Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2024 06:43 Gisele Pelicot hefur öðlast sérstakan sess í hugum margra kvenna, fyrir að krefjast þess að réttarhöldin fari fram fyrir opnum dyrum. Hún hefur verið viðstödd alla meðferð málsins og var fagnað með lófataki við komuna í gær. Getty/Arnold Jerocki Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Um er að ræða hámarksrefsingu fyrir brotin en aðstoðarríkissaksóknarinn Laure Chabaud segir að jafnvel þótt um sé að ræða langan dóm sé hann hvergi nærri nógu þungur. Pelicot hefði svalað nautum sínum með því að ráðast gegn og niðurlægja þá manneskju sem hann sagðist unna mest. Pelicot deildi upplýsingum um brot sín í spjallhópum á netinu og bauð öðrum mönnum að taka þátt í þeim. Talið er að allt að 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominique og 50 öðrum. Flestir hafa játað að hafa brotið gegn Gisele en neita að hafa gerst sekir um nauðgun, þar sem þeir hafi ekki haft vitneskju um að hún væri ekki viljugur þátttakandi í kynlífsathöfnunum. Meðferð málsins hefur nú staðið yfir í 50 daga og ríkissaksóknarinn Jean-Francois Mayet sagði af því tilefni að það hefði haft veruleg áhrif á samfélagið í Frakklandi og hugmyndir um sambönd og samskipti fólks. „Þetta snýst ekki bara um sekt eða sýknu, þetta snýst um að gera grundvallarbreytingar á sambandi karla og kvenna,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Michel Barnier sagðist sannfærður um að málið myndi marka kaflaskil. Stjórnvöld hafa heitið aðgerðum og hyggjast meðal annars ráðast í vitundarvakningarátak um lyfin sem gjarnan eru notuð eru til að byrla fyrir konum. Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Um er að ræða hámarksrefsingu fyrir brotin en aðstoðarríkissaksóknarinn Laure Chabaud segir að jafnvel þótt um sé að ræða langan dóm sé hann hvergi nærri nógu þungur. Pelicot hefði svalað nautum sínum með því að ráðast gegn og niðurlægja þá manneskju sem hann sagðist unna mest. Pelicot deildi upplýsingum um brot sín í spjallhópum á netinu og bauð öðrum mönnum að taka þátt í þeim. Talið er að allt að 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominique og 50 öðrum. Flestir hafa játað að hafa brotið gegn Gisele en neita að hafa gerst sekir um nauðgun, þar sem þeir hafi ekki haft vitneskju um að hún væri ekki viljugur þátttakandi í kynlífsathöfnunum. Meðferð málsins hefur nú staðið yfir í 50 daga og ríkissaksóknarinn Jean-Francois Mayet sagði af því tilefni að það hefði haft veruleg áhrif á samfélagið í Frakklandi og hugmyndir um sambönd og samskipti fólks. „Þetta snýst ekki bara um sekt eða sýknu, þetta snýst um að gera grundvallarbreytingar á sambandi karla og kvenna,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Michel Barnier sagðist sannfærður um að málið myndi marka kaflaskil. Stjórnvöld hafa heitið aðgerðum og hyggjast meðal annars ráðast í vitundarvakningarátak um lyfin sem gjarnan eru notuð eru til að byrla fyrir konum.
Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira