Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 19:01 Bæli Diegós á pappírsstæðu við inngang verslunarinnar A4 í Skeifunni hefur verið tómt síðan hann var tekinn úr bælinu klukkan 18:41 í gær. Vísir/Bjarni Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kötturinn Diego ratar í fréttirnar en ríflega sextán þúsund manns eru í Facebook-hópnum Spottaði Diego þar sem fyrst var greint frá hvarfi hans í gærkvöldi. Diego hefur í nokkur ár verið fastagestur í völdum verslunum í Skeifunni þar sem hann á sitt eigið bæli. Tók leið 14 með Strætó og sagður fara út við Bíó Paradís Klukkan 18:41 í gær sást einstaklingur á öryggismyndavélum labba inn í A4 í Skeifunni, grípa köttinn Diego og hafa hann með sér á brott úr bæli sínu sem hann á í versluninni þar sem hann er tíður gestur „Við þekkjum hann bara mjög vel. Hann kemur hérna liggur við á hverjum degi, oftar en ekki bíður hann eftir okkur hérna, við opnum níu en hann er oft kominn hérna um átta þegar ég er að mæta og bíður eftir okkur,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá A4 í Skeifunni. Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá A4 í Skeifunni.Vísir/Bjarni Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag skoðaði starfsfólk verslunarinnar upptökur í öryggismyndavélum þar sem sjá má hvar Diego er numinn á brott. „Það kemur einstaklingur inn, klappar honum, tekur hann og labbar í burtu. Væntanlega sérstaklega til að nálgast köttinn vegna þess að hann kemur bara beint inn, að kettinum og út. Þetta er innan við ein mínúta. Þetta er innan við mínúta,“ segir Sigurborg sem biðlar til þess sem kann að hafa köttinn að koma honum aftur heim. Hún kveðst telja að karlmaður hafi verið að verki en það liggur þó ekki alveg ljóst fyrir. „Ef að þú ert sá einstaklingur sem ert með Diego þá bara vinsamlegast skila honum. Hans er sárt saknað, alls staðar,“ segir Sigurborg. Leitarráðum, kveðjum og kenningum um hugsanleg afdrif kattarins rignir inn á Facebook- hópinn Spottaði Diegó. Sjónarvottar segist hafa séð svartklæddan einstakling með rauða húfu og stór heyrnartól taka köttinn með sér í strætó, og haft eftir vagnstjóra að viðkomandi hafi farið úr vagninum með köttinn við Bíó Paradís. Síðan hefur ekkert til hans spurst eftir því sem fréttastofa kemst næst. Samtökin Dýrfinna og fjöldi sjálfboðaliða eru komin í málið en sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að lögreglan væri komin í málið. Bæli Diegos í Hagkaup.Vísir/Bjarni Skrítið að sjá bælið tómt Öryggismyndavélar Hagkaupa voru einnig skoðaðar í von um að myndir gætu varpað frekara ljósi á málið. Öryggisdeild fyrirtækisins var sett í það verkefni að rannsaka brotthvarf Diego og athuga hvort hann hafi verið sýnilegur nýlega í versluninni en það bar ekki árangur að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa. „Hann er með bælið sitt hér og er einn af okkur hér að heilsa kúnnum allan daginn. Þannig að það er svolítið skrítið að sjá bælið hans tómt núna en við vonum það allra besta og að þetta skýrist eins fljótt og hægt er,“ segir Sigurður. Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups.Vísir/Bjarni Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kötturinn Diego ratar í fréttirnar en ríflega sextán þúsund manns eru í Facebook-hópnum Spottaði Diego þar sem fyrst var greint frá hvarfi hans í gærkvöldi. Diego hefur í nokkur ár verið fastagestur í völdum verslunum í Skeifunni þar sem hann á sitt eigið bæli. Tók leið 14 með Strætó og sagður fara út við Bíó Paradís Klukkan 18:41 í gær sást einstaklingur á öryggismyndavélum labba inn í A4 í Skeifunni, grípa köttinn Diego og hafa hann með sér á brott úr bæli sínu sem hann á í versluninni þar sem hann er tíður gestur „Við þekkjum hann bara mjög vel. Hann kemur hérna liggur við á hverjum degi, oftar en ekki bíður hann eftir okkur hérna, við opnum níu en hann er oft kominn hérna um átta þegar ég er að mæta og bíður eftir okkur,“ segir Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá A4 í Skeifunni. Sigurborg Þóra Sigurðardóttir, verslunarstjóri hjá A4 í Skeifunni.Vísir/Bjarni Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag skoðaði starfsfólk verslunarinnar upptökur í öryggismyndavélum þar sem sjá má hvar Diego er numinn á brott. „Það kemur einstaklingur inn, klappar honum, tekur hann og labbar í burtu. Væntanlega sérstaklega til að nálgast köttinn vegna þess að hann kemur bara beint inn, að kettinum og út. Þetta er innan við ein mínúta. Þetta er innan við mínúta,“ segir Sigurborg sem biðlar til þess sem kann að hafa köttinn að koma honum aftur heim. Hún kveðst telja að karlmaður hafi verið að verki en það liggur þó ekki alveg ljóst fyrir. „Ef að þú ert sá einstaklingur sem ert með Diego þá bara vinsamlegast skila honum. Hans er sárt saknað, alls staðar,“ segir Sigurborg. Leitarráðum, kveðjum og kenningum um hugsanleg afdrif kattarins rignir inn á Facebook- hópinn Spottaði Diegó. Sjónarvottar segist hafa séð svartklæddan einstakling með rauða húfu og stór heyrnartól taka köttinn með sér í strætó, og haft eftir vagnstjóra að viðkomandi hafi farið úr vagninum með köttinn við Bíó Paradís. Síðan hefur ekkert til hans spurst eftir því sem fréttastofa kemst næst. Samtökin Dýrfinna og fjöldi sjálfboðaliða eru komin í málið en sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu sagði í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að lögreglan væri komin í málið. Bæli Diegos í Hagkaup.Vísir/Bjarni Skrítið að sjá bælið tómt Öryggismyndavélar Hagkaupa voru einnig skoðaðar í von um að myndir gætu varpað frekara ljósi á málið. Öryggisdeild fyrirtækisins var sett í það verkefni að rannsaka brotthvarf Diego og athuga hvort hann hafi verið sýnilegur nýlega í versluninni en það bar ekki árangur að sögn Sigurðar Reynaldssonar, framkvæmdastjóra Hagkaupa. „Hann er með bælið sitt hér og er einn af okkur hér að heilsa kúnnum allan daginn. Þannig að það er svolítið skrítið að sjá bælið hans tómt núna en við vonum það allra besta og að þetta skýrist eins fljótt og hægt er,“ segir Sigurður. Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaups.Vísir/Bjarni
Dýr Kettir Reykjavík Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira