Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2024 07:00 Conor McGregor og Cristiano Ronaldo horfðu saman á hnefaleikabardaga í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Richard Pelham/Getty Images Nick Miller, íþróttablaðamaður The Athletic, segir að fótboltamenn ættu að halda sig fjarri Conor McGregor eftir að hann var dæmdur til að greiða konu sem sakaði hann um kynferðisofbeldi tugi milljóna í miskabætur. Nikita Hand sagði McGregor og annan mann hafa nauðgað sér árið 2018. Þar sem málið var fyrnt var ekki hægt að dæma McGregor í fangelsi en Hand höfðaði skaðabótamál á hendur bardagakappanum málglaða. Vann hún málið og þurfti McGregor að greiða rúmlega 36 milljónir íslenskar krónur í skaðabætur. Miller skrifar um málið fyrir The Athletic og hvernig McGregor hefur reynt að troða sér inn í knattspyrnuheiminn við hvert tilefni. Bendir hann á það þegar Írinn mætti á Emirates-völlinn í Lundúnum og heilsaði upp á Declan Rice og Bukayo Saka, leikmenn enska landsliðsins og Arsenal. View this post on Instagram A post shared by 1 ACCESS (@1access.co.uk) Arsenal bað McGregor um að yfirgefa völlinn sjálfan og gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það ætlaði að fara yfir verkferla þar sem McGregor hefði aldrei átt að komast á gras vallarins. McGregor var sömuleiðis í stúkunni þegar Arsenal sótti Newcastle United heim. Írinn hefur einnig sést á myndum með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt því að tala reglulega við Sergio Ramos á samfélagsmiðlum. Miller segir að McGregor hafi lengi vel haft það orðspor að vera erfiður í glasi og dansa á línunni með hina ýmsu hluti. Nú hafi hins vegar dómur fallið og því séu engar afsakanir löglegar lengur. Nú séu engar afsakanir leyfðar og enginn innan knattspyrnunnar ætti að hafa neitt með McGregor að gera. Fótbolti MMA Kynferðisofbeldi Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira
Nikita Hand sagði McGregor og annan mann hafa nauðgað sér árið 2018. Þar sem málið var fyrnt var ekki hægt að dæma McGregor í fangelsi en Hand höfðaði skaðabótamál á hendur bardagakappanum málglaða. Vann hún málið og þurfti McGregor að greiða rúmlega 36 milljónir íslenskar krónur í skaðabætur. Miller skrifar um málið fyrir The Athletic og hvernig McGregor hefur reynt að troða sér inn í knattspyrnuheiminn við hvert tilefni. Bendir hann á það þegar Írinn mætti á Emirates-völlinn í Lundúnum og heilsaði upp á Declan Rice og Bukayo Saka, leikmenn enska landsliðsins og Arsenal. View this post on Instagram A post shared by 1 ACCESS (@1access.co.uk) Arsenal bað McGregor um að yfirgefa völlinn sjálfan og gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það ætlaði að fara yfir verkferla þar sem McGregor hefði aldrei átt að komast á gras vallarins. McGregor var sömuleiðis í stúkunni þegar Arsenal sótti Newcastle United heim. Írinn hefur einnig sést á myndum með Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo ásamt því að tala reglulega við Sergio Ramos á samfélagsmiðlum. Miller segir að McGregor hafi lengi vel haft það orðspor að vera erfiður í glasi og dansa á línunni með hina ýmsu hluti. Nú hafi hins vegar dómur fallið og því séu engar afsakanir löglegar lengur. Nú séu engar afsakanir leyfðar og enginn innan knattspyrnunnar ætti að hafa neitt með McGregor að gera.
Fótbolti MMA Kynferðisofbeldi Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Sjá meira