að það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess og gengið mjög langt. Það hafi verið gengið nærri hjónabandinu mínu, það hefur ýmislegt verið grafið upp með stolnum gögnum og þetta allt saman túlkað á versta veg en ég hef komist í gengum það allt saman,“ segir Bjarni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira
Þetta kom fram þegar Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til hans í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þeir hittust í Garðabænum klukkan sjö um morguninn og þá var Bjarni byrjaður að elda, eða matreiða egg. „Eggjaskorturinn í landinu, sem þú hefur kannski heyrt af, er út af mér. Ég borða rosalega mikið af eggjum,“ segir Bjarni og hlær. En hvernig nennir Bjarni að standa í þessari pólitík og finna fyrir umræðunni um sig í tíma og ótíma. „Þetta er svona skyldurækni hjá mér. Það gæti vel verið að maður gæti verið að gera ýmislegt annað. En ef þú hefur skoðun og getur fengið umboð og þú veist hvað yrði til heilla fyrir landsmenn þá hefur þú grunnskildu til að láta reyna á það. Að láta reyna á umboðið sem þú gætir mögulega fengið og láta kýla á það. Það hefur alltaf blundað með manni, svona ákveðin ábyrgðartilfinning sem maður losnar ekki við.“ Klippa: Ísland í dag - Morgunkaffi til Bjarna Ben Hefur áhrif á liðsandann Kannanir gefa til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur vinsælasti flokkurinn. „Þetta eru auðvitað vonbrigði og hefur áhrif á liðsandann, ég get ekki neitað því. En ef við horfum til baka, þá hefur það reynst okkur vel að halda okkar striki. Við höfum verið stærsti flokkurinn núna fernar kosningar í röð. Ég hef trú á því að við fáum betri niðurstöður í kosningunum sem er hinn endanlegi dómur um stemninguna í samfélaginu.“ Hann segist helst vilja vinna með þessum flokkum eftir komandi kosningar. „Miðflokkur, Viðreisn á góðum degi, Flokkur fólksins mögulega sem er þarna að berjast fyrir grundvallarréttindum þeirra sem hafa ekki náð að byggja upp sterkan lífeyrissjóð yfir starfsævina, augljóslega Framsóknarflokkurinn þar sem við höfum oft unnið með þeim og getum vel séð fyrir okkur samstarf með þeim, það liggur í hlutarins eðli.“ Bjarni segist vera mikill áhugamaður um ræktun á grænmeti og hvað þá blómum. „Mamma kenndi mér að meta blóm. Hún hefur oft verið að rækta rósir og fleira í garðinum. Það er magnað hvað það gerir fyrir sálarlífið að horfa á fallegan hlut,“ segir Bjarni sem stundar einnig mikinn bakstur. Hann segist vera stoltastur af þessu á sínum stjórnmálaferli. „Ég er stoltur af því að hafa ekki látið beygja mig og brjóta mig. Vegna þess að það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess og gengið mjög langt. Það hafi verið gengið nærri hjónabandinu mínu, það hefur ýmislegt verið grafið upp með stolnum gögnum og þetta allt saman túlkað á versta veg en ég hef komist í gengum það allt saman,“ segir Bjarni en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Sjá meira